Besti leikmaður HM 2010 leggur skóna á hilluna Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2019 08:30 Forlán varð Englandsmeistari með Man Utd 2003 vísir/getty Úrugvæski markahrókurinn Diego Forlán hefur gefið út að hann sé hættur knattspyrnuiðkun og bindur þar með enda á 22 ára atvinnumannaferil sinn en Forlan varð fertugur í maí á þessu ári. Raunar hefur Forlán verið án félags síðan í maí á síðasta ári en þá hjálpaði hann Kitchee að verða meistari í Hong Kong. Hann tilkynnti hins vegar formlega um ákvörðun sína í gær. „Það er ekki auðvelt að taka þessa ákvörðun. Ég vildi ekki að til þess myndi koma en ég vissi að það kæmi að því,“ sagði Forlán. Forlán hóf atvinnumannaferil sinn með Independiente í Argentínu þar sem hann raðaði inn mörkum í kringum aldamótin sem varð þess valdandi að hann var keyptur til Manchester United. tanto dentro como fuera de la cancha, un sueño haber jugado con uno de mis ÍDOLOS. Serás siempre una LEYENDA en Uruguay. MUCHO ÉXITO EN TUS NUEVOS DESAFÍOS, AMIGO @DiegoForlan7#orgullouruguayo#leyendauruguaya#amigogoleadorpic.twitter.com/1bkGGoKG62 — Luis Suarez (@LuisSuarez9) August 7, 2019Forlán gekk illa að fóta sig í enska boltanum og skoraði aðeins 17 mörk í 98 leikjum fyrir Man Utd. Hann var í kjölfarið seldur til Villarreal á Spáni þar sem hann var iðinn við kolann í markaskorun en hann færði sig um set til Atletico Madrid eftir þrjú góð ár hjá Villarreal. Alls skoraði Forlán 155 mörk í 324 leikjum á spænskri grundu og hjálpaði Atletico að vinna Evrópudeildina 2010. Forlán fór á flakk eftir sjö ár í La Liga og lék með Inter Milan, Internacional, Cerezo Osaka, Penarol, Mumbay City og Kitchee áður en skórnir fóru á hilluna. Hann átti góðan feril með landsliðinu og er þriðji markahæsti leikmaður Úrugvæ frá upphafi með 36 mörk í 112 landsleikjum. Forlán var valinn besti leikmaður HM í Suður-Afríku árið 2010 en þá var hann í lykilhlutverki hjá Úrugvæ sem hafnaði i 4.sæti keppninnar.Uruguayan legend Diego Forlan has retired from footballHe beat Wesley Sneijder and Thomas Muller to win the Golden Ball at the 2010 World Cup pic.twitter.com/hMBMv2DiKU— B/R Football (@brfootball) August 7, 2019 Fótbolti Úrúgvæ Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Úrugvæski markahrókurinn Diego Forlán hefur gefið út að hann sé hættur knattspyrnuiðkun og bindur þar með enda á 22 ára atvinnumannaferil sinn en Forlan varð fertugur í maí á þessu ári. Raunar hefur Forlán verið án félags síðan í maí á síðasta ári en þá hjálpaði hann Kitchee að verða meistari í Hong Kong. Hann tilkynnti hins vegar formlega um ákvörðun sína í gær. „Það er ekki auðvelt að taka þessa ákvörðun. Ég vildi ekki að til þess myndi koma en ég vissi að það kæmi að því,“ sagði Forlán. Forlán hóf atvinnumannaferil sinn með Independiente í Argentínu þar sem hann raðaði inn mörkum í kringum aldamótin sem varð þess valdandi að hann var keyptur til Manchester United. tanto dentro como fuera de la cancha, un sueño haber jugado con uno de mis ÍDOLOS. Serás siempre una LEYENDA en Uruguay. MUCHO ÉXITO EN TUS NUEVOS DESAFÍOS, AMIGO @DiegoForlan7#orgullouruguayo#leyendauruguaya#amigogoleadorpic.twitter.com/1bkGGoKG62 — Luis Suarez (@LuisSuarez9) August 7, 2019Forlán gekk illa að fóta sig í enska boltanum og skoraði aðeins 17 mörk í 98 leikjum fyrir Man Utd. Hann var í kjölfarið seldur til Villarreal á Spáni þar sem hann var iðinn við kolann í markaskorun en hann færði sig um set til Atletico Madrid eftir þrjú góð ár hjá Villarreal. Alls skoraði Forlán 155 mörk í 324 leikjum á spænskri grundu og hjálpaði Atletico að vinna Evrópudeildina 2010. Forlán fór á flakk eftir sjö ár í La Liga og lék með Inter Milan, Internacional, Cerezo Osaka, Penarol, Mumbay City og Kitchee áður en skórnir fóru á hilluna. Hann átti góðan feril með landsliðinu og er þriðji markahæsti leikmaður Úrugvæ frá upphafi með 36 mörk í 112 landsleikjum. Forlán var valinn besti leikmaður HM í Suður-Afríku árið 2010 en þá var hann í lykilhlutverki hjá Úrugvæ sem hafnaði i 4.sæti keppninnar.Uruguayan legend Diego Forlan has retired from footballHe beat Wesley Sneijder and Thomas Muller to win the Golden Ball at the 2010 World Cup pic.twitter.com/hMBMv2DiKU— B/R Football (@brfootball) August 7, 2019
Fótbolti Úrúgvæ Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira