Talið er að ensku meistararnir borgi 60 milljónir punda fyrir bakvörðinn en Danilo fer til Juventus í staðinn. Danilo skrifar undir fimm ára samning á Ítalíu.
BREAKING: Man City have signed full-back João Cancelo from Juventus for £26m plus Brazilian defender Danilo who heads in the opposite direction
— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 7, 2019
Cancelo gekk í raðir Juventus frá Valencia síðasta sumar en Juventus borgaði þá 35 milljónir punda fyrir hann. Árið þar á undan var hann á láni hjá Inter Milan.
Cancelo er mjög fjölhæfur leikmaður en hann getur leikið báðar bakvarðarstöðurnar auk þess sem hann er lunkinn framar á vellinum.
Hann var hluti af landsliðshóp Portúgals sem vann Þjóðadeildina í sumar þrátt fyrir að hafa ekki spilað eina einustu mínútu.
And there he is! pic.twitter.com/n9Ez13Rm7X
— Manchester City (@ManCity) August 7, 2019