Lögreglan óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2019 15:34 Elínborg Harpa Önundardóttir. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Hörpu Önundardóttur á Gleðigöngu Hinsegin daganna í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Þetta staðfestir Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segir lögregluna óska eftir upptökum og vitnum vegna þess að athugasemdir hafa verið gerðar við handtökuna. „Málið er því sett í ákveðna skoðun samkvæmt ferli eins og ávallt þegar koma upp mál af þessu tagi. LRH er þar af leiðandi að fara yfir málsatvik og óskar eftir upptökum af handtökunni til að varpa ljósi á atvik málsins. Embættið mun jafnframt upplýsa nefnd um eftirlit með störfum lögreglu um málið. Eftir að atvik þess liggja fyrir sem og afstaða embættisins mun LRH upplýsa nefnd um eftirlit með lögreglu um niðurstöðu þess,“ segir Helgi. Nefnd um eftirlit með lögreglu er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd. Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar er að taka við tilkynningum frá borgurum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi starfsmanns lögreglu, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu.Var Elínborg handtekin í Gleðigöngunni.Vísir/Jóhann K.Elínborg er meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún sagði í samtali við Vísi að ekkert hafi legið að baki handtöku hennar, annað en að lögreglan kannaðist við hana. Hún sagðist hafa hlaupið niður Skólavörðustíginn til að hitta vini sína haldandi á skilti sem stóð á „Queer Liberation“. Sagðist hún hafa gengið í flasið á fjórum lögreglumönnum sem gripu hana og sögðu hana vera á lokuðu svæði. Sögðu þeir henni að fara út af svæðinu og taka af sér grímuna. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu lögreglu borist ábendingar um að hópur aktívista ætlaði sér að leggjast fyrir Gleðigönguna í mótmælaskyni. Af því skýrðist aukinn viðbúnaður lögreglu. Elínborg þvertekur fyrir að hafa ætlað sér að taka þátt í hvers kyns mótmælum og vísar því alfarið á bug að No Borders hafi skipulagt slík mótmæli. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi að Elínborg hefði mótmælt við gönguna og neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Því hafi hún verið handtekin. Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Hörpu Önundardóttur á Gleðigöngu Hinsegin daganna í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Þetta staðfestir Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segir lögregluna óska eftir upptökum og vitnum vegna þess að athugasemdir hafa verið gerðar við handtökuna. „Málið er því sett í ákveðna skoðun samkvæmt ferli eins og ávallt þegar koma upp mál af þessu tagi. LRH er þar af leiðandi að fara yfir málsatvik og óskar eftir upptökum af handtökunni til að varpa ljósi á atvik málsins. Embættið mun jafnframt upplýsa nefnd um eftirlit með störfum lögreglu um málið. Eftir að atvik þess liggja fyrir sem og afstaða embættisins mun LRH upplýsa nefnd um eftirlit með lögreglu um niðurstöðu þess,“ segir Helgi. Nefnd um eftirlit með lögreglu er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd. Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar er að taka við tilkynningum frá borgurum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi starfsmanns lögreglu, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu.Var Elínborg handtekin í Gleðigöngunni.Vísir/Jóhann K.Elínborg er meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún sagði í samtali við Vísi að ekkert hafi legið að baki handtöku hennar, annað en að lögreglan kannaðist við hana. Hún sagðist hafa hlaupið niður Skólavörðustíginn til að hitta vini sína haldandi á skilti sem stóð á „Queer Liberation“. Sagðist hún hafa gengið í flasið á fjórum lögreglumönnum sem gripu hana og sögðu hana vera á lokuðu svæði. Sögðu þeir henni að fara út af svæðinu og taka af sér grímuna. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu lögreglu borist ábendingar um að hópur aktívista ætlaði sér að leggjast fyrir Gleðigönguna í mótmælaskyni. Af því skýrðist aukinn viðbúnaður lögreglu. Elínborg þvertekur fyrir að hafa ætlað sér að taka þátt í hvers kyns mótmælum og vísar því alfarið á bug að No Borders hafi skipulagt slík mótmæli. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi að Elínborg hefði mótmælt við gönguna og neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Því hafi hún verið handtekin.
Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33