Þátttakendur grýttir í gleðigöngu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2019 17:56 ap/Michal Fludra Haldin var fyrsta gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. Þjóðernissinnaðir ofurfótboltaaðdáendur, öfgahægri hópar og fleiri hentu leiftursprengjum (e. flash bombs), steinum og glerflöskum. Mótmælendur göngunnar kölluðu „Guð, heiður og móðurland“ og „enga öfugugga í Bialystok.“ Fólkið í gleðigöngunni kallaði á móti „enga fasista í Póllandi.“ Lögregla segir um fjögur þúsund mótmælendur hafa mætt til að mótmæla göngunni. Hveitipokum, ásamt fleiri hlutum, var kastað niður í gönguna úr blokkum á meðan á þriggja kílómetra göngunni stóð í gegn um bæinn. Samkvæmt Tomasz Krupa, talsmanni lögreglunnar í Bialystok, voru 20 manns handteknir af lögreglu og fjórir þeirra taldir hafa gerst sekir um glæpi, svo sem að hóta lögreglu og smána.Lögregla bregst við ofbeldisfullum mótmælendum í Bialystok sem hentu meðal annars glerflöskum í fólk í Gleðigöngu.AP/STRÍ borginni búa tæplega 300 þúsund manns og styður stór hluti hennar núverandi stjórnarflokk landsins, Laga- og jafnréttisflokkinn (PiS), sem er íhalds- og hægrisinnaður. Borgin er staðsett í Podlasie héraðinu.Sjá einnig: Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“Samkvæmt baráttuhópum gegn kynþáttahyggju er Bialystok orðin þekkt fyrir öfgahægrihreyfingar. „Stór hluti kynþáttabundinna hatursglæpa hafa verið framdir í Podlasie miðað við aðra hluta Póllands,“ sagði Rafal Pankowski, meðlimur Never Again hópsins, sem beitir sér gegn öfgahyggju. Margir eldri einstaklinganna sem tóku þátt í göngunni litu á hana sem stórt skref áfram þrátt fyrir hótanirnar. „Ég er að reyna að horfa á gönguna í jákvæðu ljósi en hún var líka sorgleg fyrir mig vegna þess að ég hélt að hún yrði ekki eins hættuleg og hún var,“ sagði Anna Pietrucha, 26 ára en hún kom alla leið frá Varsjá til að tala í göngunni. Gangan í Bialystok var sú fyrsta af 24 sem á að halda í Póllandi í ár. Aldrei hafa verið haldnar fleiri göngur í Póllandi en baráttufólk segir það vera vegna aukinnar fáfræði og fordóma gagnvart hinseginfólki af hálfu leiðtoga kaþólsku kirkjunnar og PiS.Þurrkuðu burt glimmerið „Nú er í gangi alda hatursfulls áróðurs sem er ýtt áfram af ríkinu og kaþólsku kirkjunni,“ sagði Hubert Sobecki, með-forseti pólsku hinseginsamtakanna Love Does Not Exclude. Skráð voru 32 mótmæli á laugardag og var stór hluti þeirra gegn göngunni.. Gangan endaði fljótt eftir klukkan 5 þegar lögregla beitti mótmælendur hljóðsprengjum og piparspreyi til að leysa upp hópinn. Þá sást til einhverra sem voru í göngunni, hreinsa af sér farða og glimmer og fela regnbogafána og sögðu þau í samtali við CNN að það hafi verið til að reyna að blandast inn í hópinn og komast örugglega út úr miðborginni. Hinsegin Pólland Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Haldin var fyrsta gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. Þjóðernissinnaðir ofurfótboltaaðdáendur, öfgahægri hópar og fleiri hentu leiftursprengjum (e. flash bombs), steinum og glerflöskum. Mótmælendur göngunnar kölluðu „Guð, heiður og móðurland“ og „enga öfugugga í Bialystok.“ Fólkið í gleðigöngunni kallaði á móti „enga fasista í Póllandi.“ Lögregla segir um fjögur þúsund mótmælendur hafa mætt til að mótmæla göngunni. Hveitipokum, ásamt fleiri hlutum, var kastað niður í gönguna úr blokkum á meðan á þriggja kílómetra göngunni stóð í gegn um bæinn. Samkvæmt Tomasz Krupa, talsmanni lögreglunnar í Bialystok, voru 20 manns handteknir af lögreglu og fjórir þeirra taldir hafa gerst sekir um glæpi, svo sem að hóta lögreglu og smána.Lögregla bregst við ofbeldisfullum mótmælendum í Bialystok sem hentu meðal annars glerflöskum í fólk í Gleðigöngu.AP/STRÍ borginni búa tæplega 300 þúsund manns og styður stór hluti hennar núverandi stjórnarflokk landsins, Laga- og jafnréttisflokkinn (PiS), sem er íhalds- og hægrisinnaður. Borgin er staðsett í Podlasie héraðinu.Sjá einnig: Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“Samkvæmt baráttuhópum gegn kynþáttahyggju er Bialystok orðin þekkt fyrir öfgahægrihreyfingar. „Stór hluti kynþáttabundinna hatursglæpa hafa verið framdir í Podlasie miðað við aðra hluta Póllands,“ sagði Rafal Pankowski, meðlimur Never Again hópsins, sem beitir sér gegn öfgahyggju. Margir eldri einstaklinganna sem tóku þátt í göngunni litu á hana sem stórt skref áfram þrátt fyrir hótanirnar. „Ég er að reyna að horfa á gönguna í jákvæðu ljósi en hún var líka sorgleg fyrir mig vegna þess að ég hélt að hún yrði ekki eins hættuleg og hún var,“ sagði Anna Pietrucha, 26 ára en hún kom alla leið frá Varsjá til að tala í göngunni. Gangan í Bialystok var sú fyrsta af 24 sem á að halda í Póllandi í ár. Aldrei hafa verið haldnar fleiri göngur í Póllandi en baráttufólk segir það vera vegna aukinnar fáfræði og fordóma gagnvart hinseginfólki af hálfu leiðtoga kaþólsku kirkjunnar og PiS.Þurrkuðu burt glimmerið „Nú er í gangi alda hatursfulls áróðurs sem er ýtt áfram af ríkinu og kaþólsku kirkjunni,“ sagði Hubert Sobecki, með-forseti pólsku hinseginsamtakanna Love Does Not Exclude. Skráð voru 32 mótmæli á laugardag og var stór hluti þeirra gegn göngunni.. Gangan endaði fljótt eftir klukkan 5 þegar lögregla beitti mótmælendur hljóðsprengjum og piparspreyi til að leysa upp hópinn. Þá sást til einhverra sem voru í göngunni, hreinsa af sér farða og glimmer og fela regnbogafána og sögðu þau í samtali við CNN að það hafi verið til að reyna að blandast inn í hópinn og komast örugglega út úr miðborginni.
Hinsegin Pólland Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent