Tekur þátt í stærstu sviðslistahátíð heims Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 7. ágúst 2019 08:30 Hún segir sýningarnar hafa gengið einstaklega vel hingað til, fyrir utan eina, þar sem einungis þrír gestir mættu. Snjólaug Lúðvíksdóttir hefur verið uppistandari í sex ár og er um þessar mundir stödd í Edinborg í Skotlandi. Þar fer nú fram ein stærsta grín og sviðslistahátíð í heimi, Edinburgh Festival Fringe. Í borginni býr um hálf milljón en talið er að íbúafjöldinn fari upp í rúma milljón á meðan á hátíðinni stendur. „Ég er smá að hoppa í djúpu laugina hérna í Edinborg. Ég er að sýna frumraun í uppistandi á eigin vegum hérna á Fringe Festival. Það er þá í fyrsta sinn sem uppistandari heldur uppi sinni eigin sýningu sem er 50 mínútur eða lengri,“ segir Snjólaug. Sýningin heitir Let it snow. „Ég komst inn hjá rosalega flottu fyrirtæki sem heitir Gilded Balloon og er eiginlega langstærsta svona grínbatteríið hérna í Skotlandi. Þau sjá svolítið um mig hérna úti og ég var mjög glöð að komast í samstarf með þeim.“ Sýning Snjólaugar er klukkan 20.30 að kvöldi, nánast hvern einasta dag hátíðarinnar, sem stendur í tæpan mánuð. „Þetta eru sem sagt 24 sýningar á 26 dögum. Þetta er frekar mikið og getur verið mjög stressandi. Þó að ég sé bara klukkutíma á sviði þá kemst eiginlega ekkert annað að, þetta tekur alveg yfir allt. En það er búið að ganga vel. Ég er núna búin með sex eða sjö sýningar og bara ein af þeim gekk illa, eða það voru bara þrjár manneskjur í salnum,“ segir Snjólaug og bætir svo við: „Ég held reyndar að það sé eitthvað sem allir uppistandarar hérna þurfi að ganga í gegnum. Nokkurs konar manndómsvígsla inn í uppistandarasamfélagið.“ Snjólaug komst á skrá hjá Gilded Balloon með því að sækja um og senda þeim myndband. „Þau velja alls ekki alla sem senda inn myndband, þannig að ég var mjög ánægð með þetta.“ Fyrirtækið er eitt af fjórum stórum umboðsskrifstofum í Edinborg sem sjá að mestu um Fringe-hátíðina, en hún fer fram árlega í ágúst. „Þetta er bara almenn sviðslista- og grínhátíð. Það eru líka leikrit og improv ásamt uppistandinu, sem er þó stærsti hluti hátíðarinnar. Þetta er ein stærsta grínhátíð í heimi. Hingað koma ekki bara þeir sem eru að koma fram því það mætir líka mikið af bransaliði. Það eru bara allir hérna,“ segir Snjólaug. Hún segir þetta vera skemmtilega lífsreynslu þó að þetta sé líka algjör ringulreið. „Ég elska að vera hérna. Ég hef farið á einhverjar hliðarsýningar og komst að á Late'n'Live, sem er ein stærsta og elsta miðnætursýningin á hátíðinni. Þar kom ég fram með tíu mínútna sett og eftir sýninguna dreifir maður svo miðum um eigin sýningu til þeirra sem hafa áhuga.“ Snjólaug hefur hingað til komið mest fram með styttri uppistönd og þá á kvöldum ásamt uppistöndurum á borð við Bylgju Babýlons og Hugleik Dagsson. „Mig langar mikið að sýna Let it snow heima, þá á íslensku. Ég er þó ekki alveg búin að ákveða það. Svo er ég líka stundum á Secret cellar, ég æfði mig þar fyrir Fringe í alveg tvo mánuði.“ Hún hefur í nógu að snúast á næstunni og er vinsæll veislustjóri. „Svo er ég bókuð á mjög flotta tónlistarhátíð sem heitir End of the road. Þar kem ég fram með stórum nöfnum á borð við David O’Doherty, Fern Brady, Jamali Maddix. Ég held þangað um leið og Fringe lýkur,“ segir Snjólaug. Birtist í Fréttablaðinu Skotland Uppistand Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Snjólaug Lúðvíksdóttir hefur verið uppistandari í sex ár og er um þessar mundir stödd í Edinborg í Skotlandi. Þar fer nú fram ein stærsta grín og sviðslistahátíð í heimi, Edinburgh Festival Fringe. Í borginni býr um hálf milljón en talið er að íbúafjöldinn fari upp í rúma milljón á meðan á hátíðinni stendur. „Ég er smá að hoppa í djúpu laugina hérna í Edinborg. Ég er að sýna frumraun í uppistandi á eigin vegum hérna á Fringe Festival. Það er þá í fyrsta sinn sem uppistandari heldur uppi sinni eigin sýningu sem er 50 mínútur eða lengri,“ segir Snjólaug. Sýningin heitir Let it snow. „Ég komst inn hjá rosalega flottu fyrirtæki sem heitir Gilded Balloon og er eiginlega langstærsta svona grínbatteríið hérna í Skotlandi. Þau sjá svolítið um mig hérna úti og ég var mjög glöð að komast í samstarf með þeim.“ Sýning Snjólaugar er klukkan 20.30 að kvöldi, nánast hvern einasta dag hátíðarinnar, sem stendur í tæpan mánuð. „Þetta eru sem sagt 24 sýningar á 26 dögum. Þetta er frekar mikið og getur verið mjög stressandi. Þó að ég sé bara klukkutíma á sviði þá kemst eiginlega ekkert annað að, þetta tekur alveg yfir allt. En það er búið að ganga vel. Ég er núna búin með sex eða sjö sýningar og bara ein af þeim gekk illa, eða það voru bara þrjár manneskjur í salnum,“ segir Snjólaug og bætir svo við: „Ég held reyndar að það sé eitthvað sem allir uppistandarar hérna þurfi að ganga í gegnum. Nokkurs konar manndómsvígsla inn í uppistandarasamfélagið.“ Snjólaug komst á skrá hjá Gilded Balloon með því að sækja um og senda þeim myndband. „Þau velja alls ekki alla sem senda inn myndband, þannig að ég var mjög ánægð með þetta.“ Fyrirtækið er eitt af fjórum stórum umboðsskrifstofum í Edinborg sem sjá að mestu um Fringe-hátíðina, en hún fer fram árlega í ágúst. „Þetta er bara almenn sviðslista- og grínhátíð. Það eru líka leikrit og improv ásamt uppistandinu, sem er þó stærsti hluti hátíðarinnar. Þetta er ein stærsta grínhátíð í heimi. Hingað koma ekki bara þeir sem eru að koma fram því það mætir líka mikið af bransaliði. Það eru bara allir hérna,“ segir Snjólaug. Hún segir þetta vera skemmtilega lífsreynslu þó að þetta sé líka algjör ringulreið. „Ég elska að vera hérna. Ég hef farið á einhverjar hliðarsýningar og komst að á Late'n'Live, sem er ein stærsta og elsta miðnætursýningin á hátíðinni. Þar kom ég fram með tíu mínútna sett og eftir sýninguna dreifir maður svo miðum um eigin sýningu til þeirra sem hafa áhuga.“ Snjólaug hefur hingað til komið mest fram með styttri uppistönd og þá á kvöldum ásamt uppistöndurum á borð við Bylgju Babýlons og Hugleik Dagsson. „Mig langar mikið að sýna Let it snow heima, þá á íslensku. Ég er þó ekki alveg búin að ákveða það. Svo er ég líka stundum á Secret cellar, ég æfði mig þar fyrir Fringe í alveg tvo mánuði.“ Hún hefur í nógu að snúast á næstunni og er vinsæll veislustjóri. „Svo er ég bókuð á mjög flotta tónlistarhátíð sem heitir End of the road. Þar kem ég fram með stórum nöfnum á borð við David O’Doherty, Fern Brady, Jamali Maddix. Ég held þangað um leið og Fringe lýkur,“ segir Snjólaug.
Birtist í Fréttablaðinu Skotland Uppistand Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira