Herskáir risamaurar væntanlegir til landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2019 10:50 Dinoponera-maur af undirtegundinni australis. Nú stendur til að flytja inn til landsins maura af tegundinni Dinoponera. Maurarnir munu halda til í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Almennt þykir kannski ekki í frásögur færandi að skordýr séu flutt hingað til lands en maurar af þessari tegund eru einhverjir þeir stærstu í heimi. Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og deildarstjóri í garðinum, segir maurana um margt frábrugðna þeim maurum sem hafa verið til sýnis í garðinum. Til að mynda séu þeir mun stærri en aðrar tegundir auk þess sem bú þeirra innihaldi fá einstaklinga, oft ekki nema nokkra tugi maura. Hann var til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þarna er ekki eins og hjá mörgum maurum einhverjar sérstakar stéttir. Heldur má segja að öll kvendýrin eigi í hatrammri valdabaráttu um að vera alfa-kvendýrið og stjórna búinu,“ segir Þorkell. Hann segir stærstu kvendýrin geta náð allt að fjögurra sentimetra lengd. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu-og húsdýragarðsins.Stöð 2/Sigurjón Ólason „Þetta hljómar ekki vel. Ég sá nú einhvers staðar talað um að þessir maura myndu síðan þramma um garðinn. Ég sá fyrir mér að þetta yrði svona varðsveit sem að myndi sjá um nætur- og öryggisgæslu í garðinum í framtíðinni, miðað við lýsinguna sem ég las. Það er ekki hugmyndin, heldur verða þeir í búri,“ segir Þorkell. Hann bendir einnig á að maurarnir komi frá hitabeltissvæði í Brasilíu og víðar í Suður-Ameríku. Þannig sé ekki nokkur möguleiki að maurarnir gætu á einhvern hátt lifað úti í náttúrunni við íslenskar aðstæður. Maurarnir geri „miklar kröfur“ um aðbúnað, til að mynda, hitastig, raka og fæðu. Aðspurður hvort maurarnir sem um ræðir séu vinnusamir eða „húðlatir silakeppir“ segir hann tegundina duglega. Hún sé þó frábrugðin mörgum öðrum maurategundum á þann hátt að allir einstaklingar í maurabúinu, nema kvendýrið sem ræður hverju sinni, safnar mat upp á eigin spýtur, fyrir sjálfan sig. Maurarnir éti skordýr, dauð eða lifandi, og ávexti. Innflutningsleyfi í höfn en óvissa um útflutningsleyfi Þorkell segir íslensk yfirvöld þegar hafa gefið leyfir fyrir innflutningi á maurunum. Nú sé verið að bíða eftir útflutningsleyfi frá Brasilíumönnum. Áður hafi slík leyfi verið auðfengin en ekkert sé þó víst í þeim efnum. „Eins og hefur komið fram í fréttum er kominn nýr forseti í Brasilíu og mér skilst að þar hafi orðið miklar breytingar í stjórnsýslunni. Þannig að maður hefur heyrt af því að það sé engin leið að vita hvernig það virkar,“ segir Þorkell. Hann segir að alla jafna sé sótt um að fá bú í heilu lagi frá São Paulo þar sem mikil skordýraræktun fer fram með það fyrir augum að senda til dýragarða og safna víðs vegar um heim. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan. Brasilía Dýr Reykjavík Reykjavík síðdegis Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Nú stendur til að flytja inn til landsins maura af tegundinni Dinoponera. Maurarnir munu halda til í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Almennt þykir kannski ekki í frásögur færandi að skordýr séu flutt hingað til lands en maurar af þessari tegund eru einhverjir þeir stærstu í heimi. Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og deildarstjóri í garðinum, segir maurana um margt frábrugðna þeim maurum sem hafa verið til sýnis í garðinum. Til að mynda séu þeir mun stærri en aðrar tegundir auk þess sem bú þeirra innihaldi fá einstaklinga, oft ekki nema nokkra tugi maura. Hann var til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þarna er ekki eins og hjá mörgum maurum einhverjar sérstakar stéttir. Heldur má segja að öll kvendýrin eigi í hatrammri valdabaráttu um að vera alfa-kvendýrið og stjórna búinu,“ segir Þorkell. Hann segir stærstu kvendýrin geta náð allt að fjögurra sentimetra lengd. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu-og húsdýragarðsins.Stöð 2/Sigurjón Ólason „Þetta hljómar ekki vel. Ég sá nú einhvers staðar talað um að þessir maura myndu síðan þramma um garðinn. Ég sá fyrir mér að þetta yrði svona varðsveit sem að myndi sjá um nætur- og öryggisgæslu í garðinum í framtíðinni, miðað við lýsinguna sem ég las. Það er ekki hugmyndin, heldur verða þeir í búri,“ segir Þorkell. Hann bendir einnig á að maurarnir komi frá hitabeltissvæði í Brasilíu og víðar í Suður-Ameríku. Þannig sé ekki nokkur möguleiki að maurarnir gætu á einhvern hátt lifað úti í náttúrunni við íslenskar aðstæður. Maurarnir geri „miklar kröfur“ um aðbúnað, til að mynda, hitastig, raka og fæðu. Aðspurður hvort maurarnir sem um ræðir séu vinnusamir eða „húðlatir silakeppir“ segir hann tegundina duglega. Hún sé þó frábrugðin mörgum öðrum maurategundum á þann hátt að allir einstaklingar í maurabúinu, nema kvendýrið sem ræður hverju sinni, safnar mat upp á eigin spýtur, fyrir sjálfan sig. Maurarnir éti skordýr, dauð eða lifandi, og ávexti. Innflutningsleyfi í höfn en óvissa um útflutningsleyfi Þorkell segir íslensk yfirvöld þegar hafa gefið leyfir fyrir innflutningi á maurunum. Nú sé verið að bíða eftir útflutningsleyfi frá Brasilíumönnum. Áður hafi slík leyfi verið auðfengin en ekkert sé þó víst í þeim efnum. „Eins og hefur komið fram í fréttum er kominn nýr forseti í Brasilíu og mér skilst að þar hafi orðið miklar breytingar í stjórnsýslunni. Þannig að maður hefur heyrt af því að það sé engin leið að vita hvernig það virkar,“ segir Þorkell. Hann segir að alla jafna sé sótt um að fá bú í heilu lagi frá São Paulo þar sem mikil skordýraræktun fer fram með það fyrir augum að senda til dýragarða og safna víðs vegar um heim. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan.
Brasilía Dýr Reykjavík Reykjavík síðdegis Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira