Þátttakendur grýttir í gleðigöngu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2019 17:56 ap/Michal Fludra Haldin var fyrsta gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. Þjóðernissinnaðir ofurfótboltaaðdáendur, öfgahægri hópar og fleiri hentu leiftursprengjum (e. flash bombs), steinum og glerflöskum. Mótmælendur göngunnar kölluðu „Guð, heiður og móðurland“ og „enga öfugugga í Bialystok.“ Fólkið í gleðigöngunni kallaði á móti „enga fasista í Póllandi.“ Lögregla segir um fjögur þúsund mótmælendur hafa mætt til að mótmæla göngunni. Hveitipokum, ásamt fleiri hlutum, var kastað niður í gönguna úr blokkum á meðan á þriggja kílómetra göngunni stóð í gegn um bæinn. Samkvæmt Tomasz Krupa, talsmanni lögreglunnar í Bialystok, voru 20 manns handteknir af lögreglu og fjórir þeirra taldir hafa gerst sekir um glæpi, svo sem að hóta lögreglu og smána.Lögregla bregst við ofbeldisfullum mótmælendum í Bialystok sem hentu meðal annars glerflöskum í fólk í Gleðigöngu.AP/STRÍ borginni búa tæplega 300 þúsund manns og styður stór hluti hennar núverandi stjórnarflokk landsins, Laga- og jafnréttisflokkinn (PiS), sem er íhalds- og hægrisinnaður. Borgin er staðsett í Podlasie héraðinu.Sjá einnig: Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“Samkvæmt baráttuhópum gegn kynþáttahyggju er Bialystok orðin þekkt fyrir öfgahægrihreyfingar. „Stór hluti kynþáttabundinna hatursglæpa hafa verið framdir í Podlasie miðað við aðra hluta Póllands,“ sagði Rafal Pankowski, meðlimur Never Again hópsins, sem beitir sér gegn öfgahyggju. Margir eldri einstaklinganna sem tóku þátt í göngunni litu á hana sem stórt skref áfram þrátt fyrir hótanirnar. „Ég er að reyna að horfa á gönguna í jákvæðu ljósi en hún var líka sorgleg fyrir mig vegna þess að ég hélt að hún yrði ekki eins hættuleg og hún var,“ sagði Anna Pietrucha, 26 ára en hún kom alla leið frá Varsjá til að tala í göngunni. Gangan í Bialystok var sú fyrsta af 24 sem á að halda í Póllandi í ár. Aldrei hafa verið haldnar fleiri göngur í Póllandi en baráttufólk segir það vera vegna aukinnar fáfræði og fordóma gagnvart hinseginfólki af hálfu leiðtoga kaþólsku kirkjunnar og PiS.Þurrkuðu burt glimmerið „Nú er í gangi alda hatursfulls áróðurs sem er ýtt áfram af ríkinu og kaþólsku kirkjunni,“ sagði Hubert Sobecki, með-forseti pólsku hinseginsamtakanna Love Does Not Exclude. Skráð voru 32 mótmæli á laugardag og var stór hluti þeirra gegn göngunni.. Gangan endaði fljótt eftir klukkan 5 þegar lögregla beitti mótmælendur hljóðsprengjum og piparspreyi til að leysa upp hópinn. Þá sást til einhverra sem voru í göngunni, hreinsa af sér farða og glimmer og fela regnbogafána og sögðu þau í samtali við CNN að það hafi verið til að reyna að blandast inn í hópinn og komast örugglega út úr miðborginni. Hinsegin Pólland Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Haldin var fyrsta gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. Þjóðernissinnaðir ofurfótboltaaðdáendur, öfgahægri hópar og fleiri hentu leiftursprengjum (e. flash bombs), steinum og glerflöskum. Mótmælendur göngunnar kölluðu „Guð, heiður og móðurland“ og „enga öfugugga í Bialystok.“ Fólkið í gleðigöngunni kallaði á móti „enga fasista í Póllandi.“ Lögregla segir um fjögur þúsund mótmælendur hafa mætt til að mótmæla göngunni. Hveitipokum, ásamt fleiri hlutum, var kastað niður í gönguna úr blokkum á meðan á þriggja kílómetra göngunni stóð í gegn um bæinn. Samkvæmt Tomasz Krupa, talsmanni lögreglunnar í Bialystok, voru 20 manns handteknir af lögreglu og fjórir þeirra taldir hafa gerst sekir um glæpi, svo sem að hóta lögreglu og smána.Lögregla bregst við ofbeldisfullum mótmælendum í Bialystok sem hentu meðal annars glerflöskum í fólk í Gleðigöngu.AP/STRÍ borginni búa tæplega 300 þúsund manns og styður stór hluti hennar núverandi stjórnarflokk landsins, Laga- og jafnréttisflokkinn (PiS), sem er íhalds- og hægrisinnaður. Borgin er staðsett í Podlasie héraðinu.Sjá einnig: Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“Samkvæmt baráttuhópum gegn kynþáttahyggju er Bialystok orðin þekkt fyrir öfgahægrihreyfingar. „Stór hluti kynþáttabundinna hatursglæpa hafa verið framdir í Podlasie miðað við aðra hluta Póllands,“ sagði Rafal Pankowski, meðlimur Never Again hópsins, sem beitir sér gegn öfgahyggju. Margir eldri einstaklinganna sem tóku þátt í göngunni litu á hana sem stórt skref áfram þrátt fyrir hótanirnar. „Ég er að reyna að horfa á gönguna í jákvæðu ljósi en hún var líka sorgleg fyrir mig vegna þess að ég hélt að hún yrði ekki eins hættuleg og hún var,“ sagði Anna Pietrucha, 26 ára en hún kom alla leið frá Varsjá til að tala í göngunni. Gangan í Bialystok var sú fyrsta af 24 sem á að halda í Póllandi í ár. Aldrei hafa verið haldnar fleiri göngur í Póllandi en baráttufólk segir það vera vegna aukinnar fáfræði og fordóma gagnvart hinseginfólki af hálfu leiðtoga kaþólsku kirkjunnar og PiS.Þurrkuðu burt glimmerið „Nú er í gangi alda hatursfulls áróðurs sem er ýtt áfram af ríkinu og kaþólsku kirkjunni,“ sagði Hubert Sobecki, með-forseti pólsku hinseginsamtakanna Love Does Not Exclude. Skráð voru 32 mótmæli á laugardag og var stór hluti þeirra gegn göngunni.. Gangan endaði fljótt eftir klukkan 5 þegar lögregla beitti mótmælendur hljóðsprengjum og piparspreyi til að leysa upp hópinn. Þá sást til einhverra sem voru í göngunni, hreinsa af sér farða og glimmer og fela regnbogafána og sögðu þau í samtali við CNN að það hafi verið til að reyna að blandast inn í hópinn og komast örugglega út úr miðborginni.
Hinsegin Pólland Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira