Óhress með borgina en sáttur við settjarnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 14:06 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. Vísir/vilhelm Formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur er afar óhress með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið í gær eftir að diselolía lak úr vörubíl við Elliðaárnar. Það komi á óvart að félagið þurfi að frétta af slíku úr fjölmiðlum. Slysið hafi þó sýnt að settjarnir við ánna hafi sannað gildi sitt.Mengunaróhapp varð í gærmorgun þegar díselolía fór niður við Valshóla í Breiðholti. Óhappið varð með þeim hætti að gat kom á olíutank vörubíls eftir að hann hafði keyrt utan í stein. Að mati slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru um 250 – 300 lítrar af díselolíu niður og náðist að hreinsa upp meirihluta hennar. Mögulegt er að um 100 lítrar hafi farið niður um niðurfall á götunni og í ofanvatnskerfi borgarinnar, sem liggur í settjörn í Elliðaárdal og þaðan í Elliðaár. Töluverð mengun var í settjörnum í gær en hreinsun gekk vel og hægt var að koma í veg fyrir að olían bærist í árnar að sögn Rósu Magnúsdóttir, deildarstjóra umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti. Þá verður haldið áfram að hreinsa settjarnirnar í dag. Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, hafði ekki frétt af óhappinu þegar fréttastofa hafði samband í morgun. „Við höfum ekkert heyrt af þessu slysi og ekki heyrt að olíufnykur hafi fundist verið árnar. Það verður auðvitað að kanna þetta,“ segir Jón. Hann er afar ósáttur með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið beint í gær. „Þegar svona upplýsingar berast er okkur að sjálfsögðu brugðið, en það sem kemur okkur sérstaklega á óvart er að við þurfum að lesa það í fjölmiðlum að það hafi átt sér stað mengunaróhapp - og það í gærmorgun. Við fáum í rauninni engar upplýsingar um það fyrr en í dag.“ Jón Þór segir að settjarnir við árnar hafi sannað gildi sitt þar sem olían hafi sest þar í stað þess að berast í árnar. Bensín og olía Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Telja að 100 lítrar af díselolíu hafi lekið ofan í ofanvatnskerfið Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. 1. ágúst 2019 17:37 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur er afar óhress með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið í gær eftir að diselolía lak úr vörubíl við Elliðaárnar. Það komi á óvart að félagið þurfi að frétta af slíku úr fjölmiðlum. Slysið hafi þó sýnt að settjarnir við ánna hafi sannað gildi sitt.Mengunaróhapp varð í gærmorgun þegar díselolía fór niður við Valshóla í Breiðholti. Óhappið varð með þeim hætti að gat kom á olíutank vörubíls eftir að hann hafði keyrt utan í stein. Að mati slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru um 250 – 300 lítrar af díselolíu niður og náðist að hreinsa upp meirihluta hennar. Mögulegt er að um 100 lítrar hafi farið niður um niðurfall á götunni og í ofanvatnskerfi borgarinnar, sem liggur í settjörn í Elliðaárdal og þaðan í Elliðaár. Töluverð mengun var í settjörnum í gær en hreinsun gekk vel og hægt var að koma í veg fyrir að olían bærist í árnar að sögn Rósu Magnúsdóttir, deildarstjóra umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti. Þá verður haldið áfram að hreinsa settjarnirnar í dag. Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, hafði ekki frétt af óhappinu þegar fréttastofa hafði samband í morgun. „Við höfum ekkert heyrt af þessu slysi og ekki heyrt að olíufnykur hafi fundist verið árnar. Það verður auðvitað að kanna þetta,“ segir Jón. Hann er afar ósáttur með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið beint í gær. „Þegar svona upplýsingar berast er okkur að sjálfsögðu brugðið, en það sem kemur okkur sérstaklega á óvart er að við þurfum að lesa það í fjölmiðlum að það hafi átt sér stað mengunaróhapp - og það í gærmorgun. Við fáum í rauninni engar upplýsingar um það fyrr en í dag.“ Jón Þór segir að settjarnir við árnar hafi sannað gildi sitt þar sem olían hafi sest þar í stað þess að berast í árnar.
Bensín og olía Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Telja að 100 lítrar af díselolíu hafi lekið ofan í ofanvatnskerfið Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. 1. ágúst 2019 17:37 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Telja að 100 lítrar af díselolíu hafi lekið ofan í ofanvatnskerfið Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. 1. ágúst 2019 17:37