Unga fólkið ferðast mest um helgina Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 31. júlí 2019 08:30 Flestir þeirra sem stefna á útihátíð um helgina ætla á Þjóðhátíð í Eyjum. Hátíðin er fastur liður í verslunarmannahelginni og var fyrst haldin fyrir 142 árum. Fréttablaðið/Vilhelm 42,8 prósent landsmanna hyggjast ferðast innanlands um verslunarmannahelgina samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Mestur ferðahugur er í unga fólkinu en 65 prósent fólks á aldrinum 18-24 ára hyggjast leggja land undir fót um helgina, en einungis 35 prósent þeirra sem eru á aldrinum 55-64 ára. Flestir þeirra sem ætla á skipulagðar útihátíðir taka stefnuna á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, eða 5,1 prósent, en flestir þeirra sem hyggjast ferðast innanlands, eða 25,4 prósent, stefna ekki á þær skipulögðu hátíðir sem í boði eru. Könnunin var framkvæmd 24.-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.Nábrókin 2019 fer fram í Norðurfirði í Árneshreppi þar sem meðal annars verður boðið upp á tónleika, mýrarbolta og zumba-dans.Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins og í öllum landshlutum má finna hátíðir, uppákomur, tónlist og íþróttaviðburði. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram í Herjólfsdal þar sem fjöldi tónlistaratriða mun fylla sviðið og í Neskaupstað fer fram fjölskylduhátíðin Neistaflug þar sem meðal annars verður haldið golfmót, tónleikar og brunaslöngubolti. Ættarmót pönkara fer fram á Laugarbakka þar sem hátíðin Norðanpaunk fer fram. Á hátíðinni kemur fram fjöldi hljómsveita sem spila jaðartónlist af ýmsu tagi. Á Akureyri verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna á hátíðinni Ein með öllu og Íslensku sumarleikunum. Þar koma fram margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar. Evrópumeistaramótið í mýrarbolta fer fram í Bolungarvík þar sem keppt er í fótbolta í drullusvaði á daginn og haldnir eru dansleikir á kvöldin og á Höfn í Hornafirði fer fram Unglingalandsmót UMFÍ. Þar geta krakkar á aldrinum 11-18 ára reynt fyrir sér í hinum ýmsu íþróttagreinum. Hátíðin er vímulaus. Í Vatnaskógi fara fram Sæludagar sem einnig eru vímulaus hátíð þar sem meðal annars koma fram Páll Óskar og Lalli töframaður og í Múlakoti verður haldin hin árlega fjölskylduhátíð þar sem verður flugkeppni, brenna og kvöldvaka.Sæludagur í sveitinni fara fram um helgina í Hörgársveit þar sem meðal annars verður opið hús á Hótel Hjalteyri og haldin verður sandkastalakeppni.Í Hraunborgum í Grímsnesi verður hátíðardagskrá alla helgina þar sem stuðinu verður haldið uppi í sundlaugarpartíi og með brekkusöng svo eitthvað sé nefnt. Tuttugu og fimm ára aldurstakmark er inn á tjaldsvæðið og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að tryggja sér stæði. Bæjarhátíðin Flúðir um versló verður haldin í fimmta sinn um helgina þar sem dagskrá sniðin að allri fjölskyldunni verður frá morgni til kvölds. Á dagskránni eru meðal annars tónleikar með Pálma Gunnarssyni þar sem hann fer yfir feril sinn. Nóg er að gera í höfuðborginni um verslunarmannahelgina en hátíðin Innipúkinn fer fram úti á Granda frá föstudegi til sunnudags. Á hátíðinni kemur fram fjöldi þekktra tónlistarmanna og fara flest atriði hátíðarinnar fram innandyra, en einnig verður hátíðarstemning á götunum í kringum hátíðarsvæðið. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur segir að útlit sé fyrir ágætis veður á öllu landinu um helgina. „Eins og þetta lítur út núna þá virðist verða þokkalegt veður á öllu landinu, þó ekki sé hægt að vera mjög nákvæmur í spám á þessum tímapunkti,“ segir Haraldur. „Á föstudag og laugardag er spáð nokkuð hægum vindi og hita víða 14-20 stigum. Svo á sunnudag og mánudag verða litlar breytingar en aðeins meira skýjafar þar sem verður skýjað með köflum og kannski stöku síðdegisskúrir,“ bætir hann við. Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
