Sæstrengjasteypa Bjarni Már Magnússon skrifar 31. júlí 2019 07:00 Að undanförnu hefur verið áberandi kenning um að við innleiðingu þriðja orkupakkans verði íslenska ríkið skuldbundið til að leyfa lagningu sæstrengs sem flytur raforku til annars ríkis. Þar að auki hefur verið haldið fram að reyni íslenska ríkið að standa í vegi fyrir því að sæstrengur verði lagður muni annaðhvort Eftirlitsstofnun EFTA höfða samningsbrotamál gegn íslenska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum eða höfðað verði mál fyrir íslenskum dómstól sem leiti álits EFTA-dómstólsins um samningsbrot. Það mál muni tapast og íslenska ríkinu gert að greiða skaðabætur þar sem orka hefur verið skilgreind sem vara (síðan fyrsti orkupakkinn var innleiddur) og EES-samningurinn geri ráð fyrir frjálsu flæði á vörum innan EES-svæðisins. Þessar kenningar eru firra. Ekkert í orkupakkanum Þriðji orkupakkinn fjallar ekki um skyldu aðildarríkja EES til að koma á eða leyfa samtengingu um flutning orku sín á milli, m.ö.o. hann fjallar ekki um sæstrengi sem flytja raforku. Synjun eða höfnun orkupakkans hefur því engin bein áhrif á hvort lagður verði slíkur sæstrengur eða ekki. Ein meginstoð EES-samningsins er frjálst flæði vöru. Þrátt fyrir að rafmagn sé skilgreint sem vara leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að sérhvert ríki eða einkaaðili á EES-svæðinu geti lagt sæstreng hingað til lands og tengst íslenska raforkukerfinu án þess að íslenska ríkið ráði neinu þar um. Túlkunarreglur þjóðaréttar Í þessu samhengi verður að hafa í huga að EES-samningurinn er milliríkjasamningur. Í 31. gr. Vínarsamningsins um milliríkjasamninga (e. Vienna Convention on the Law of Treaties) frá árinu 1969 eru að finna helstu túlkunarreglur þjóðaréttar. Ísland er ekki aðili að samningnum en er bundið af umræddu ákvæði þar sem það telst þjóðréttarvenja. Í 1. mgr. 31. gr. kemur fram meginreglan að milliríkjasamningur skuli túlkaður í góðri trúi í samræmi við hefðbundna merkingu orðanna sem koma fyrir í honum í samhengi við og í ljósi markmiðs og tilgangs hans. Það er afar langsótt að finna skyldu til lagningar sæstrengs í hefðbundinni merkingu þeirra orða sem koma fyrir í ákvæðum EES-samningsins um frjálsa vöruflutninga enda ekkert minnst á slíka skyldu. Það sem meiru skiptir hér er að í c) lið 3. mgr. 31. gr. kemur fram að við túlkun milliríkjasamninga verði að taka tillit til hverrar þeirrar þjóðréttarreglu sem er í gildi á milli samningsaðila. Hafréttarsamningur SÞ Öll aðildarríki EES-samningsins (sem og ESB sjálft) eru aðilar að hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1982. Taka verður því tillit til hans í þessu samhengi. Af 311. gr. hafréttarsamningsins leiðir að almennt skulu ákvæði annarra samninga, sem aðildarríki hafréttarsamningsins eiga aðild að, að vera í samræmi við hafréttarsamninginn. M.ö.o. hafréttarsamningurinn trónir á toppnum í alþjóðakerfinu að því er varðar þær reglur er gilda á hafinu enda stundum kallaður stjórnarskrá hafsins. Sæstrengir Hafréttarsamningurinn er helsta réttarheimild þjóðaréttar um sæstrengi. Í 79., 87. og 112. gr. hans kemur fram að öllum ríkjum sé heimilt að leggja neðansjávarstrengi og -leiðslur á landgrunnið og á úthafinu í samræmi við nánar tilgreind skilyrði. Það ríkir því töluvert frelsi varðandi lagningu neðansjávarleiðslna og -strengja. Það eru yfirleitt