Lögreglumanni sagt upp vegna dauða Erics Garner Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 17:42 Eric Garner lést í kjölfar þess að lögreglumaður tók hann hálstaki. getty/Spencer Platt James O‘Neill, lögreglustjóri New York borgar, tók í dag ákvörðun um að segja lögreglumanni upp störfum en hann var einn þeirra lögreglumanna sem áttu hlut í að verða svörtum manni að bana 2014 á Staten Island. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Eric Garner hafði gripið inn í og stöðvað slagsmál fyrir utan búð á Staten Island þegar hann var stöðvaður af lögreglu. Hann var óvopnaður en einn lögreglumannanna tók hann hálstaki og lést hann í kjölfar þess. Málið hefur vakið upp gríðarlega óánægju og hefur ítrekað verið mótmælt vegna málsins. Mótmælin spruttu upp sérstaklega vegna myndbands sem var birt af atvikinu þar sem Garner heyrist ítrekað kalla „ég get ekki andað.“Mótmælendur fyrir utan dómshús á Manhattan. Á spjöldum sem mótmælendur halda á er uppsögn lögreglumannanna sem tengdust dauða Erics Garner krafist.getty/Spencer PlattO‘Neill ákvað að reka lögreglumanninn, sem heitir Daniel Pantaleo og er hvítur, eftir að dómari mælti með því við hann að Pantaleo yrði rekinn. Borgaryfirvöld höfðu lengi haldið því fram að ekki væri hægt að segja Pantaleo upp störfum fyrr en rannsókn væri lokið. Kviðdómur New York fylkis neitaði árið 2014 að ákæra Pantaleo vegna málsins en alríkisyfirvöld höfðu haldið rannsókn á málinu gangandi síðan atvikið gerðist þar til þau tilkynntu í síðasta mánuði að hann yrði ekki ákærður. Í myndskeiðinu sem náðist af atvikinu sést hvernig Pantaleo reyndi að handtaka Garner, eftir að hafa ásakað hann um að selja sígarettur ólöglega. Þegar það tókst ekki tók hann Garner hálstaki og endaði á að fella hann. Þá heyrist hann kalla minnst 11 sinnum „ég get ekki andað“ áður en hann fær flog. Réttarlæknir sagði á sínum tíma að hálstakið hafi átt þátt í dauða Garners. Í myndskeiðinu hér að neðan sést gróf atlaga lögreglunnar að Eric Garner. Lögregluofbeldið varð til þess að maðurinn lést. Varað er við myndefninu. Það gæti vakið óhug. Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Þrettán ára syrgir föður sinn: „Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp“ Í tveimur tilfinningaþrungnum færslum á Facebook syrgir sonur föður sinn, annan lögreglumannanna sem myrtir voru í New York á laugardag. 22. desember 2014 09:49 Ákæra ekki lögreglumann sem olli dauða Erics Garner Dauði Garner árið 2014 varð ein af kveikjunum að miklum mótmælum gegn lögregluofbeldi gegn svörtum mönnum í Bandaríkjunum. 16. júlí 2019 14:00 Lögreglan vill afsökunarbeiðni frá Browns Það er í tísku hjá bandarískum íþróttamönnum þessa dagana að mótmæla ofbeldi lögreglumanna í landinu. Löggunni í Cleveland var þó ekki skemmt í gær. 15. desember 2014 23:30 Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32 Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
James O‘Neill, lögreglustjóri New York borgar, tók í dag ákvörðun um að segja lögreglumanni upp störfum en hann var einn þeirra lögreglumanna sem áttu hlut í að verða svörtum manni að bana 2014 á Staten Island. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Eric Garner hafði gripið inn í og stöðvað slagsmál fyrir utan búð á Staten Island þegar hann var stöðvaður af lögreglu. Hann var óvopnaður en einn lögreglumannanna tók hann hálstaki og lést hann í kjölfar þess. Málið hefur vakið upp gríðarlega óánægju og hefur ítrekað verið mótmælt vegna málsins. Mótmælin spruttu upp sérstaklega vegna myndbands sem var birt af atvikinu þar sem Garner heyrist ítrekað kalla „ég get ekki andað.“Mótmælendur fyrir utan dómshús á Manhattan. Á spjöldum sem mótmælendur halda á er uppsögn lögreglumannanna sem tengdust dauða Erics Garner krafist.getty/Spencer PlattO‘Neill ákvað að reka lögreglumanninn, sem heitir Daniel Pantaleo og er hvítur, eftir að dómari mælti með því við hann að Pantaleo yrði rekinn. Borgaryfirvöld höfðu lengi haldið því fram að ekki væri hægt að segja Pantaleo upp störfum fyrr en rannsókn væri lokið. Kviðdómur New York fylkis neitaði árið 2014 að ákæra Pantaleo vegna málsins en alríkisyfirvöld höfðu haldið rannsókn á málinu gangandi síðan atvikið gerðist þar til þau tilkynntu í síðasta mánuði að hann yrði ekki ákærður. Í myndskeiðinu sem náðist af atvikinu sést hvernig Pantaleo reyndi að handtaka Garner, eftir að hafa ásakað hann um að selja sígarettur ólöglega. Þegar það tókst ekki tók hann Garner hálstaki og endaði á að fella hann. Þá heyrist hann kalla minnst 11 sinnum „ég get ekki andað“ áður en hann fær flog. Réttarlæknir sagði á sínum tíma að hálstakið hafi átt þátt í dauða Garners. Í myndskeiðinu hér að neðan sést gróf atlaga lögreglunnar að Eric Garner. Lögregluofbeldið varð til þess að maðurinn lést. Varað er við myndefninu. Það gæti vakið óhug.
Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Þrettán ára syrgir föður sinn: „Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp“ Í tveimur tilfinningaþrungnum færslum á Facebook syrgir sonur föður sinn, annan lögreglumannanna sem myrtir voru í New York á laugardag. 22. desember 2014 09:49 Ákæra ekki lögreglumann sem olli dauða Erics Garner Dauði Garner árið 2014 varð ein af kveikjunum að miklum mótmælum gegn lögregluofbeldi gegn svörtum mönnum í Bandaríkjunum. 16. júlí 2019 14:00 Lögreglan vill afsökunarbeiðni frá Browns Það er í tísku hjá bandarískum íþróttamönnum þessa dagana að mótmæla ofbeldi lögreglumanna í landinu. Löggunni í Cleveland var þó ekki skemmt í gær. 15. desember 2014 23:30 Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32 Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Þrettán ára syrgir föður sinn: „Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp“ Í tveimur tilfinningaþrungnum færslum á Facebook syrgir sonur föður sinn, annan lögreglumannanna sem myrtir voru í New York á laugardag. 22. desember 2014 09:49
Ákæra ekki lögreglumann sem olli dauða Erics Garner Dauði Garner árið 2014 varð ein af kveikjunum að miklum mótmælum gegn lögregluofbeldi gegn svörtum mönnum í Bandaríkjunum. 16. júlí 2019 14:00
Lögreglan vill afsökunarbeiðni frá Browns Það er í tísku hjá bandarískum íþróttamönnum þessa dagana að mótmæla ofbeldi lögreglumanna í landinu. Löggunni í Cleveland var þó ekki skemmt í gær. 15. desember 2014 23:30
Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32
Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33