42,8 prósent landsmanna hyggjast ferðast innanlands um verslunarmannahelgina samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Mestur ferðahugur er í unga fólkinu en 65 prósent fólks á aldrinum 18-24 ára hyggjast leggja land undir fót um helgina, en einungis 35 prósent þeirra sem eru á aldrinum 55-64 ára. Flestir þeirra sem ætla á skipulagðar útihátíðir taka stefnuna á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, eða 5,1 prósent, en flestir þeirra sem hyggjast ferðast innanlands, eða 25,4 prósent, stefna ekki á þær skipulögðu hátíðir sem í boði eru. Könnunin var framkvæmd 24.-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.Nábrókin 2019 fer fram í Norðurfirði í Árneshreppi þar sem meðal annars verður boðið upp á tónleika, mýrarbolta og zumba-dans.Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins og í öllum landshlutum má finna hátíðir, uppákomur, tónlist og íþróttaviðburði. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram í Herjólfsdal þar sem fjöldi tónlistaratriða mun fylla sviðið og í Neskaupstað fer fram fjölskylduhátíðin Neistaflug þar sem meðal annars verður haldið golfmót, tónleikar og brunaslöngubolti. Ættarmót pönkara fer fram á Laugarbakka þar sem hátíðin Norðanpaunk fer fram. Á hátíðinni kemur fram fjöldi hljómsveita sem spila jaðartónlist af ýmsu tagi. Á Akureyri verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna á hátíðinni Ein með öllu og Íslensku sumarleikunum. Þar koma fram margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar. Evrópumeistaramótið í mýrarbolta fer fram í Bolungarvík þar sem keppt er í fótbolta í drullusvaði á daginn og haldnir eru dansleikir á kvöldin og á Höfn í Hornafirði fer fram Unglingalandsmót UMFÍ. Þar geta krakkar á aldrinum 11-18 ára reynt fyrir sér í hinum ýmsu íþróttagreinum. Hátíðin er vímulaus. Í Vatnaskógi fara fram Sæludagar sem einnig eru vímulaus hátíð þar sem meðal annars koma fram Páll Óskar og Lalli töframaður og í Múlakoti verður haldin hin árlega fjölskylduhátíð þar sem verður flugkeppni, brenna og kvöldvaka.Sæludagur í sveitinni fara fram um helgina í Hörgársveit þar sem meðal annars verður opið hús á Hótel Hjalteyri og haldin verður sandkastalakeppni.Í Hraunborgum í Grímsnesi verður hátíðardagskrá alla helgina þar sem stuðinu verður haldið uppi í sundlaugarpartíi og með brekkusöng svo eitthvað sé nefnt. Tuttugu og fimm ára aldurstakmark er inn á tjaldsvæðið og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að tryggja sér stæði. Bæjarhátíðin Flúðir um versló verður haldin í fimmta sinn um helgina þar sem dagskrá sniðin að allri fjölskyldunni verður frá morgni til kvölds. Á dagskránni eru meðal annars tónleikar með Pálma Gunnarssyni þar sem hann fer yfir feril sinn. Nóg er að gera í höfuðborginni um verslunarmannahelgina en hátíðin Innipúkinn fer fram úti á Granda frá föstudegi til sunnudags. Á hátíðinni kemur fram fjöldi þekktra tónlistarmanna og fara flest atriði hátíðarinnar fram innandyra, en einnig verður hátíðarstemning á götunum í kringum hátíðarsvæðið. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur segir að útlit sé fyrir ágætis veður á öllu landinu um helgina. „Eins og þetta lítur út núna þá virðist verða þokkalegt veður á öllu landinu, þó ekki sé hægt að vera mjög nákvæmur í spám á þessum tímapunkti,“ segir Haraldur. „Á föstudag og laugardag er spáð nokkuð hægum vindi og hita víða 14-20 stigum. Svo á sunnudag og mánudag verða litlar breytingar en aðeins meira skýjafar þar sem verður skýjað með köflum og kannski stöku síðdegisskúrir,“ bætir hann við.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira