Talsmaður stjórnvalda í Kína varar mótmælendur við að leika sér að eldinum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 08:42 Mótmælin í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong snúast ekki lengur bara um umdeild framsalsfrumvarp heldur um að fá að halda þeim réttinum og því frelsi sem íbúar Hong Kong hafa notið hingað til. Vísir/ap Talsmaður kínverskra stjórnvalda varar mótmælendur í Hong Kong við frekari aðgerðum því þeir séu í raun að „leika sér að eldinum“ og bað þá um að vanmeta ekki hörkuna sem stjórnvöld í Kína væru fær um að beita.Það var viðvörunartónn í ummælum talsmanns kínverskra stjórnvalda en í gær var meira en tvö hundruð flugferðum til og frá alþjóðaflugvellinum í Hong Kong aflýst eftir að mótmælendur í borginni kölluðu eftir allsherjarverkfalli. Talsmaðurinn segir að óvildarmenn Kína séu að leggja á ráðin á bakvið tjöldin og beri á byrgð á ofbeldi í borginni. Talsmaðurinn segir þá einnig að þrátt fyrir að stjórnvöld í Kína hafi hingað til haft hemil á sér þýði það ekki að stjórnvöld séu máttlaus. Mótmælendur létu enn og aftur í ljós óánægju sína um helgina en í þetta skiptið héldu mótmælin áfram í gær. Mótmælaaldan hófst fyrir um þremur mánuðum vegna frumvarps sem átti að heimila framsal íbúa stjálfsstjórnarríkisisns Hong Kong til meginlands Kína.Sakar mótmælendur um annarlegar hvatir Afgreiðslu frumvarpsins var slegið á frest en það reyndist ekki nóg til að sefa áhyggjur mótmælenda því þeir krefjast þess hætt verði við frumvarpið alfarið. Barátta íbúanna snýst núna einnig um að yfirvöld í Kína virði þau réttindi og það frelsi sem þeir hafa notið hingað til. Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnarinnar í Hong Kong, hélt blaðamannafund í gær þar sem hún sagði að mótmælendur væru á barmi „verulega hættulegs ástands“ en hún ásakaði aðgerðasinna einnig um að sigla undir fölsku flaggi og sagði þá nota framsalsfrumvarpið til að ná fram „raunverulegum“ markmiðum sínum. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Flugeldum skotið á mótmælendur í Hong Kong Aukin harka hefur færst í viðbrögð við mótmælum í borginni undanfarna daga. Flugeldum var skotið úr bíl inn í hóp mótmælenda við lögreglustöð í dag. 31. júlí 2019 13:29 Allsherjarverkfall í mótmælaskyni lamar Hong Kong Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins. 5. ágúst 2019 08:00 Tugir handteknir í mótmælum í Hong Kong Að minnsta kosti tuttugu mótmælendur voru handteknir af lögreglunni í Hong Kong á laugardag, þriðja mótmæladaginn í röð. 4. ágúst 2019 10:45 Kommúnistaflokkurinn fordæmir mótmælin Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. 30. júlí 2019 07:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Talsmaður kínverskra stjórnvalda varar mótmælendur í Hong Kong við frekari aðgerðum því þeir séu í raun að „leika sér að eldinum“ og bað þá um að vanmeta ekki hörkuna sem stjórnvöld í Kína væru fær um að beita.Það var viðvörunartónn í ummælum talsmanns kínverskra stjórnvalda en í gær var meira en tvö hundruð flugferðum til og frá alþjóðaflugvellinum í Hong Kong aflýst eftir að mótmælendur í borginni kölluðu eftir allsherjarverkfalli. Talsmaðurinn segir að óvildarmenn Kína séu að leggja á ráðin á bakvið tjöldin og beri á byrgð á ofbeldi í borginni. Talsmaðurinn segir þá einnig að þrátt fyrir að stjórnvöld í Kína hafi hingað til haft hemil á sér þýði það ekki að stjórnvöld séu máttlaus. Mótmælendur létu enn og aftur í ljós óánægju sína um helgina en í þetta skiptið héldu mótmælin áfram í gær. Mótmælaaldan hófst fyrir um þremur mánuðum vegna frumvarps sem átti að heimila framsal íbúa stjálfsstjórnarríkisisns Hong Kong til meginlands Kína.Sakar mótmælendur um annarlegar hvatir Afgreiðslu frumvarpsins var slegið á frest en það reyndist ekki nóg til að sefa áhyggjur mótmælenda því þeir krefjast þess hætt verði við frumvarpið alfarið. Barátta íbúanna snýst núna einnig um að yfirvöld í Kína virði þau réttindi og það frelsi sem þeir hafa notið hingað til. Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnarinnar í Hong Kong, hélt blaðamannafund í gær þar sem hún sagði að mótmælendur væru á barmi „verulega hættulegs ástands“ en hún ásakaði aðgerðasinna einnig um að sigla undir fölsku flaggi og sagði þá nota framsalsfrumvarpið til að ná fram „raunverulegum“ markmiðum sínum.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Flugeldum skotið á mótmælendur í Hong Kong Aukin harka hefur færst í viðbrögð við mótmælum í borginni undanfarna daga. Flugeldum var skotið úr bíl inn í hóp mótmælenda við lögreglustöð í dag. 31. júlí 2019 13:29 Allsherjarverkfall í mótmælaskyni lamar Hong Kong Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins. 5. ágúst 2019 08:00 Tugir handteknir í mótmælum í Hong Kong Að minnsta kosti tuttugu mótmælendur voru handteknir af lögreglunni í Hong Kong á laugardag, þriðja mótmæladaginn í röð. 4. ágúst 2019 10:45 Kommúnistaflokkurinn fordæmir mótmælin Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. 30. júlí 2019 07:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27
Flugeldum skotið á mótmælendur í Hong Kong Aukin harka hefur færst í viðbrögð við mótmælum í borginni undanfarna daga. Flugeldum var skotið úr bíl inn í hóp mótmælenda við lögreglustöð í dag. 31. júlí 2019 13:29
Allsherjarverkfall í mótmælaskyni lamar Hong Kong Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins. 5. ágúst 2019 08:00
Tugir handteknir í mótmælum í Hong Kong Að minnsta kosti tuttugu mótmælendur voru handteknir af lögreglunni í Hong Kong á laugardag, þriðja mótmæladaginn í röð. 4. ágúst 2019 10:45
Kommúnistaflokkurinn fordæmir mótmælin Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. 30. júlí 2019 07:15