Þýska flugfélagið Lufthansa flýgur nú aftur til Kaíró í Egyptalandi eftir tímabundið hlé. Flugferðir til borgarinnar voru felldar niður í gær af öryggisástæðum. British Airways segist ekki ætla að fljúga til borgarinnar næstu vikuna í öryggisskyni.
Lufthansa og British Airways felldu niður ferðir til Kaíró í gær. Breska utanríkisráðuneytið hafði þá varað við aukinni hættu á hryðjuverkum sem beindust gegn flugferðum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Talsmenn British Airways segja að ferðir til Kaíró verði ekki hafnar aftur fyrr en laugardaginn 27. júlí. Lufthansa flaug aftur þangað í dag.
Bretland var eitt nokkurra ríkja sem stöðvaði tímabundið flugferðir til og frá Egyptalandi eftir að sprengja grandaði rússneskra farþegaþotu yfir Sinai-skaga árið 2015.
Lufthansa flýgur aftur til Kaíró eftir öryggisáhyggjur

Tengdar fréttir

Breskt flugfélag aflýsir flugferðum til Egyptalands næstu vikuna
Breska flugfélagið British Airways hefur lagt niður öll flug til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, næstu vikuna af öryggisástæðum.