Telja sig fá lítinn stuðning þrátt fyrir lífshættulegt ástand Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2019 21:15 Móðir drengs, sem fór hratt inn í heim neyslunnar, segir barnið sitt ítrekað daðra við dauðann. Þrátt fyrir það séu úrræði engin sem styðji hann og fjölskylduna við að koma honum út úr þessum aðstæðum. Mikið sé um ódýrt læknadóp á götum borgarinnar. Í kjölfar umræðunnar um að Landspítalinn hafi ekki, enn sem komið er, tök á að þjónusta ungmenni í neyslu- og fíknivanda og veita með afeitrunarmeðferð, bráðameðferð og aðra þá sjúkrahús þjónustu sem þarf, tjáði Sigríður Þóra Óðinsdóttir, móðir ungs drengs með fíknivanda, sig á Facebook um þann vanda sem fjölskyldan glímir við. Í nóvember í fyrra fól heilbrigðisráðherra Landspítalanum að taka á móti ungmennum í neyslu- og með fíknivanda. Ekki hefur enn tekist að koma því á laggirnar. Ráðherra hefur því samið við SÁÁ að meðferð fyrir börn undir 18 ára aldri verði áfram á Vogi sem stendur. „Hann byrjaði í sinni neyslu bara fyrir ári síðan. Við erum að tala um ár. Neyslan hans breyttist alveg rosalega eftir áramót núna. Þá erum við að tala um þessi harðari efni. Þegar hann er kominn þangað, eða þegar krakkar eru komnir þangað almennt, af því sagan okkar er ekki bara sagan okkar, þá fer þetta rosalega hratt niður,“ segir Sigríður. Hún segir mikiðúrræðaleysi í kerfinu og að sonur sinn falli í raun á milli kerfa. Ef börn séu ekki með greiningu á ofvirkni, athyglisbrest eða eitthvað slíkt, þá hafi þau ekki greiðan aðgang inn í stuðningskerfið. „Í okkar tilfelli þá höfum við ekki náð að koma drengnum í gegnum greiningarferli. Hann þarf að vera í góðu ástandi til að gera það. Ef hann er á slæmum stað þá getur hann ekki farið í greiningarferlið ef hann hefur ekki farið í greiningarferlið þá getur hann ekki fengið þá aðstoð sem er jú klárlega til staðar. En það er ekki aðgangur í fyrir hann,“ segir hún. Úrræðin séu svo fá að sonur hennar sé með neyslufélaga sínum í meðferð eins og staðan er í dag. „Maður veit alveg hvernig sú saga endar af því að svo er bara spurning hvað kemur eftir meðferðina. Það er í raun lítil stuðningur við fjölskylduna sem kemur eftir meðferð,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Móðir drengs, sem fór hratt inn í heim neyslunnar, segir barnið sitt ítrekað daðra við dauðann. Þrátt fyrir það séu úrræði engin sem styðji hann og fjölskylduna við að koma honum út úr þessum aðstæðum. Mikið sé um ódýrt læknadóp á götum borgarinnar. Í kjölfar umræðunnar um að Landspítalinn hafi ekki, enn sem komið er, tök á að þjónusta ungmenni í neyslu- og fíknivanda og veita með afeitrunarmeðferð, bráðameðferð og aðra þá sjúkrahús þjónustu sem þarf, tjáði Sigríður Þóra Óðinsdóttir, móðir ungs drengs með fíknivanda, sig á Facebook um þann vanda sem fjölskyldan glímir við. Í nóvember í fyrra fól heilbrigðisráðherra Landspítalanum að taka á móti ungmennum í neyslu- og með fíknivanda. Ekki hefur enn tekist að koma því á laggirnar. Ráðherra hefur því samið við SÁÁ að meðferð fyrir börn undir 18 ára aldri verði áfram á Vogi sem stendur. „Hann byrjaði í sinni neyslu bara fyrir ári síðan. Við erum að tala um ár. Neyslan hans breyttist alveg rosalega eftir áramót núna. Þá erum við að tala um þessi harðari efni. Þegar hann er kominn þangað, eða þegar krakkar eru komnir þangað almennt, af því sagan okkar er ekki bara sagan okkar, þá fer þetta rosalega hratt niður,“ segir Sigríður. Hún segir mikiðúrræðaleysi í kerfinu og að sonur sinn falli í raun á milli kerfa. Ef börn séu ekki með greiningu á ofvirkni, athyglisbrest eða eitthvað slíkt, þá hafi þau ekki greiðan aðgang inn í stuðningskerfið. „Í okkar tilfelli þá höfum við ekki náð að koma drengnum í gegnum greiningarferli. Hann þarf að vera í góðu ástandi til að gera það. Ef hann er á slæmum stað þá getur hann ekki farið í greiningarferlið ef hann hefur ekki farið í greiningarferlið þá getur hann ekki fengið þá aðstoð sem er jú klárlega til staðar. En það er ekki aðgangur í fyrir hann,“ segir hún. Úrræðin séu svo fá að sonur hennar sé með neyslufélaga sínum í meðferð eins og staðan er í dag. „Maður veit alveg hvernig sú saga endar af því að svo er bara spurning hvað kemur eftir meðferðina. Það er í raun lítil stuðningur við fjölskylduna sem kemur eftir meðferð,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira