Mömmur selja möffins fyrir litla gimsteina á fæðingardeildinni Davíð Stefánsson skrifar 3. ágúst 2019 09:30 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm „Þetta er með notalegri viðburðum hátíðarhaldanna á Akureyri um verslunarmannahelgina,“ segir Valdís Anna Jónsdóttir, umsjónarmaður „Mömmur og möffins“ sem fram fer í dag. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem hluti af hátíðarhöldum um verslunarmannahelgina á Akureyri. Þá kemur fólk saman í Lystigarðinum til að gæða sér á fallegum og litríkum möffinskökum sem þar eru til sölu og rennir niður með kaffi eða safa. Undir hljóma hugljúfir tónar lifandi tónlistar þeirra Hermanns Arasonar og Ragnheiðar Júlíusdóttur. „Öll innkoman rennur óskert til fæðingardeildarinnar á Akureyri, en þar er verið að safna fyrir nýjum vöggum handa litlu gimsteinunum sem þar fæðast. Þetta er verðugt samfélagsverkefni,“ segir Valdís. Viðburðurinn var fyrst haldinn árið 2010. „Þá tók hópur öflugra kvenna sig til, bakaði möffins og bauð til veislu í garðinum, síðan hefur þetta stækkað og dafnað. Allir leggjast á eitt, mömmur og ömmur, pabbar og afar. Allir bökunarsnillingar bæjarins eru hvattir til að koma með möffins til að leggja í púkkið.“ Hún segir framtakið hafa skilað miklu. „Í fyrra var keyptur hjartsláttarnemi sem nemur hjartslátt bæði móður og barns í fæðingu. Í ár erum við að safna fyrir nýjum vöggum á fæðingardeildina.“ Í fyrra seldust á þriðja þúsund möffins. „Ég er að vonast til að sem flestir láti sjá sig. Veðrið er yndislegt. Það er dásamleg spá. Þetta verður því notaleg stund,“ segir Valdís, yfirbökunarmeistari bæjarins. Valdís segir verðinu vera stillt í hóf. „Við bjóðum möffins á 500 krónur. Svo er vinsælt að kaupa 10 í pakka og þá er verðið 4.000 krónur. Hægt er að koma með möffins frá kl. 14 á laugardaginn en almenn sala hefst kl. 15 og stendur til kl. 17. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Þetta er með notalegri viðburðum hátíðarhaldanna á Akureyri um verslunarmannahelgina,“ segir Valdís Anna Jónsdóttir, umsjónarmaður „Mömmur og möffins“ sem fram fer í dag. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem hluti af hátíðarhöldum um verslunarmannahelgina á Akureyri. Þá kemur fólk saman í Lystigarðinum til að gæða sér á fallegum og litríkum möffinskökum sem þar eru til sölu og rennir niður með kaffi eða safa. Undir hljóma hugljúfir tónar lifandi tónlistar þeirra Hermanns Arasonar og Ragnheiðar Júlíusdóttur. „Öll innkoman rennur óskert til fæðingardeildarinnar á Akureyri, en þar er verið að safna fyrir nýjum vöggum handa litlu gimsteinunum sem þar fæðast. Þetta er verðugt samfélagsverkefni,“ segir Valdís. Viðburðurinn var fyrst haldinn árið 2010. „Þá tók hópur öflugra kvenna sig til, bakaði möffins og bauð til veislu í garðinum, síðan hefur þetta stækkað og dafnað. Allir leggjast á eitt, mömmur og ömmur, pabbar og afar. Allir bökunarsnillingar bæjarins eru hvattir til að koma með möffins til að leggja í púkkið.“ Hún segir framtakið hafa skilað miklu. „Í fyrra var keyptur hjartsláttarnemi sem nemur hjartslátt bæði móður og barns í fæðingu. Í ár erum við að safna fyrir nýjum vöggum á fæðingardeildina.“ Í fyrra seldust á þriðja þúsund möffins. „Ég er að vonast til að sem flestir láti sjá sig. Veðrið er yndislegt. Það er dásamleg spá. Þetta verður því notaleg stund,“ segir Valdís, yfirbökunarmeistari bæjarins. Valdís segir verðinu vera stillt í hóf. „Við bjóðum möffins á 500 krónur. Svo er vinsælt að kaupa 10 í pakka og þá er verðið 4.000 krónur. Hægt er að koma með möffins frá kl. 14 á laugardaginn en almenn sala hefst kl. 15 og stendur til kl. 17.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira