Þessir voru valdir í lið áratugarins í NBA-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 16:45 Lið áratugarins 2010-2019. Samsett mynd/Twitter/@NBATV Áratugurinn 2010-2019 var gerður upp á dögunum hjá NBA-deildinni nú þegar styttist í það að 2019-20 tímabilið hefjist. NBA sjónvarpsstöðin valdi á dögunum lið áratugarins í NBA-deildinni en NBATV fékk nokkra valinkunna sérfræðinga til að velja sig þrjú úrvalslið fyrir árin 2010 til 2019. Valnefndin var mynduð að mönnum sem starfa hjá NBA.com og NBA TV og hafa það því að atvinnu sinni að framleiða efni um NBA körfuboltann. Í hverju liði voru tveir bakverðir og þrír framherjar eða miðherjar. LeBron James og Kevin Durant voru upp á sitt besta á þessum áratug, ferill Kobe Bryant og Dwyane Wade var að enda og ferlar manna eins og Anthony Davis og Giannis Antetokounmpo að byrja. Allt þetta þurfti valnefndarmeðlimir að meta og þeim tókst að setja saman þrjú úrvalslið, fyrsta, annað og þriðja. Í fyrsta úrvalsliðinu eru bakverðirnir Stephen Curry og James Harden og svo framherjarnir LeBron James, Kevin Durant og Kawhi Leonard.Presenting our panelists' picks for First Team All-Decade!https://t.co/w4mHtEFppkpic.twitter.com/ZoAG0Oa7fV — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 LeBron James og Kevin Durant voru kosnir í Stjörnuleik NBA öll tíu árin og þeir voru einnig valdir í úrvalslið NBA í öll skipti nema eitt þegar Durant var ekki valinn. Kevin Durant er með 28,0 stig, 7,4 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á áratugnum en LeBron James er með 26,9 stig, 7,7 fráköst og 7,6 stoðsendingar að meðaltali. Stephen Curry breytti NBA-deildinni á þessum árum með þriggja stiga skotum sínum og var tvisvar kosinn bestur en hann er með 23,5 stig í leik á áratugnum. James Harden fór úr því að vera besti sjötti maðurinn í að verða besti leikmaður deildarinnar og er með 24,3 stig í leik. Kawhi Leonard er með lökustu tölfræðin á þessum fimm en vann tvo titla með tveimur liðum þar sem hann var kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna í bæði skiptin. Hann var einnig valinn besti varnarmaðurinn tvisvar. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig hin tvö úrvalsliðin líta út. Í öðru úrvalsliðinu eru bakverðirnir Chris Paul og Russell Westbrook ásamt þeim Anthony Davis, Blake Griffin og Carmelo Anthony. Í þriðja úrvalsliðinu eru svo bakverðirnir Dwyane Wade og Kobe Bryant ásamt þeim Paul George, LaMarcus Aldridge og Giannis Antetokounmpo.Here's who our panelists selected as the Second Team All-Decade! https://t.co/w4mHtEFppkpic.twitter.com/La627ujFvS — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 With the 2010s era of the NBA coming to a close, we're looking back on the best of the decade that was. First up, the Third Team All-Decade! https://t.co/5qVj6nAVLqpic.twitter.com/c0VKCHPU3d — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
Áratugurinn 2010-2019 var gerður upp á dögunum hjá NBA-deildinni nú þegar styttist í það að 2019-20 tímabilið hefjist. NBA sjónvarpsstöðin valdi á dögunum lið áratugarins í NBA-deildinni en NBATV fékk nokkra valinkunna sérfræðinga til að velja sig þrjú úrvalslið fyrir árin 2010 til 2019. Valnefndin var mynduð að mönnum sem starfa hjá NBA.com og NBA TV og hafa það því að atvinnu sinni að framleiða efni um NBA körfuboltann. Í hverju liði voru tveir bakverðir og þrír framherjar eða miðherjar. LeBron James og Kevin Durant voru upp á sitt besta á þessum áratug, ferill Kobe Bryant og Dwyane Wade var að enda og ferlar manna eins og Anthony Davis og Giannis Antetokounmpo að byrja. Allt þetta þurfti valnefndarmeðlimir að meta og þeim tókst að setja saman þrjú úrvalslið, fyrsta, annað og þriðja. Í fyrsta úrvalsliðinu eru bakverðirnir Stephen Curry og James Harden og svo framherjarnir LeBron James, Kevin Durant og Kawhi Leonard.Presenting our panelists' picks for First Team All-Decade!https://t.co/w4mHtEFppkpic.twitter.com/ZoAG0Oa7fV — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 LeBron James og Kevin Durant voru kosnir í Stjörnuleik NBA öll tíu árin og þeir voru einnig valdir í úrvalslið NBA í öll skipti nema eitt þegar Durant var ekki valinn. Kevin Durant er með 28,0 stig, 7,4 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á áratugnum en LeBron James er með 26,9 stig, 7,7 fráköst og 7,6 stoðsendingar að meðaltali. Stephen Curry breytti NBA-deildinni á þessum árum með þriggja stiga skotum sínum og var tvisvar kosinn bestur en hann er með 23,5 stig í leik á áratugnum. James Harden fór úr því að vera besti sjötti maðurinn í að verða besti leikmaður deildarinnar og er með 24,3 stig í leik. Kawhi Leonard er með lökustu tölfræðin á þessum fimm en vann tvo titla með tveimur liðum þar sem hann var kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna í bæði skiptin. Hann var einnig valinn besti varnarmaðurinn tvisvar. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig hin tvö úrvalsliðin líta út. Í öðru úrvalsliðinu eru bakverðirnir Chris Paul og Russell Westbrook ásamt þeim Anthony Davis, Blake Griffin og Carmelo Anthony. Í þriðja úrvalsliðinu eru svo bakverðirnir Dwyane Wade og Kobe Bryant ásamt þeim Paul George, LaMarcus Aldridge og Giannis Antetokounmpo.Here's who our panelists selected as the Second Team All-Decade! https://t.co/w4mHtEFppkpic.twitter.com/La627ujFvS — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 With the 2010s era of the NBA coming to a close, we're looking back on the best of the decade that was. First up, the Third Team All-Decade! https://t.co/5qVj6nAVLqpic.twitter.com/c0VKCHPU3d — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019
NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira