Erlent

Norsk kona látin eftir að hafa orðið fyrir eldingu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
epa/MASSIMO PERCOSSI
Norsk kona lést á laugardag þegar hún varð fyrir eldingu á meðan hún hljóp í ítölsku ofur maraþoni. Skipuleggjendur hlaupsins staðfestu þetta á samfélagsmiðlum.

Atvikið átti sér stað þegar stormur reið yfir á meðan 120 kílómetra Südtirol Ultra Skyrace hlaupið, sem var nú haldið í sjöunda skipti, stóð yfir í Bolzano á Ítalíu. Hlaupið er yfir Dolomite fjöllin, samkvæmt Runners World.

Í Facebook færslu skrifa skipuleggjendur hlaupsins að konan, sem var 44 ára gömul, hafi orðið fyrir eldingu klukkan korter yfir sjö, eftir hádegi, að staðartíma, nærri Lago di San Pancrazio vatninu á Ítalíu. Konan hefur enn ekki verið nafngreind.

Hlaupinu hafði verið aflýst þrjátíu mínútum en slysið varð vegna veðurs og voru skipuleggjendur að stöðva keppendur við hjálpar stöðvar sem voru staðsettar við hlaupaleiðina. Konan var enn ekki komin að annarri hjálparstöð og hafði því ekki verið látin vita af aflýsingunni.

„Um þrjátíu mínútum áður en slysið átti sér stað var keppnin stöðvuð vegna veðurs og héldu hlaupararnir fyrir í Antran, Rifugio Punta Cervina og Rifugio Kesselberg,“ stóð í tilkynningu Südtirol Ultra Skyrace á Facebook síðu þess.

„Sumir íþróttamannanna voru á leiðinni á milli þessara stöðva og ekki var hægt að ná til þeirra. Meðal þeirra var norski hlauparinn,“ var bætt við.

„Hlauparar sem urðu vitni að atvikinu hringdu í neyðarþjónustu. Flogið var með konuna í þyrlu í nærliggjandi sjúkrahús en hún lifði ekki af.

„Eftir að hafa hlotið fyrstu hjálp var flogið með slasaða íþróttamanninn til sjúkrahúss í Bolzano í sjúkraþyrlunni Pelikan I, þar sem hún lést af sárum sínum,“ útskýrði Südtirol Ultra Skyrace í færslu sinni.

Þeir sem lifa eldingu af fá í mörgum tilvikum hjartaáfall, alvarlega bruna, heyrnarleysi og taugaskaða sem getur leitt til persónuleikabreytinga, skapsveifla og minnisleysis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×