Ætlaði að fljúga með WOW fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2019 17:48 WOW air varð gjaldþrota í lok mars síðastliðins. vísir/vilhelm Um fjórir mánuðir eru síðan lággjaldaflugfélagið WOW air tilkynnti um rekstrastöðvun og var tekið til gjaldþrotaskipta, eins og flestum Íslendingum, og jafnvel fleirum, hefur lengi verið ljóst. Fjölmiðlar víða um heim greindu frá gjaldþrotinu og hrakningar ferðalanga fóru hátt á samfélagsmiðlum. Þó virðast ekki allir sem bókað höfðu flug með félaginu hafa verið með á nótunum þegar kemur að gjaldþrotinu. Ferðalangur nokkur, sem á Facebook gengur undir nafninu Emily Hall, greinir frá því í hópi fyrir viðskiptavini félagsins að hún hafi í gær ætlað sér að fljúga frá Stokkhólmi til heimaborgar sinnar, Toronto. Hennar hafi hins vegar ekki beðið flug, heldur aðeins síðbúnar fréttir af falli félagsins. „Ég er eins og stendur stödd á flugvellinum í Stokkhólmi, til þess eins að komast að því að flugið mitt til Toronto (þar sem ég bý) er ekki lengur til,“ skrifar Hall í Facebook-hópnum sem stofnaður var skömmu eftir gjaldþrot WOW. Segist Hall hafa þurft að kaupa annan flugmiða fyrir 1500 Kanadadali, eða um 140 þúsund krónur, til þess að komast aftur til síns heima, þar sem hún þyrfti að mæta til vinnu daginn eftir. „Ég er mjög hissa, þar sem ég var ekki látin vita í gegn um tölvupóst eða með öðrum hætti. Það er afar ófagmannlegt að láta fjölmiðla um það að koma slíkum skilaboðum áleiðis. Ég hafði í alvörunni ekki hugmynd.“ Í athugasemdum við færslu Hall furða margir sig á því að fréttirnar af falli WOW hafi hreinlega getað farið fram hjá henni, þar sem fjölmiðlar um víða veröld hafi fjallað um málið. Eins var henni bent á að almennt tíðkaðist ekki að starfsfólk gjaldþrota fyrirtækja héldi áfram að vinna fyrir viðkomandi fyrirtæki. Þannig hafi reynst erfitt að senda tilvonandi ferðalöngum tölvupósta um fall félagsins. Í svörum við athugasemdum segist Hall hreinlega klóra sér í höfðinu yfir því hvernig jafn stórar fréttir og þessar hafi getað farið fram hjá henni. „En, hér er ég,“ segir Hall sem segist jafnframt hafa lesið fréttir af falli WOW sér til dægrastyttingar meðan hún beið eftir nýju flugi. Fréttir af flugi Kanada Samfélagsmiðlar Svíþjóð WOW Air Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Um fjórir mánuðir eru síðan lággjaldaflugfélagið WOW air tilkynnti um rekstrastöðvun og var tekið til gjaldþrotaskipta, eins og flestum Íslendingum, og jafnvel fleirum, hefur lengi verið ljóst. Fjölmiðlar víða um heim greindu frá gjaldþrotinu og hrakningar ferðalanga fóru hátt á samfélagsmiðlum. Þó virðast ekki allir sem bókað höfðu flug með félaginu hafa verið með á nótunum þegar kemur að gjaldþrotinu. Ferðalangur nokkur, sem á Facebook gengur undir nafninu Emily Hall, greinir frá því í hópi fyrir viðskiptavini félagsins að hún hafi í gær ætlað sér að fljúga frá Stokkhólmi til heimaborgar sinnar, Toronto. Hennar hafi hins vegar ekki beðið flug, heldur aðeins síðbúnar fréttir af falli félagsins. „Ég er eins og stendur stödd á flugvellinum í Stokkhólmi, til þess eins að komast að því að flugið mitt til Toronto (þar sem ég bý) er ekki lengur til,“ skrifar Hall í Facebook-hópnum sem stofnaður var skömmu eftir gjaldþrot WOW. Segist Hall hafa þurft að kaupa annan flugmiða fyrir 1500 Kanadadali, eða um 140 þúsund krónur, til þess að komast aftur til síns heima, þar sem hún þyrfti að mæta til vinnu daginn eftir. „Ég er mjög hissa, þar sem ég var ekki látin vita í gegn um tölvupóst eða með öðrum hætti. Það er afar ófagmannlegt að láta fjölmiðla um það að koma slíkum skilaboðum áleiðis. Ég hafði í alvörunni ekki hugmynd.“ Í athugasemdum við færslu Hall furða margir sig á því að fréttirnar af falli WOW hafi hreinlega getað farið fram hjá henni, þar sem fjölmiðlar um víða veröld hafi fjallað um málið. Eins var henni bent á að almennt tíðkaðist ekki að starfsfólk gjaldþrota fyrirtækja héldi áfram að vinna fyrir viðkomandi fyrirtæki. Þannig hafi reynst erfitt að senda tilvonandi ferðalöngum tölvupósta um fall félagsins. Í svörum við athugasemdum segist Hall hreinlega klóra sér í höfðinu yfir því hvernig jafn stórar fréttir og þessar hafi getað farið fram hjá henni. „En, hér er ég,“ segir Hall sem segist jafnframt hafa lesið fréttir af falli WOW sér til dægrastyttingar meðan hún beið eftir nýju flugi.
Fréttir af flugi Kanada Samfélagsmiðlar Svíþjóð WOW Air Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira