Bandarískir áhorfendur hafa fengið að sjá stiklu úr dularfullri mynd Christopher Nolan Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2019 10:16 Breski leikstjórinn Christopher Nolan. Vísir/Getty Myndverið Warner Bros. hefur ekki gert fyrstu stikluna úr Tenet, væntanlegri mynd breska leikstjórans Christopher Nolan, aðgengilega á netinu en hún hefur þó verið sýnd á undan myndinni Hobbs & Shaw í völdum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Þessi stikla kom kvikmyndahúsagestum ánægjulega á óvart en Nolan hefur verið þekktur fyrir slík uppátæki í gegnum tíðina til að halda í við upplifunina sem fylgir því að sjá myndir í kvikmyndahúsum.Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu nýjasta verkefni Nolans og hefur Warner Bros. ekki gefið út hver söguþráður kvikmyndarinnar er. Þeir sem vilja ekkert vita um þessa væntanlegu mynd ættu að hætta lestri hér.Stiklan úr Tenet er tæplega mínúta að lengd en hún hefst á því að leikarinn John David Washington sést virða fyrir skemmd skemmd í rúðu eftir byssuskot. Áhorfendum er þá tilkynnt að tími sé kominn á nýja aðalpersónu en eftir það sést Washington stíga til hliðar og virða fyrir sér aðra skemmd eftir byssuskot sem virðist líta nákvæmlega eins út. Aftur birtist texti á skjánum en þar er áhorfendum tilkynnt að það sé kominn tími á annars konar verkefni. Því næst sjást lögreglumenn hlaupa um götur en stiklunni lýkur með skoti af Washington þar sem hann er með súrefnisgrímu fyrir andlitinu. Það síðasta sem áhorfendur fá að sjá er titill myndarinnar ritaður á einkennilegan hátt: TENƎꓕ Aðdáendur Nolans hafa velt vöngum yfir hvert umfjöllunarefni myndarinnar getur verið. Hafa nokkrar tilgátur litið dagsins ljós, þar á meðal að myndin muni fjalla um einhverskonar brenglun á tíma því titil myndarinnar er hægt að lesa aftur á bak og áfram. Það að síðustu tveir stafirnir séu á hvolfi gæti einnig haft eitthvað um það að segja að Nolan sé með eitthvað flóknara í bígerð. Nolan hefur áður gert óhefðbundnar kvikmyndir, þar á meðal Memento þar sem sagan var sögð afturábak að hluta og Inception þar sem tíminn var afstæður í draumaheimi. Leikarar myndarinnar eru Robert Oattinson, Elizabeth Debicki, John David Washington, Clémence Poésy, Kenneth Branagh, Aaron Taylor-Johnson og Michael Caine. Myndin verður frumsýnd 17. júlí á næsta ári. Hollywood Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Myndverið Warner Bros. hefur ekki gert fyrstu stikluna úr Tenet, væntanlegri mynd breska leikstjórans Christopher Nolan, aðgengilega á netinu en hún hefur þó verið sýnd á undan myndinni Hobbs & Shaw í völdum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Þessi stikla kom kvikmyndahúsagestum ánægjulega á óvart en Nolan hefur verið þekktur fyrir slík uppátæki í gegnum tíðina til að halda í við upplifunina sem fylgir því að sjá myndir í kvikmyndahúsum.Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu nýjasta verkefni Nolans og hefur Warner Bros. ekki gefið út hver söguþráður kvikmyndarinnar er. Þeir sem vilja ekkert vita um þessa væntanlegu mynd ættu að hætta lestri hér.Stiklan úr Tenet er tæplega mínúta að lengd en hún hefst á því að leikarinn John David Washington sést virða fyrir skemmd skemmd í rúðu eftir byssuskot. Áhorfendum er þá tilkynnt að tími sé kominn á nýja aðalpersónu en eftir það sést Washington stíga til hliðar og virða fyrir sér aðra skemmd eftir byssuskot sem virðist líta nákvæmlega eins út. Aftur birtist texti á skjánum en þar er áhorfendum tilkynnt að það sé kominn tími á annars konar verkefni. Því næst sjást lögreglumenn hlaupa um götur en stiklunni lýkur með skoti af Washington þar sem hann er með súrefnisgrímu fyrir andlitinu. Það síðasta sem áhorfendur fá að sjá er titill myndarinnar ritaður á einkennilegan hátt: TENƎꓕ Aðdáendur Nolans hafa velt vöngum yfir hvert umfjöllunarefni myndarinnar getur verið. Hafa nokkrar tilgátur litið dagsins ljós, þar á meðal að myndin muni fjalla um einhverskonar brenglun á tíma því titil myndarinnar er hægt að lesa aftur á bak og áfram. Það að síðustu tveir stafirnir séu á hvolfi gæti einnig haft eitthvað um það að segja að Nolan sé með eitthvað flóknara í bígerð. Nolan hefur áður gert óhefðbundnar kvikmyndir, þar á meðal Memento þar sem sagan var sögð afturábak að hluta og Inception þar sem tíminn var afstæður í draumaheimi. Leikarar myndarinnar eru Robert Oattinson, Elizabeth Debicki, John David Washington, Clémence Poésy, Kenneth Branagh, Aaron Taylor-Johnson og Michael Caine. Myndin verður frumsýnd 17. júlí á næsta ári.
Hollywood Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira