Richard kann íslensku og 50 önnur tungumál Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. ágúst 2019 06:30 Richard Simcott leggur nú stund á japönsku. Fréttablaðið/Ernir „Ég lærði íslensku á námskeiði við Háskóla Íslands fyrir sex árum en hef ekki talað hana lengi og því þurfti ég að rifja tungumálið upp,“ segir Richard Simcott. Að sögn Richards tók það hann einungis um viku að geta spjallað við fólk. Framburður hans heyrist vera ekki ósvipaður og hjá útlendingum sem búið hafa um talsvert skeið hérlendis. Richard segist skilja íslensku betur en hann tali hana. Þá getur hann einnig skrifað á íslensku. „Ég lærði sænsku fyrst og þess vegna var þetta ekki mjög erfitt,“ segir hann. „Ég talaði samt betri íslensku áður.“ Vanalega getur Richard lært nýtt tungumál frá grunni á þremur mánuðum en það getur farið niður í einn mánuð ef hann kann fyrir svipað tungumál. Richard, sem er breskur, er nýkominn frá Makedóníu en þaðan er eiginkona hans. Eiga þau saman unga dóttur sem einnig hefur lært mörg tungumál. „Ég og konan mín tölum saman á makedónsku. Við dóttur mína tala ég frönsku, þýsku, spænsku og ensku,“ segir Richard. Hann starfar hjá fyrirtækinu The Social Element sem sér um samfélagsmiðlaherferðir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Tungumálakunnátta hans hefur nýst honum vel á því sviði. Richard lærir tungumál eins og flestir aðrir, með námskeiðum og endurteknum æfingum. „Besta leiðin til að læra er samt að tala við fólk. Ef ég tala ekki tungumálið getur kunnáttan tapast niður,“ segir hann. Fimm ára lærði Richard frönsku og skömmu síðar velsku, en hann ólst upp við mörk Englands og Wales. „Það næsta sem ég lærði var spænska og í háskóla lærði ég finnsku, portúgölsku og ítölsku.“ Síðan bættust tungumálin við hvert af öðru. „Alls hef ég lært meira en 50 tungumál og ég get núna talað 25,“ segir Richard. Má þar til dæmis nefna albönsku, kínversku, tyrknesku og esperanto. Núna leggur Richard stund á japönsku og er á leið til borgarinnar Fukuoka í október. Þar mun hann stýra margtyngis (polyglot) ráðstefnu í sjöunda skipti. Árið 2017 var ráðstefnan haldin í Hörpu í Reykjavík. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
„Ég lærði íslensku á námskeiði við Háskóla Íslands fyrir sex árum en hef ekki talað hana lengi og því þurfti ég að rifja tungumálið upp,“ segir Richard Simcott. Að sögn Richards tók það hann einungis um viku að geta spjallað við fólk. Framburður hans heyrist vera ekki ósvipaður og hjá útlendingum sem búið hafa um talsvert skeið hérlendis. Richard segist skilja íslensku betur en hann tali hana. Þá getur hann einnig skrifað á íslensku. „Ég lærði sænsku fyrst og þess vegna var þetta ekki mjög erfitt,“ segir hann. „Ég talaði samt betri íslensku áður.“ Vanalega getur Richard lært nýtt tungumál frá grunni á þremur mánuðum en það getur farið niður í einn mánuð ef hann kann fyrir svipað tungumál. Richard, sem er breskur, er nýkominn frá Makedóníu en þaðan er eiginkona hans. Eiga þau saman unga dóttur sem einnig hefur lært mörg tungumál. „Ég og konan mín tölum saman á makedónsku. Við dóttur mína tala ég frönsku, þýsku, spænsku og ensku,“ segir Richard. Hann starfar hjá fyrirtækinu The Social Element sem sér um samfélagsmiðlaherferðir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Tungumálakunnátta hans hefur nýst honum vel á því sviði. Richard lærir tungumál eins og flestir aðrir, með námskeiðum og endurteknum æfingum. „Besta leiðin til að læra er samt að tala við fólk. Ef ég tala ekki tungumálið getur kunnáttan tapast niður,“ segir hann. Fimm ára lærði Richard frönsku og skömmu síðar velsku, en hann ólst upp við mörk Englands og Wales. „Það næsta sem ég lærði var spænska og í háskóla lærði ég finnsku, portúgölsku og ítölsku.“ Síðan bættust tungumálin við hvert af öðru. „Alls hef ég lært meira en 50 tungumál og ég get núna talað 25,“ segir Richard. Má þar til dæmis nefna albönsku, kínversku, tyrknesku og esperanto. Núna leggur Richard stund á japönsku og er á leið til borgarinnar Fukuoka í október. Þar mun hann stýra margtyngis (polyglot) ráðstefnu í sjöunda skipti. Árið 2017 var ráðstefnan haldin í Hörpu í Reykjavík.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira