Kröfur í þrotabú WOW air nema 138 milljörðum króna að á vef Fréttablaðsins sem hefur kröfulýsingarskrá búsins undir höndum. Viðskiptablaðið hefur einnig skrána undir höndum en á þar segir að 5.964 einstaklingar og lögaðilar hafi lýst kröfu í þrotabúið en stærsti kröfuhafinn er CIT Aerospace International sem gerði 52,8 milljarða króna kröfu í búið.
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 um liðna helgi að fyrrverandi starfsmenn WOW air hefðu gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á fjórða milljarða króna en kröfulýsingarfrestur rann út á miðnætti 3. ágúst síðastliðinn.
Þúsundir krafna voru gerðar í þrotabúið en þeirra á meðal eru forgangskröfur frá næstum 900 starfsmönnum WOW air, sem telja sig eiga inni ógreidd laun og uppsagnarfrest, auk ógreidds orlofs og lífeyrissjóðsiðgjalda.
Fréttastofa setti sig í samband við fjögur stærstu stéttarfélög starfsmanna WOW sem öll gerðu kröfur í búið fyrir hönd sinna félagsmanna. Flugfreyjufélag Íslands gerði flestar launakröfur en íslenska flugmannafélagið gerði hæstu kröfur.
