Forsætisráðherra krefst þess að Salvini réttlæti stjórnarslit Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 14:06 Ítalski forsætisráðherrann hélt blaðamannafund í Rómarborg í gærkvöldi þar sem hann kallaði eftir því að innanríkisráðherrann myndi réttlæta ákvörðun sína gagnvart ítölsku þjóðinni. Vísir/ap Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn. Þetta segir Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sem segir að þrátt fyrir að honum hafi verið kunnugt um að brestir væru í ríkisstjórnarsamstarfinu hafi stjórnarslitin komið eins og þruma af heiðum himni. Í yfirlýsingu sem Conte sendi frá sér í gærkvöldi var hann afar gagnrýninn á ákvörðun Salvinis sem hann telur að hafi verið tekin að óathuguðu máli. Í síðustu kosningum hafi ítalska þjóðin látið í ljós áhuga á breytingum og hún hafi kosið Norðurbandalagið og Fimmstjörnuhreyfinguna í góðri trú. Salvini, sem gegnir bæði embætti varaforsætisráðherra og innanríkisráðherra, greindi ítölsku þjóðinni frá því í gær að hann hygðist segja sig frá Fimmstjörnuhreyfingunni eftir að þingmenn hennar greiddu atkvæði gegn háhraðalínu á milli Lyon í Frakklandi og Tórínó á Norður-Ítalíu.Matteo Salvini, formaður Norðurbandalagsins, ætlar að nýta sér þá fylgisaukningu sem hefur mælst undanfarna mánuði í könnunum.Vísir/apFimmstjörnuhreyfingin hafði áhyggjur af umhverfisáhrifum sem kunna að hljótast af framkvæmdinni en bora þarf gögn í gegnum Alpana til að háhraðalínan geti orðið að veruleika. Þá telur hreyfingin framkvæmdina vera bruðl með almannafé og hefur efasemdir gagnvart Evrópusambandinu sem hyggst greiða 40% kostnaðarins. Salvini sagði að mælirinn væri fullur. Nóg væri komið af „nei-um“ frá samstarfsflokki sínum. Ríkisstjórnarsamstarfið væri orðið svo slæmt að hann sæi ekki fram á að hægt væri að laga það. Ríkisstjórnin væri með öllu óstarfhæf. Áður en flokkarnir tveir skrifuðu undir stjórnarsáttmála fyrir um ári síðan ríkti margra mánaða stjórnmálakreppa í landinu. Norðurbandalagið er yst á hægri væng hins pólitíska litrófs og rekur harða stefnu gegn innflytjendum. Fimmstjörnuhreyfingin hefur fleiri þingsæti en Norðurbandalagið hefur aftur á móti mælst með meira fylgi undanfarna mánuði. Luigi di Maio, formaður Fimmstjörnuhreyfingarinnar, segir að flokkurinn sé tilbúinn í kosningar óttist ekki niðurstöðuna. Það muni koma í bakið á Salvini að hafa „blekkt þjóðina“. Ítalía Tengdar fréttir Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn. Þetta segir Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sem segir að þrátt fyrir að honum hafi verið kunnugt um að brestir væru í ríkisstjórnarsamstarfinu hafi stjórnarslitin komið eins og þruma af heiðum himni. Í yfirlýsingu sem Conte sendi frá sér í gærkvöldi var hann afar gagnrýninn á ákvörðun Salvinis sem hann telur að hafi verið tekin að óathuguðu máli. Í síðustu kosningum hafi ítalska þjóðin látið í ljós áhuga á breytingum og hún hafi kosið Norðurbandalagið og Fimmstjörnuhreyfinguna í góðri trú. Salvini, sem gegnir bæði embætti varaforsætisráðherra og innanríkisráðherra, greindi ítölsku þjóðinni frá því í gær að hann hygðist segja sig frá Fimmstjörnuhreyfingunni eftir að þingmenn hennar greiddu atkvæði gegn háhraðalínu á milli Lyon í Frakklandi og Tórínó á Norður-Ítalíu.Matteo Salvini, formaður Norðurbandalagsins, ætlar að nýta sér þá fylgisaukningu sem hefur mælst undanfarna mánuði í könnunum.Vísir/apFimmstjörnuhreyfingin hafði áhyggjur af umhverfisáhrifum sem kunna að hljótast af framkvæmdinni en bora þarf gögn í gegnum Alpana til að háhraðalínan geti orðið að veruleika. Þá telur hreyfingin framkvæmdina vera bruðl með almannafé og hefur efasemdir gagnvart Evrópusambandinu sem hyggst greiða 40% kostnaðarins. Salvini sagði að mælirinn væri fullur. Nóg væri komið af „nei-um“ frá samstarfsflokki sínum. Ríkisstjórnarsamstarfið væri orðið svo slæmt að hann sæi ekki fram á að hægt væri að laga það. Ríkisstjórnin væri með öllu óstarfhæf. Áður en flokkarnir tveir skrifuðu undir stjórnarsáttmála fyrir um ári síðan ríkti margra mánaða stjórnmálakreppa í landinu. Norðurbandalagið er yst á hægri væng hins pólitíska litrófs og rekur harða stefnu gegn innflytjendum. Fimmstjörnuhreyfingin hefur fleiri þingsæti en Norðurbandalagið hefur aftur á móti mælst með meira fylgi undanfarna mánuði. Luigi di Maio, formaður Fimmstjörnuhreyfingarinnar, segir að flokkurinn sé tilbúinn í kosningar óttist ekki niðurstöðuna. Það muni koma í bakið á Salvini að hafa „blekkt þjóðina“.
Ítalía Tengdar fréttir Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25