Þessi tuttugu koma til greina sem besta knattspyrnufólk heims: Þrír frá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 14:30 Virgil van Dijk, Sadio Mane og Mohamed Salah eru allir tilnefndir. Getty/Laurence Griffiths Tíu knattspyrnukarlar og tíu knattspyrnukonur voru í dag tilnefnd sem besta knattspyrnufólk heims af Alþjóða knattspyrnusambandinu fyrir árið 2019. Það verður hægt að kjósa þau þrjú bestu hjá körlum og konum á heimasíðu FIFA en það mun síðan koma í ljós í september hver verða valin besti knattspyrnumaður og besta knattspyrnukona heims. Hér er í raun verið að velja knattspyrnufólk fyrir frammistöðu sína frá 25. maí 2018 til 7. júlí 2019. Það var hópur sérfræðinga sem setti saman þessar tilnefningar en FIFA gaf það síðan út í daga hvaða tuttugu leikmenn koma til greina sem besta knattspyrnufólk heims. Efstu þrjú hjá körlum og konum verða tilkynnt seinna en sjálf verðlaunaafhendingin fer síðan fram í Mílanó á Ítalíu 23. september á The Best FIFA Football Awards. Evrópumeistarar Liverpool eiga þrjá leikmenn á listanum eða þá Virgil van Dijk, Sadio Mane og Mohamed Salah. Á listanum eru fastamenn eins og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo ásamt þeim Harry Kane, Eden Hazard og Kylian Mbappe. Þar eru líka hollensku unglingarnir Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt. Það er hægt að lesa meira um þessa tíu leikmenn og kjósa á milli þeirra með því að fara hingað inn. Fjórir leikmenn úr heimsmeistaraliði Bandaríkjanna eru tilnefndar hjá konunum en það eru þær Megan Rapinoe, Alex Morgan, Rose Lavelle og Julie Ertz. Norðmenn eiga tvo á listanum eða þær Ada Hegerberg og Caroline Graham Hansen. Frakkar (Wendie Renard og Amandine Henry) og Englendingar (Lucy Bronze og Ellen White) eiga líka tvo leikmenn og þær tvær síðustu á listanum eru þær Vivianne Miedema frá Hollandi og Sam Kerr frá Ástralíu. Það er hægt að lesa meira um þessa tíu leikmenn og kjósa á milli þeirra með því að fara hingað inn.Ready? #TheBest Men's Player nominees:@Cristiano@DeJongFrenkie21 Matthijs de Ligt@hazardeden10@HKane Sadio Mane@KMbappe Lionel Messi@MoSalah@VirgilvDijk Voting NOW OPEN https://t.co/nw6p9KIcc6 — FIFA.com (@FIFAcom) July 31, 2019Here they are! #TheBest Women's Player nominees:@LucyBronze@julieertz@CarolineGrahamH@AdaStolsmo@amandinehenry6@samkerr1@roselavelle@VivianneMiedema@alexmorgan13@mPinoe@WRenard@ellsbells89 Voting NOW OPENhttps://t.co/t8x1884tdq — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 31, 2019 Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi HM 2019 í Frakklandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Sjá meira
Tíu knattspyrnukarlar og tíu knattspyrnukonur voru í dag tilnefnd sem besta knattspyrnufólk heims af Alþjóða knattspyrnusambandinu fyrir árið 2019. Það verður hægt að kjósa þau þrjú bestu hjá körlum og konum á heimasíðu FIFA en það mun síðan koma í ljós í september hver verða valin besti knattspyrnumaður og besta knattspyrnukona heims. Hér er í raun verið að velja knattspyrnufólk fyrir frammistöðu sína frá 25. maí 2018 til 7. júlí 2019. Það var hópur sérfræðinga sem setti saman þessar tilnefningar en FIFA gaf það síðan út í daga hvaða tuttugu leikmenn koma til greina sem besta knattspyrnufólk heims. Efstu þrjú hjá körlum og konum verða tilkynnt seinna en sjálf verðlaunaafhendingin fer síðan fram í Mílanó á Ítalíu 23. september á The Best FIFA Football Awards. Evrópumeistarar Liverpool eiga þrjá leikmenn á listanum eða þá Virgil van Dijk, Sadio Mane og Mohamed Salah. Á listanum eru fastamenn eins og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo ásamt þeim Harry Kane, Eden Hazard og Kylian Mbappe. Þar eru líka hollensku unglingarnir Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt. Það er hægt að lesa meira um þessa tíu leikmenn og kjósa á milli þeirra með því að fara hingað inn. Fjórir leikmenn úr heimsmeistaraliði Bandaríkjanna eru tilnefndar hjá konunum en það eru þær Megan Rapinoe, Alex Morgan, Rose Lavelle og Julie Ertz. Norðmenn eiga tvo á listanum eða þær Ada Hegerberg og Caroline Graham Hansen. Frakkar (Wendie Renard og Amandine Henry) og Englendingar (Lucy Bronze og Ellen White) eiga líka tvo leikmenn og þær tvær síðustu á listanum eru þær Vivianne Miedema frá Hollandi og Sam Kerr frá Ástralíu. Það er hægt að lesa meira um þessa tíu leikmenn og kjósa á milli þeirra með því að fara hingað inn.Ready? #TheBest Men's Player nominees:@Cristiano@DeJongFrenkie21 Matthijs de Ligt@hazardeden10@HKane Sadio Mane@KMbappe Lionel Messi@MoSalah@VirgilvDijk Voting NOW OPEN https://t.co/nw6p9KIcc6 — FIFA.com (@FIFAcom) July 31, 2019Here they are! #TheBest Women's Player nominees:@LucyBronze@julieertz@CarolineGrahamH@AdaStolsmo@amandinehenry6@samkerr1@roselavelle@VivianneMiedema@alexmorgan13@mPinoe@WRenard@ellsbells89 Voting NOW OPENhttps://t.co/t8x1884tdq — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 31, 2019
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi HM 2019 í Frakklandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Sjá meira