einkaaðilar sem notfæra sér þessi réttindi. Þrátt fyrir orðalag hafréttarsamningsins um að umrædd réttindi tilheyri ríkjum þá er litið svo á að skýra skuli orðalagið á þann veg að það taki jafnframt til einkaaðila í viðkomandi ríki. Slíkur skilningur birtist m.a. í helsta skýringarritinu við samninginn. Hafa verður í huga að hið lögfræðilega landgrunnshugtak er annað en hið náttúruvísindalega. Landgrunnshugtakið í skilningi þjóðaréttar hefst utan landhelgi ríkja, þ.e. oftast 12 sjómílum frá svokölluðum grunnlínum. Í 4. mgr. 79. gr. hafréttarsamningsins kemur beinlínis fram að ekkert, í þeim hluta samningsins sem fjallar um landgrunnið, hafi áhrif á rétt strandríkisins til að setja skilyrði vegna strengja eða leiðslna, sem ná inn í land eða landhelgi þess. M.ö.o. ríki ræður því hvort lagður er sæstrengur inn fyrir landhelgi þess. Þessi regla leiðir af fullveldisrétti strandríkja í landhelginni. Engin sæstrengjaskylda Af túlkunarreglum þjóðaréttar leiðir að skýra verður ákvæði EES-samningsins um frjálst flæði vöru til samræmis við ákvæði hafréttarsamningsins. Það þýðir að meginreglan um frjálst flæði vöru leiðir ekki til þess að á íslenska ríkinu hvíli skylda til að heimila lagningu sæstrengs sem flytur rafmagn hingað til lands. Íslenska ríkið getur því ekki orðið skaðabótaskylt af því að synja rétti sem er ekki til staðar. Það er útilokað. Að halda öðru fram er nýlunda í sögu alþjóðasamskipta. Réttur Íslands til að heimila eða hafna lagningu sæstrengs inn fyrir landhelgina stendur óhaggaður hvað sem þriðja orkupakkanum eða öðrum ákvæðum EES-samningsins líður. Höfundur er prófessor við lagadeild HR og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Bjarni Már Magnússon Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið áberandi kenning um að við innleiðingu þriðja orkupakkans verði íslenska ríkið skuldbundið til að leyfa lagningu sæstrengs sem flytur raforku til annars ríkis. Þar að auki hefur verið haldið fram að reyni íslenska ríkið að standa í vegi fyrir því að sæstrengur verði lagður muni annaðhvort Eftirlitsstofnun EFTA höfða samningsbrotamál gegn íslenska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum eða höfðað verði mál fyrir íslenskum dómstól sem leiti álits EFTA-dómstólsins um samningsbrot. Það mál muni tapast og íslenska ríkinu gert að greiða skaðabætur þar sem orka hefur verið skilgreind sem vara (síðan fyrsti orkupakkinn var innleiddur) og EES-samningurinn geri ráð fyrir frjálsu flæði á vörum innan EES-svæðisins. Þessar kenningar eru firra. Ekkert í orkupakkanum Þriðji orkupakkinn fjallar ekki um skyldu aðildarríkja EES til að koma á eða leyfa samtengingu um flutning orku sín á milli, m.ö.o. hann fjallar ekki um sæstrengi sem flytja raforku. Synjun eða höfnun orkupakkans hefur því engin bein áhrif á hvort lagður verði slíkur sæstrengur eða ekki. Ein meginstoð EES-samningsins er frjálst flæði vöru. Þrátt fyrir að rafmagn sé skilgreint sem vara leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að sérhvert ríki eða einkaaðili á EES-svæðinu geti lagt sæstreng hingað til lands og tengst íslenska raforkukerfinu án þess að íslenska ríkið ráði neinu þar um. Túlkunarreglur þjóðaréttar Í þessu samhengi verður að hafa í huga að EES-samningurinn er milliríkjasamningur. Í 31. gr. Vínarsamningsins um milliríkjasamninga (e. Vienna Convention on the Law of Treaties) frá árinu 1969 eru að finna helstu túlkunarreglur þjóðaréttar. Ísland er ekki aðili að samningnum en er bundið af umræddu ákvæði þar sem það telst þjóðréttarvenja. Í 1. mgr. 31. gr. kemur fram meginreglan að milliríkjasamningur skuli túlkaður í góðri trúi í samræmi við hefðbundna merkingu orðanna sem koma fyrir í honum í samhengi við og í ljósi markmiðs og tilgangs hans. Það er afar langsótt að finna skyldu til lagningar sæstrengs í hefðbundinni merkingu þeirra orða sem koma fyrir í ákvæðum EES-samningsins um frjálsa vöruflutninga enda ekkert minnst á slíka skyldu. Það sem meiru skiptir hér er að í c) lið 3. mgr. 31. gr. kemur fram að við túlkun milliríkjasamninga verði að taka tillit til hverrar þeirrar þjóðréttarreglu sem er í gildi á milli samningsaðila. Hafréttarsamningur SÞ Öll aðildarríki EES-samningsins (sem og ESB sjálft) eru aðilar að hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1982. Taka verður því tillit til hans í þessu samhengi. Af 311. gr. hafréttarsamningsins leiðir að almennt skulu ákvæði annarra samninga, sem aðildarríki hafréttarsamningsins eiga aðild að, að vera í samræmi við hafréttarsamninginn. M.ö.o. hafréttarsamningurinn trónir á toppnum í alþjóðakerfinu að því er varðar þær reglur er gilda á hafinu enda stundum kallaður stjórnarskrá hafsins. Sæstrengir Hafréttarsamningurinn er helsta réttarheimild þjóðaréttar um sæstrengi. Í 79., 87. og 112. gr. hans kemur fram að öllum ríkjum sé heimilt að leggja neðansjávarstrengi og -leiðslur á landgrunnið og á úthafinu í samræmi við nánar tilgreind skilyrði. Það ríkir því töluvert frelsi varðandi lagningu neðansjávarleiðslna og -strengja. Það eru yfirleitt einkaaðilar sem notfæra sér þessi réttindi. Þrátt fyrir orðalag hafréttarsamningsins um að umrædd réttindi tilheyri ríkjum þá er litið svo á að skýra skuli orðalagið á þann veg að það taki jafnframt til einkaaðila í viðkomandi ríki. Slíkur skilningur birtist m.a. í helsta skýringarritinu við samninginn. Hafa verður í huga að hið lögfræðilega landgrunnshugtak er annað en hið náttúruvísindalega. Landgrunnshugtakið í skilningi þjóðaréttar hefst utan landhelgi ríkja, þ.e. oftast 12 sjómílum frá svokölluðum grunnlínum. Í 4. mgr. 79. gr. hafréttarsamningsins kemur beinlínis fram að ekkert, í þeim hluta samningsins sem fjallar um landgrunnið, hafi áhrif á rétt strandríkisins til að setja skilyrði vegna strengja eða leiðslna, sem ná inn í land eða landhelgi þess. M.ö.o. ríki ræður því hvort lagður er sæstrengur inn fyrir landhelgi þess. Þessi regla leiðir af fullveldisrétti strandríkja í landhelginni. Engin sæstrengjaskylda Af túlkunarreglum þjóðaréttar leiðir að skýra verður ákvæði EES-samningsins um frjálst flæði vöru til samræmis við ákvæði hafréttarsamningsins. Það þýðir að meginreglan um frjálst flæði vöru leiðir ekki til þess að á íslenska ríkinu hvíli skylda til að heimila lagningu sæstrengs sem flytur rafmagn hingað til lands. Íslenska ríkið getur því ekki orðið skaðabótaskylt af því að synja rétti sem er ekki til staðar. Það er útilokað. Að halda öðru fram er nýlunda í sögu alþjóðasamskipta. Réttur Íslands til að heimila eða hafna lagningu sæstrengs inn fyrir landhelgina stendur óhaggaður hvað sem þriðja orkupakkanum eða öðrum ákvæðum EES-samningsins líður. Höfundur er prófessor við lagadeild HR og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun