Beitir sér fyrir því að jafnræði ríki með foreldrum þegar tengsl við börn eru skráð Elísabet Inga Sigurðardóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 8. ágúst 2019 20:00 Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að jafnræði ríki með foreldrum barna þegar foreldratengsl eru skráð en í dag getur barn ekki átt tvær mæður. Heilbrigðisráðherra segir málið mikilvægt enda um tímaskekkju að ræða. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að barn sem getið er með tæknifrjóvgun geti ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað eftir kyni en samkvæmt barnalögum er maður sem samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni faðir barns en staðan önnur þegar kona samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni. Hún er ekki skráð móðir heldur foreldri.María Rut og Ingileif eiga von á barni á næstu dögum. Aðeins önnur þeirra fær að vera skráð móðir barnsins.SKJÁSKOT ÚR FRÉTTÁrið 2017 flutti Svandís Svavarsdóttir, núverandi Heilbrigðisráðherra, þingályktunartillögu þar sem dómsmálaráðherra var falið að setja reglugerð um málið þar sem afnumin verði sú mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð. Tillagan var á sínum tíma samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. En hvar er málið statt núna? „Eftir því sem ég best veit er málið núna statt hjá dómsmálaráðherra. Mér finnst þetta mjög mikilvægt mál fyrir samkynja pör að þurfa ekki að fara krókaleiðir til þess að innsigla það sem er eðlilegt í því að búa til fjölskyldu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. „Ég hef óskað eftir því í mínu ráðuneyti að fá upplýsingar hvað stendur í vegi fyrir því að hið sama eigi við þegar um tvær mæður er að ræða því lögin gera ráð fyrir að þetta sé hægt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er tímaskekkja frá þeim tíma þegar engin sambönd voru viðurkennd nema gagnkynhneigð samönd og við erum komin inn í aðra öld og aðra tíma,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort hún muni beita sér fyrir því að þessu verði breytt segir hún „Já ég mun gera það,“ sagði Þórdís. Alþingi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Tengdar fréttir Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Staðan er önnur þegar maður samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni 7. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að jafnræði ríki með foreldrum barna þegar foreldratengsl eru skráð en í dag getur barn ekki átt tvær mæður. Heilbrigðisráðherra segir málið mikilvægt enda um tímaskekkju að ræða. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að barn sem getið er með tæknifrjóvgun geti ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað eftir kyni en samkvæmt barnalögum er maður sem samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni faðir barns en staðan önnur þegar kona samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni. Hún er ekki skráð móðir heldur foreldri.María Rut og Ingileif eiga von á barni á næstu dögum. Aðeins önnur þeirra fær að vera skráð móðir barnsins.SKJÁSKOT ÚR FRÉTTÁrið 2017 flutti Svandís Svavarsdóttir, núverandi Heilbrigðisráðherra, þingályktunartillögu þar sem dómsmálaráðherra var falið að setja reglugerð um málið þar sem afnumin verði sú mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð. Tillagan var á sínum tíma samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. En hvar er málið statt núna? „Eftir því sem ég best veit er málið núna statt hjá dómsmálaráðherra. Mér finnst þetta mjög mikilvægt mál fyrir samkynja pör að þurfa ekki að fara krókaleiðir til þess að innsigla það sem er eðlilegt í því að búa til fjölskyldu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. „Ég hef óskað eftir því í mínu ráðuneyti að fá upplýsingar hvað stendur í vegi fyrir því að hið sama eigi við þegar um tvær mæður er að ræða því lögin gera ráð fyrir að þetta sé hægt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er tímaskekkja frá þeim tíma þegar engin sambönd voru viðurkennd nema gagnkynhneigð samönd og við erum komin inn í aðra öld og aðra tíma,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort hún muni beita sér fyrir því að þessu verði breytt segir hún „Já ég mun gera það,“ sagði Þórdís.
Alþingi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Tengdar fréttir Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Staðan er önnur þegar maður samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni 7. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Staðan er önnur þegar maður samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni 7. ágúst 2019 19:30