Svifbrettið er búið fimm túrbínum sem ganga fyrir steinolíu en brettið getur náð allt að 190 kílómetra hraða á klukkustund.
Zapata, sem státar af glæstum ferli sem keppandi á sæþotu, mistókst þegar hann reyndi við Ermarsundið í fyrsta skiptið 25. júlí síðastliðinn. Þá lenti hann í vandræðum þegar hann hugðist taka eldsneyti.

Ferðalagið yfir Ermarsundið var um 35,4 kílómetrar, en um er að ræða svokallað Doversund, sem er syðsta leiðin milli Frakklands og Englands.
Zapata vakti mikla athygli á Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka, í París í síðasta mánuði þar sem tók þátt í hersýningu á svifbrettinu.
Brettið er á stærð við hjólabretti en eldsneytið geymir hann í bakpoka.