Paul Landers og Richard Kruspe, gítarleikarar, kysstust uppi á sviði á meðan þeir voru að spila. Sveitin var að brjóta rússnesk lög sem snúa að hinsegin-áróðri sem voru sett í gildi árið 2003 af forseta landsins, Vladimir Putin.
Россия, мы любим тебя! Photos: @jenskochphotoView this post on Instagram
A post shared by Rammstein (@rammsteinofficial) on Jul 30, 2019 at 10:23am PDT
Útlendingar geta verið settir í varðhald í allt að fimmtán daga eða sektaðir um 5.000 rúblur, sem nemur um 10 þúsund kr. og eru svo sendir úr landi.
Enn hefur ekki verið tilkynnt hvort meðlimir Rammstein munu sæta refsingum. Rammstein birti síðar mynd á Instagram reikningi sínum af Landers og Kruspe að kyssast og var yfirskrift myndarinnar: „Við elskum þig Rússland!“