„Yfirvöld koma fram við börnin eins og þau séu farangur en ekki manneskjur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 14:00 Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Elsta barnið er á fimmta ári. Talskona No Borders á Íslandi segir yfirvöld ekki koma fram við börnin eins og manneskjur heldur eins og þau séu farangur foreldrana.Við sögðum í fréttum í gær frá máli georgískrar fjölskyldu sem ætlar að kæra ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun á grundvelli þess að sonur þeirra hafi átt óslitna búsetu hér á landi frá fæðingu en í lögum um útlendinga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur hér eða hafi átt frá fæðingu óslitið heima hér. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá samtökunum No Borders segir að tvær aðrar fjölskyldur séu í nákvæmlega sömu stöðu. Hjón frá Senegal eigi tvö börn sem hafi fæðst hér á landi á árunum 2014 og hitt 2017 og svo fjölskylda frá Albaníu sem eigi dóttur sem hafi fæðst hér árið 2017.„Þess má helst geta að í þessum málum að yfirvöld og Útlendingastofnun koma fram við börn eins og þau séu farangur frekar en manneskjur. Það kemur t.d. berlega í ljós í tilfelli barnsins sem er fætt 2014 og er orðið fimm ára en samt á að vísa því úr landi,“ segir Elínborg. Elínborg segir að hjónin frá Senegal sé að kæra úrskurð Útlendingastofnunar til dómstóla og mál albönsku stúlkunnar fari fyrir Landsrétt en það sé gegn þjóðskrá sem hafi skráð börnin með svokallaða utangarðskennitölu. „Sem gerir þjóðskrá kleift að skrá þau ekki með búsetu hér sem Útlendingastofnun kleift að rökstyðja það að börnin hafi ekki átt óslitna búsetu hér þó þau hafi ekki farið neitt annað,“ segir Elínborg: Hún segir að þau málaferli byggi einnig á á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að það megi ekki mismuna börnum. „Mál þeirrar stúlku er á leið til Landsréttar en mögulega verður stúlkan farin úr landi þegar það verður tekið fyrir þar sem kærunefnd Útlendingamála sendi stúlkunni bréf fyrir nokkrum vikum að hún hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún ólögleg hér,“ segir Elínborg að lokum. Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Elsta barnið er á fimmta ári. Talskona No Borders á Íslandi segir yfirvöld ekki koma fram við börnin eins og manneskjur heldur eins og þau séu farangur foreldrana.Við sögðum í fréttum í gær frá máli georgískrar fjölskyldu sem ætlar að kæra ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun á grundvelli þess að sonur þeirra hafi átt óslitna búsetu hér á landi frá fæðingu en í lögum um útlendinga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur hér eða hafi átt frá fæðingu óslitið heima hér. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá samtökunum No Borders segir að tvær aðrar fjölskyldur séu í nákvæmlega sömu stöðu. Hjón frá Senegal eigi tvö börn sem hafi fæðst hér á landi á árunum 2014 og hitt 2017 og svo fjölskylda frá Albaníu sem eigi dóttur sem hafi fæðst hér árið 2017.„Þess má helst geta að í þessum málum að yfirvöld og Útlendingastofnun koma fram við börn eins og þau séu farangur frekar en manneskjur. Það kemur t.d. berlega í ljós í tilfelli barnsins sem er fætt 2014 og er orðið fimm ára en samt á að vísa því úr landi,“ segir Elínborg. Elínborg segir að hjónin frá Senegal sé að kæra úrskurð Útlendingastofnunar til dómstóla og mál albönsku stúlkunnar fari fyrir Landsrétt en það sé gegn þjóðskrá sem hafi skráð börnin með svokallaða utangarðskennitölu. „Sem gerir þjóðskrá kleift að skrá þau ekki með búsetu hér sem Útlendingastofnun kleift að rökstyðja það að börnin hafi ekki átt óslitna búsetu hér þó þau hafi ekki farið neitt annað,“ segir Elínborg: Hún segir að þau málaferli byggi einnig á á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að það megi ekki mismuna börnum. „Mál þeirrar stúlku er á leið til Landsréttar en mögulega verður stúlkan farin úr landi þegar það verður tekið fyrir þar sem kærunefnd Útlendingamála sendi stúlkunni bréf fyrir nokkrum vikum að hún hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún ólögleg hér,“ segir Elínborg að lokum.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30