Sjúkraflug getur tafist vegna tryggingamála Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. júlí 2019 07:00 Tafir geta orðið ef um ótryggðan einstakling er að ræða. Fréttablaðið/Pjetur Læknar á landsbyggðinni eru ósáttir við hvernig tryggingamálum vegna sjúkraflugs er háttað. Hafa kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu tekið undir með þeim. Engin formleg kvörtun hefur verið send til stjórnvalda en læknar ræða nú sín á milli hvernig þessi mál eru leyst víðs vegar um land. Hingað til hefur lítið verið rætt um þetta vandamál en fjölgun erlendra ferðamanna hefur gert umræðuefnið aðkallandi. Fyrir skemmstu kom upp mál á landsbyggðinni þar sem óvíst var með tryggingar hjá meðvitundarlausum manni frá Þýskalandi. Tafðist flug hans um tvo klukkutíma. Mál eins og þessi geta orðið enn óljósari þegar um er að ræða ferðamenn frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan árið 2006 með samningi við heilbrigðisráðuneytið. Þegar einstaklingur er sjúkratryggður, eins og allir landsmenn og útlendingar með evrópskt sjúkratryggingakort, ganga málin auðveldlega í gegn. En þegar um ótryggða einstaklinga er að ræða þá krefst flugfélagið fyrir fram tryggingu á greiðslu. Ein af þeim læknum á landsbyggðinni sem vakið hafa máls á þessu vandamáli er Elín Freyja Hauksdóttir, hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn. „Þegar verða slys úti á landi þá getur tekið marga klukkutíma að fá leyfi til að flytja manneskju. Ef viðkomandi er ekki tryggður getur komið upp sú staða að viðkomandi heilbrigðisstofnun þurfi að greiða þessa einu milljón sem sjúkraflugið kostar,“ segir Elín. Elín segir að ekki hafi komið til þess að stofnanir neiti að greiða fyrir flug og það verði ekki þannig í framtíðinni. Málið snúist um þessa töf sem getur orðið og einnig fjárhagslegt bolmagn stofnana sem verða að horfa í hverja krónu. Frá Höfn fara nú um 70 sjúkraflug á hverju ári og alvarlegum slysum og hópslysum hefur fjölgað. Staður eins og Höfn fær samt áfram fjármagn fyrir þá tvö þúsund íbúa sem eru þar skráðir en ekki þær tugþúsundir sem heimsækja Jökulsárlón og aðra ferðamannastaði í nágrenninu. Ekki náðist í heilbrigðisráðherra fyrir vinnslu þessarar fréttar. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Læknar á landsbyggðinni eru ósáttir við hvernig tryggingamálum vegna sjúkraflugs er háttað. Hafa kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu tekið undir með þeim. Engin formleg kvörtun hefur verið send til stjórnvalda en læknar ræða nú sín á milli hvernig þessi mál eru leyst víðs vegar um land. Hingað til hefur lítið verið rætt um þetta vandamál en fjölgun erlendra ferðamanna hefur gert umræðuefnið aðkallandi. Fyrir skemmstu kom upp mál á landsbyggðinni þar sem óvíst var með tryggingar hjá meðvitundarlausum manni frá Þýskalandi. Tafðist flug hans um tvo klukkutíma. Mál eins og þessi geta orðið enn óljósari þegar um er að ræða ferðamenn frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan árið 2006 með samningi við heilbrigðisráðuneytið. Þegar einstaklingur er sjúkratryggður, eins og allir landsmenn og útlendingar með evrópskt sjúkratryggingakort, ganga málin auðveldlega í gegn. En þegar um ótryggða einstaklinga er að ræða þá krefst flugfélagið fyrir fram tryggingu á greiðslu. Ein af þeim læknum á landsbyggðinni sem vakið hafa máls á þessu vandamáli er Elín Freyja Hauksdóttir, hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn. „Þegar verða slys úti á landi þá getur tekið marga klukkutíma að fá leyfi til að flytja manneskju. Ef viðkomandi er ekki tryggður getur komið upp sú staða að viðkomandi heilbrigðisstofnun þurfi að greiða þessa einu milljón sem sjúkraflugið kostar,“ segir Elín. Elín segir að ekki hafi komið til þess að stofnanir neiti að greiða fyrir flug og það verði ekki þannig í framtíðinni. Málið snúist um þessa töf sem getur orðið og einnig fjárhagslegt bolmagn stofnana sem verða að horfa í hverja krónu. Frá Höfn fara nú um 70 sjúkraflug á hverju ári og alvarlegum slysum og hópslysum hefur fjölgað. Staður eins og Höfn fær samt áfram fjármagn fyrir þá tvö þúsund íbúa sem eru þar skráðir en ekki þær tugþúsundir sem heimsækja Jökulsárlón og aðra ferðamannastaði í nágrenninu. Ekki náðist í heilbrigðisráðherra fyrir vinnslu þessarar fréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira