Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2019 19:30 Barn sem getið er með tæknifrjóvgun getur ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað sé eftir kyni en þær eru þreyttar á því að vera stöðugt minntar á að þær séu ekki hluti af hinu gagnkynhneigða normi. María Rut og Ingileif gengu í hjónaband á síðasta ári. Í nóvember fóru þær í tæknisæðingu og er Ingileif ófrísk í dag. Hún er því skráð sem móðir barnsins er María Rut fær ekki sama titil í kerfinu. „Ef að ég væri ófrjór karlmaður og við hefðum farið í gegnum sama ferli, það er að segja keypt sæði annars staðar frá og getið barn þannig þá hefði ég sjálfkrafa verið skráður faðir barnsins í fyrsta lagi og hefði ekki þurft að fara í gegnum ákveðna pappírsvinnu sem þarf til þess að ég sé viðurkenndur foreldri. Alveg eins ef ég væri karlmaður og jafn lítið líffræðilega skyld þessu barni og hann þá er hann samt kallaður faðir en ekki foreldri,“ sagði María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í barnalögum kemur fram að maður sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni sé faðir barns. Staðan er önnur þegar um samkynja hjónaband er að ræða en þar fær kona sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni ekki að vera móðir barns, heldur foreldri. „En vegna þess að við erum tvær konur, þrátt fyrir það að barn fæðist í okkar hjúskap þá er María ekki með nein tryggð réttindi heldur þarf hún að sækja um þau og ég að samþykkja,“ sagði Ingileif Friðriksdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í kerfi fæðingarorlofssjóðs er María titluð faðir barnsins. Þær segja stöðuna leiðinlega. „Mörgum finnst þetta kannski rosa smámál og eitthvað sem maður ætti ekki að vera að væla yfir en þetta hefur áhrif á mann og minnir mann á að við erum ekki alveg komin þangaðí kerfinu okkar. Mér finnst þetta vera mismunun og eitthvað sem er auðvelt að laga. Ég veit að við búum í samfélagi sem vill vera opið og taka vel á móti fjölskyldum eins og okkur,“ sagði María Rut. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Barn sem getið er með tæknifrjóvgun getur ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað sé eftir kyni en þær eru þreyttar á því að vera stöðugt minntar á að þær séu ekki hluti af hinu gagnkynhneigða normi. María Rut og Ingileif gengu í hjónaband á síðasta ári. Í nóvember fóru þær í tæknisæðingu og er Ingileif ófrísk í dag. Hún er því skráð sem móðir barnsins er María Rut fær ekki sama titil í kerfinu. „Ef að ég væri ófrjór karlmaður og við hefðum farið í gegnum sama ferli, það er að segja keypt sæði annars staðar frá og getið barn þannig þá hefði ég sjálfkrafa verið skráður faðir barnsins í fyrsta lagi og hefði ekki þurft að fara í gegnum ákveðna pappírsvinnu sem þarf til þess að ég sé viðurkenndur foreldri. Alveg eins ef ég væri karlmaður og jafn lítið líffræðilega skyld þessu barni og hann þá er hann samt kallaður faðir en ekki foreldri,“ sagði María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í barnalögum kemur fram að maður sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni sé faðir barns. Staðan er önnur þegar um samkynja hjónaband er að ræða en þar fær kona sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni ekki að vera móðir barns, heldur foreldri. „En vegna þess að við erum tvær konur, þrátt fyrir það að barn fæðist í okkar hjúskap þá er María ekki með nein tryggð réttindi heldur þarf hún að sækja um þau og ég að samþykkja,“ sagði Ingileif Friðriksdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í kerfi fæðingarorlofssjóðs er María titluð faðir barnsins. Þær segja stöðuna leiðinlega. „Mörgum finnst þetta kannski rosa smámál og eitthvað sem maður ætti ekki að vera að væla yfir en þetta hefur áhrif á mann og minnir mann á að við erum ekki alveg komin þangaðí kerfinu okkar. Mér finnst þetta vera mismunun og eitthvað sem er auðvelt að laga. Ég veit að við búum í samfélagi sem vill vera opið og taka vel á móti fjölskyldum eins og okkur,“ sagði María Rut.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira