Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2019 17:47 Fjölskylda fylgist með sprengingu í herstöð í Síberíu á mánudag. Annað mannskætt slys varð á vopnatilraunasvæði rússneska hersins í dag. AP/Dmitrí Dub Yfirvöld í rússnesku borginni Severodvinsk segja að bakgrunnsgeislun þar hafi aukist eftir að eldflaugarhreyfill sprakk á vopnatilraunasvæði í norðurhluta landsins í dag. Tveir eru sagðir hafa farist í sprengingunni og sex slasast til viðbótar. Loka hefur verið fyrir skipasiglingar á Hvítahafi vegna slyssins. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að eldflaugarhreyfill með fljótandi eldsneyti hafi sprungið og eldur hafi kviknað á skotsvæði í Nyonoksa í Arkhangelsk-héraði í norðvesturhluta landsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Það neitar því að hættuleg efni hafi losnað út í andrúmsloftið í sprengingunni. Það stangast á við fullyrðingar yfirvalda í Severodvinsk, sem er um þrjátíu kílómetra austur af svæðinu, um að bakgrunnsgeislun hafi tekið skammvinnan kipp um klukkan tólf að staðartíma í dag. Þau segja að geislunin sé aftur komin í eðlilegt horf, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Rússneskir fjölmiðlar greina frá því að sjóherinn noti svæðið þar sem sprengingin varð til að prófa skot- og stýriflaugar. Sprengingin er annað meiriháttar slysið hjá rússneska hernum í þessari viku. Einn lést og þrettán slösuðust þegar sprengingar urðu í vopnabúri í herstöð í Síberíu á mánudag. Rýma þurfti þorp í nágrenninu þar sem þúsundir manna búa vegna slyssins. Skipaumferð um Dvina-flóa í Hvítahafi hefur verið stöðvuð vegna slyssins. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um hversu stóru svæði sé lokað fyrir siglingum eða hvers vegna. Rússland Tengdar fréttir Vopnageymsla sprakk í Síberíu Þúsundir íbúa bæjarins Achinsk í Rússlandi hefur verið gert að yfirgefa heimili sín eftir nokkrar stórar sprengingar í vopnageymslu rússneska hersins sem er í nágrenni bæjarins. 5. ágúst 2019 22:20 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Yfirvöld í rússnesku borginni Severodvinsk segja að bakgrunnsgeislun þar hafi aukist eftir að eldflaugarhreyfill sprakk á vopnatilraunasvæði í norðurhluta landsins í dag. Tveir eru sagðir hafa farist í sprengingunni og sex slasast til viðbótar. Loka hefur verið fyrir skipasiglingar á Hvítahafi vegna slyssins. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að eldflaugarhreyfill með fljótandi eldsneyti hafi sprungið og eldur hafi kviknað á skotsvæði í Nyonoksa í Arkhangelsk-héraði í norðvesturhluta landsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Það neitar því að hættuleg efni hafi losnað út í andrúmsloftið í sprengingunni. Það stangast á við fullyrðingar yfirvalda í Severodvinsk, sem er um þrjátíu kílómetra austur af svæðinu, um að bakgrunnsgeislun hafi tekið skammvinnan kipp um klukkan tólf að staðartíma í dag. Þau segja að geislunin sé aftur komin í eðlilegt horf, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Rússneskir fjölmiðlar greina frá því að sjóherinn noti svæðið þar sem sprengingin varð til að prófa skot- og stýriflaugar. Sprengingin er annað meiriháttar slysið hjá rússneska hernum í þessari viku. Einn lést og þrettán slösuðust þegar sprengingar urðu í vopnabúri í herstöð í Síberíu á mánudag. Rýma þurfti þorp í nágrenninu þar sem þúsundir manna búa vegna slyssins. Skipaumferð um Dvina-flóa í Hvítahafi hefur verið stöðvuð vegna slyssins. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um hversu stóru svæði sé lokað fyrir siglingum eða hvers vegna.
Rússland Tengdar fréttir Vopnageymsla sprakk í Síberíu Þúsundir íbúa bæjarins Achinsk í Rússlandi hefur verið gert að yfirgefa heimili sín eftir nokkrar stórar sprengingar í vopnageymslu rússneska hersins sem er í nágrenni bæjarins. 5. ágúst 2019 22:20 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Vopnageymsla sprakk í Síberíu Þúsundir íbúa bæjarins Achinsk í Rússlandi hefur verið gert að yfirgefa heimili sín eftir nokkrar stórar sprengingar í vopnageymslu rússneska hersins sem er í nágrenni bæjarins. 5. ágúst 2019 22:20