Methlutfall fyrstu kaupenda merki þess að auðveldara sé að safna fyrir íbúð en áður Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 10:16 27% íbúðakaupa bæði á höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörðum voru fyrstu kaup, 23% á Vesturlandi og 22% á Norðurlandi vestra. Vísir/vilhelm Fyrstu íbúðakaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðakaupum allt frá árinu 2009 en þá var hlutfallið um 7,5%. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir ágúst 2019. Hlutfall fyrstu kaupa af heildaríbúðakaupum mælist hæst á Austurlandi það sem af er þessu ári, eða um 32% af öllum íbúðakaupum í þeim landshluta. Um 31% allra íbúðakaupa á Suðurnesjum á fyrri helmingi þessa árs voru fyrstu kaup og 28% bæði á Suðurlandi og Norðurlandi eystra. 27% íbúðakaupa bæði á höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörðum voru fyrstu kaup, 23% á Vesturlandi og 22% á Norðurlandi vestra.Auðveldara að safna sér fyrir íbúð en áður Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að meiri sveiflur séu í þróun umrædds hlutfalls innan landsvæða eftir því sem færri kaupsamningar eru gerðir. Allir landshlutar eigi það sameiginlegt að hlutfall fyrstu kaupenda hafi farið vaxandi undanfarin ár, en á sama tíma hafi lítil breyting orðið á fjölda kaupsamninga. Þetta þykir gefa til kynna að nú sé auðveldara að safna fyrir íbúð en áður. „Áhugavert er að sjá að sú mikla hækkun húsnæðisverðs sem átt hefur sér stað á síðustu tíu árum hefur haft takmörkuð áhrif á fyrstu kaupendur. Svo virðist sem kaupmáttaraukning, lækkun vaxta og aðgerðir hins opinbera til stuðnings fyrstu kaupenda hafi vegið þyngra og orðið þess valdandi að hlutfall fyrstu kaupenda hafið hækkað nokkuð stöðugt frá árinu 2009,“ segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Heildarfjöldi kaupsamninga vegna íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman um 4% á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Mikill munur er á breytingunni eftir sveitarfélögum og landshlutum en kaupsamningunum fjölgaði um 30% á Vestfjörðum og tæplega 20% í Kópavogi. Samningum fækkaði hins vegar um 21% á Vesturlandi og 37% í Garðabæ. Hagkvæmast að leigja í Reykjavík Hlutfall langtímaleiguíbúða af heildarfjölda íbúða er 7,5% og hefur lækkað um nær þriðjung frá árinu 2015. Leigumarkaðurinn er virkastur á Suðurnesjum en óvirkastur á Vestfjörðum og Norðurlandi Vestra. Þá er óhagkvæmast að leigja á Vestfjörðum en hagkvæmast í Reykjavík, ef leiguverð er borið saman við kaupverð sams konar íbúða á sama svæði. Toppnum náð í framkvæmdum Dregið hefur úr innflutningi hráefna til byggingaframkvæmda auk þess sem erlendu starfsfólki í byggingariðnaði hefur fækkað töluvert frá síðasta ári. Í skýrslunni er dregin sú ályktun að að toppnum sé nú náð í íbúðaruppbyggingu í bili þó að starfsemin mælist enn mikil miðað við síðasta áratuginn. Samkvæmt niðurstöðum úttektar hagdeildar Íbúðalánasjóðs, byggðum á staðlaðri aðferðafræði, sem ber að taka með fyrirvara, virðist fasteigna- og leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafa færst nær jafnvægi á síðustu tveimur árum. Á árunum 2015-2017 gæti þó verið að markaðurinn hafi verið „fyrir ofan jafnvægi,“ líkt og segir í skýrslunni. Skýrslu Íbúðalánasjóðs má nálgast í heild hér. Húsnæðismál Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Fyrstu íbúðakaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðakaupum allt frá árinu 2009 en þá var hlutfallið um 7,5%. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir ágúst 2019. Hlutfall fyrstu kaupa af heildaríbúðakaupum mælist hæst á Austurlandi það sem af er þessu ári, eða um 32% af öllum íbúðakaupum í þeim landshluta. Um 31% allra íbúðakaupa á Suðurnesjum á fyrri helmingi þessa árs voru fyrstu kaup og 28% bæði á Suðurlandi og Norðurlandi eystra. 27% íbúðakaupa bæði á höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörðum voru fyrstu kaup, 23% á Vesturlandi og 22% á Norðurlandi vestra.Auðveldara að safna sér fyrir íbúð en áður Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að meiri sveiflur séu í þróun umrædds hlutfalls innan landsvæða eftir því sem færri kaupsamningar eru gerðir. Allir landshlutar eigi það sameiginlegt að hlutfall fyrstu kaupenda hafi farið vaxandi undanfarin ár, en á sama tíma hafi lítil breyting orðið á fjölda kaupsamninga. Þetta þykir gefa til kynna að nú sé auðveldara að safna fyrir íbúð en áður. „Áhugavert er að sjá að sú mikla hækkun húsnæðisverðs sem átt hefur sér stað á síðustu tíu árum hefur haft takmörkuð áhrif á fyrstu kaupendur. Svo virðist sem kaupmáttaraukning, lækkun vaxta og aðgerðir hins opinbera til stuðnings fyrstu kaupenda hafi vegið þyngra og orðið þess valdandi að hlutfall fyrstu kaupenda hafið hækkað nokkuð stöðugt frá árinu 2009,“ segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Heildarfjöldi kaupsamninga vegna íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman um 4% á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Mikill munur er á breytingunni eftir sveitarfélögum og landshlutum en kaupsamningunum fjölgaði um 30% á Vestfjörðum og tæplega 20% í Kópavogi. Samningum fækkaði hins vegar um 21% á Vesturlandi og 37% í Garðabæ. Hagkvæmast að leigja í Reykjavík Hlutfall langtímaleiguíbúða af heildarfjölda íbúða er 7,5% og hefur lækkað um nær þriðjung frá árinu 2015. Leigumarkaðurinn er virkastur á Suðurnesjum en óvirkastur á Vestfjörðum og Norðurlandi Vestra. Þá er óhagkvæmast að leigja á Vestfjörðum en hagkvæmast í Reykjavík, ef leiguverð er borið saman við kaupverð sams konar íbúða á sama svæði. Toppnum náð í framkvæmdum Dregið hefur úr innflutningi hráefna til byggingaframkvæmda auk þess sem erlendu starfsfólki í byggingariðnaði hefur fækkað töluvert frá síðasta ári. Í skýrslunni er dregin sú ályktun að að toppnum sé nú náð í íbúðaruppbyggingu í bili þó að starfsemin mælist enn mikil miðað við síðasta áratuginn. Samkvæmt niðurstöðum úttektar hagdeildar Íbúðalánasjóðs, byggðum á staðlaðri aðferðafræði, sem ber að taka með fyrirvara, virðist fasteigna- og leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafa færst nær jafnvægi á síðustu tveimur árum. Á árunum 2015-2017 gæti þó verið að markaðurinn hafi verið „fyrir ofan jafnvægi,“ líkt og segir í skýrslunni. Skýrslu Íbúðalánasjóðs má nálgast í heild hér.
Húsnæðismál Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira