Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2019 18:44 Fjöldi manns hefur verið handtekinn á mótmælum í Moskvu undanfarnar tvær helgar. Yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir þeim. Vísir/EPA Rússneskir saksóknarar krefjast þess nú að par verði svipt forræði yfir eins árs gömlum syni sínum vegna þess að þau voru viðstödd mótmæli sem yfirvöld gáfu ekki leyfi fyrir. Saka þeir fólkið um að hafa stefnt barninu í hættu með því að láta vin þeirra halda á því. Dmitrí og Olga Prokazov segjast aðeins hafa átt leið hjá mótmælum stjórnarandstæðinga fyrir frjálsum kosningum í Moskvu 27. júlí. Þau hafi haft samúð með málstað mótmælendanna sem krefjast þess að frambjóðendum stjórnarandstöðunnar verði leyft að bjóða sig fram til borgastjórnar í haust. Á annað þúsund manns voru handteknir á mótmælunum. Prokazov-hjónin segja að þau hafi á einhverjum tímapunkti leyft frænda Olgu að halda á dregnum þeirra. Það telja saksóknararnir tilefni til að svipta þau forræði yfir drengnum. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC halda þeir því fram að lífi og öryggi drengsins hafi verið stefnt í voða. Foreldrarnir hafi „hagnýtt“ sér son sinn og misnotað réttindi sín sem foreldrar. „Það hvarflaði ekki einu sinni að mér að við værum að gera nokkuð sem kæmist nálægt því að vera rangt,“ segir Dmitrí. Saksóknararnir segja að rannsókn standi yfir á fleiri foreldrum sem tóku börn sín með á mótmæli síðustu tveggja helga. Umboðsmaður barna í Moskvu segir óásættanlegt að saksóknarar noti börn til að kúga fólk í pólitísku samhengi. Mikaíl Fedotov, formaður mannréttindaráðs Rússlands, segir ennfremur að fordæmið sem sett yrði með málinu gegn Prokazov-hjónunum gæti reynst höfuðverkur fyrir foreldra sem láta barnapíur, afa og ömmur eða aðra gæta barna sinna. Rússland Tengdar fréttir Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Rússneskir saksóknarar krefjast þess nú að par verði svipt forræði yfir eins árs gömlum syni sínum vegna þess að þau voru viðstödd mótmæli sem yfirvöld gáfu ekki leyfi fyrir. Saka þeir fólkið um að hafa stefnt barninu í hættu með því að láta vin þeirra halda á því. Dmitrí og Olga Prokazov segjast aðeins hafa átt leið hjá mótmælum stjórnarandstæðinga fyrir frjálsum kosningum í Moskvu 27. júlí. Þau hafi haft samúð með málstað mótmælendanna sem krefjast þess að frambjóðendum stjórnarandstöðunnar verði leyft að bjóða sig fram til borgastjórnar í haust. Á annað þúsund manns voru handteknir á mótmælunum. Prokazov-hjónin segja að þau hafi á einhverjum tímapunkti leyft frænda Olgu að halda á dregnum þeirra. Það telja saksóknararnir tilefni til að svipta þau forræði yfir drengnum. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC halda þeir því fram að lífi og öryggi drengsins hafi verið stefnt í voða. Foreldrarnir hafi „hagnýtt“ sér son sinn og misnotað réttindi sín sem foreldrar. „Það hvarflaði ekki einu sinni að mér að við værum að gera nokkuð sem kæmist nálægt því að vera rangt,“ segir Dmitrí. Saksóknararnir segja að rannsókn standi yfir á fleiri foreldrum sem tóku börn sín með á mótmæli síðustu tveggja helga. Umboðsmaður barna í Moskvu segir óásættanlegt að saksóknarar noti börn til að kúga fólk í pólitísku samhengi. Mikaíl Fedotov, formaður mannréttindaráðs Rússlands, segir ennfremur að fordæmið sem sett yrði með málinu gegn Prokazov-hjónunum gæti reynst höfuðverkur fyrir foreldra sem láta barnapíur, afa og ömmur eða aðra gæta barna sinna.
Rússland Tengdar fréttir Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23
Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21
Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51