„Við biðluðum til þeirra og grátbáðum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. ágúst 2019 21:45 Rapparinn kveðst saklaus. Vísir/Getty Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem ákærður er fyrir líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní, bar við sakleysi sínu í dómssal í dag, en réttað hefur verið yfir honum í Svíþjóð síðan á þriðjudag. Segist hann hafa grátbeðið meint fórnarlömb líkamsárásarinnar, sem hann segir hafa boðið sér birginn, um farsæl málalok og sagt þeim að hann vildi ekki að til átaka kæmi. „Við biðluðum til þeirra og grátbáðum, við sögðum „Heyrðu, við viljum ekki slást við ykkur. Við viljum engin fleiri vandamál. Við viljum ekki fara í fangelsi. Við viljum ekki slást. Vinsamlegast hættið að elta okkur,““ sagði rapparinn, hvers raunverulega nafn er Rakim Mayers, þegar hann bar vitni í málinu. Mayers var í byrjun júlí handtekinn ásamt tveimur öðrum mönnum grunaður um líkamsárás og hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku. Hann hafði nýlega verið aðalnúmerið á sænskri hip-hop hátíð, Smash x Stadion, sem haldin var í Stokkhólmi.Taldi meint fórnarlömb vera undir áhrifum fíkniefna Við vitnaleiðslur í dag, þar sem lögmenn spurðu rapparann spjörunum úr, sagðist hann hafa verið í skoðunarferð um Stokkhólm ásamt fylgdarliði sínu þegar tveir menn nálguðust þá og neituðu að láta þá í friði. Þá hafi öryggisvörður rapparans ýtt öðrum mannanna í burtu. „Ég gat ekki annað en gert ráð fyrir að þessir náungar væru undir áhrifum einhverskonar lyfja,“ er haft eftir Mayers í frétt NBC. Lið rapparans hafi því næst reynt að fjarlægjast mennina og tekið flöskur upp af jörðinni með það fyrir augum að forða því að mennirnir tveir gætu náð í þær. Þeir hafi einnig reynt að panta bíl með skutlþjónustunni Uber, án árangurs. Þá hafi mennirnir gerst enn árásargjarnari og ráðist á öryggisvörð Mayers. Það hafi verið þá sem rapparinn ákvað að blanda sér í átökin. Þeir hafi ekki hringt í lögregluna þar sem þeir kynnu ekki neyðarnúmerið í Svíþjóð og haf einfaldlega viljað komast eins fljótt og unnt væri upp á hótelið sitt. Yfirvöld í Stokkhólmi segja eina manneskju hafa skorist með glerbrotum úr flösku og hlotið aðra áverka í slagsmálunum. Einum öryggisverði Mayers var þá sleppt stuttu eftir handtökurnar á rapparanum og tveimur úr liði hans. Bandaríkin Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 Sérfræðingur í gíslatökum fylgist með réttarhöldum Rocky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka Bandaríkjanna, sem almennt hlutast til um mál þar sem gíslatökur koma við sögu, til Svíþjóðar til þess að fylgjast með réttarhöldum yfir rapparanum A$AP Rocky. 30. júlí 2019 22:05 A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem ákærður er fyrir líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní, bar við sakleysi sínu í dómssal í dag, en réttað hefur verið yfir honum í Svíþjóð síðan á þriðjudag. Segist hann hafa grátbeðið meint fórnarlömb líkamsárásarinnar, sem hann segir hafa boðið sér birginn, um farsæl málalok og sagt þeim að hann vildi ekki að til átaka kæmi. „Við biðluðum til þeirra og grátbáðum, við sögðum „Heyrðu, við viljum ekki slást við ykkur. Við viljum engin fleiri vandamál. Við viljum ekki fara í fangelsi. Við viljum ekki slást. Vinsamlegast hættið að elta okkur,““ sagði rapparinn, hvers raunverulega nafn er Rakim Mayers, þegar hann bar vitni í málinu. Mayers var í byrjun júlí handtekinn ásamt tveimur öðrum mönnum grunaður um líkamsárás og hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku. Hann hafði nýlega verið aðalnúmerið á sænskri hip-hop hátíð, Smash x Stadion, sem haldin var í Stokkhólmi.Taldi meint fórnarlömb vera undir áhrifum fíkniefna Við vitnaleiðslur í dag, þar sem lögmenn spurðu rapparann spjörunum úr, sagðist hann hafa verið í skoðunarferð um Stokkhólm ásamt fylgdarliði sínu þegar tveir menn nálguðust þá og neituðu að láta þá í friði. Þá hafi öryggisvörður rapparans ýtt öðrum mannanna í burtu. „Ég gat ekki annað en gert ráð fyrir að þessir náungar væru undir áhrifum einhverskonar lyfja,“ er haft eftir Mayers í frétt NBC. Lið rapparans hafi því næst reynt að fjarlægjast mennina og tekið flöskur upp af jörðinni með það fyrir augum að forða því að mennirnir tveir gætu náð í þær. Þeir hafi einnig reynt að panta bíl með skutlþjónustunni Uber, án árangurs. Þá hafi mennirnir gerst enn árásargjarnari og ráðist á öryggisvörð Mayers. Það hafi verið þá sem rapparinn ákvað að blanda sér í átökin. Þeir hafi ekki hringt í lögregluna þar sem þeir kynnu ekki neyðarnúmerið í Svíþjóð og haf einfaldlega viljað komast eins fljótt og unnt væri upp á hótelið sitt. Yfirvöld í Stokkhólmi segja eina manneskju hafa skorist með glerbrotum úr flösku og hlotið aðra áverka í slagsmálunum. Einum öryggisverði Mayers var þá sleppt stuttu eftir handtökurnar á rapparanum og tveimur úr liði hans.
Bandaríkin Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 Sérfræðingur í gíslatökum fylgist með réttarhöldum Rocky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka Bandaríkjanna, sem almennt hlutast til um mál þar sem gíslatökur koma við sögu, til Svíþjóðar til þess að fylgjast með réttarhöldum yfir rapparanum A$AP Rocky. 30. júlí 2019 22:05 A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07
Sérfræðingur í gíslatökum fylgist með réttarhöldum Rocky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka Bandaríkjanna, sem almennt hlutast til um mál þar sem gíslatökur koma við sögu, til Svíþjóðar til þess að fylgjast með réttarhöldum yfir rapparanum A$AP Rocky. 30. júlí 2019 22:05
A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16