Yfirdráttur Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. júlí 2019 07:00 Við erum komin á yfirdrátt. Íbúar jarðarinnar hafa nú notað allar þær auðlindir sem jörðin getur endurnýjað á árinu. Þessi dagur sem er kallaður „Yfirdráttardagur jarðar“ rann upp í gær, 29. júlí og hefur aldrei verið fyrr á ferðinni. Þetta þýðir að síðustu 156 daga ársins munum við ganga á höfuðstól auðlinda jarðarinnar. Þessi dagur hefur verið að færast framar og framar á undanförnum árum. Fyrir tíu árum rann þessi dagur upp 18. ágúst og fyrir tuttugu árum var það 29. september. Það eru ekki nema um 50 ár síðan auðlindanotkunin var í jafnvægi. Þá dugðu þær auðlindir sem jörðin endurnýjar á ári en í dag þyrftum við 1,75 jörð. Íbúar jarðarinnar eru í dag um 7,7 milljarðar en voru um 3,7 milljarðar árið 1970. Þessi gífurlega fólksfjölgun skiptir hér auðvitað máli. Á móti gefur framþróun í tækni og vísindum það kleift að nýta auðlindirnar betur en þar liggja miklar áskoranir. En það þarf fleira til. Sökin á þessum vanda liggur fyrst og fremst hjá þróuðum ríkjum Vesturlanda. Þar er neyslan með þeim hætti að ef allir jarðarbúar hegðuðu sér eins og íbúar þar, þyrfti margar jarðir til að jafna út auðlindanotkunina. Alþjóðlegu samtökin Global Footprint Network sem reikna út yfirdráttardaginn og vistspor jarðarbúa hafa sett fram metnaðarfull markmið um að færa þennan dag fimm dögum aftar á hverju ári. Þannig yrði jafnvægi náð árið 2050. Samtökin benda á að mikil tækifæri séu til staðar. Til dæmis myndi helmings samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis í heiminum færa yfirdráttardaginn aftur um 93 daga. Einnig eru sóknarfæri á sviði borgarskipulags, framleiðslu og neyslu matvæla og bættrar umgengni um auðlindir jarðar. Þær raddir heyrast oft að við Íslendingar séum svo fáir að í stóra samhenginu skipti það litlu máli þótt vistspor okkar sé stórt, jafnvel það stærsta í heimi miðað við höfðatölu. Þetta er hættulegt viðhorf og ber vott um hroka og yfirlæti. Við státum okkur líka gjarnan af því að búa yfir hreinni orku og því séum við að standa okkur svo vel. Staðreyndin er hins vegar sú að miðað við þau forréttindi sem við búum við frá náttúrunnar hendi þegar kemur að endurnýjanlegri orku þá ættum við að standa okkur miklu betur. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að einungis um fimm prósent bílaflota landsmanna séu hreinorkubílar. Það vita það allir að yfirdráttarlán eru í eðli sínu óskynsamleg. Þau eru líka skammtímalausn því það kemur alltaf að skuldadögum. Það sama gildir í tilviki jarðarinnar. Engin ein lausn sem við getum gripið til gegn umhverfisvanda heimsins mun duga til að leysa hann. En allt sem við gerum skiptir máli. Jafnvel þótt við séum bara Íslendingar. Það á enn jafn vel við og það gerði fyrir rúmum 20 árum, slagorðið sem hékk uppi í gamla menntaskólanum mínum: „Think globally, act locally.“ Hugsum á heimsvísu en bregðumst við heima fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum komin á yfirdrátt. Íbúar jarðarinnar hafa nú notað allar þær auðlindir sem jörðin getur endurnýjað á árinu. Þessi dagur sem er kallaður „Yfirdráttardagur jarðar“ rann upp í gær, 29. júlí og hefur aldrei verið fyrr á ferðinni. Þetta þýðir að síðustu 156 daga ársins munum við ganga á höfuðstól auðlinda jarðarinnar. Þessi dagur hefur verið að færast framar og framar á undanförnum árum. Fyrir tíu árum rann þessi dagur upp 18. ágúst og fyrir tuttugu árum var það 29. september. Það eru ekki nema um 50 ár síðan auðlindanotkunin var í jafnvægi. Þá dugðu þær auðlindir sem jörðin endurnýjar á ári en í dag þyrftum við 1,75 jörð. Íbúar jarðarinnar eru í dag um 7,7 milljarðar en voru um 3,7 milljarðar árið 1970. Þessi gífurlega fólksfjölgun skiptir hér auðvitað máli. Á móti gefur framþróun í tækni og vísindum það kleift að nýta auðlindirnar betur en þar liggja miklar áskoranir. En það þarf fleira til. Sökin á þessum vanda liggur fyrst og fremst hjá þróuðum ríkjum Vesturlanda. Þar er neyslan með þeim hætti að ef allir jarðarbúar hegðuðu sér eins og íbúar þar, þyrfti margar jarðir til að jafna út auðlindanotkunina. Alþjóðlegu samtökin Global Footprint Network sem reikna út yfirdráttardaginn og vistspor jarðarbúa hafa sett fram metnaðarfull markmið um að færa þennan dag fimm dögum aftar á hverju ári. Þannig yrði jafnvægi náð árið 2050. Samtökin benda á að mikil tækifæri séu til staðar. Til dæmis myndi helmings samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis í heiminum færa yfirdráttardaginn aftur um 93 daga. Einnig eru sóknarfæri á sviði borgarskipulags, framleiðslu og neyslu matvæla og bættrar umgengni um auðlindir jarðar. Þær raddir heyrast oft að við Íslendingar séum svo fáir að í stóra samhenginu skipti það litlu máli þótt vistspor okkar sé stórt, jafnvel það stærsta í heimi miðað við höfðatölu. Þetta er hættulegt viðhorf og ber vott um hroka og yfirlæti. Við státum okkur líka gjarnan af því að búa yfir hreinni orku og því séum við að standa okkur svo vel. Staðreyndin er hins vegar sú að miðað við þau forréttindi sem við búum við frá náttúrunnar hendi þegar kemur að endurnýjanlegri orku þá ættum við að standa okkur miklu betur. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að einungis um fimm prósent bílaflota landsmanna séu hreinorkubílar. Það vita það allir að yfirdráttarlán eru í eðli sínu óskynsamleg. Þau eru líka skammtímalausn því það kemur alltaf að skuldadögum. Það sama gildir í tilviki jarðarinnar. Engin ein lausn sem við getum gripið til gegn umhverfisvanda heimsins mun duga til að leysa hann. En allt sem við gerum skiptir máli. Jafnvel þótt við séum bara Íslendingar. Það á enn jafn vel við og það gerði fyrir rúmum 20 árum, slagorðið sem hékk uppi í gamla menntaskólanum mínum: „Think globally, act locally.“ Hugsum á heimsvísu en bregðumst við heima fyrir.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar