Lögreglan óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2019 15:34 Elínborg Harpa Önundardóttir. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Hörpu Önundardóttur á Gleðigöngu Hinsegin daganna í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Þetta staðfestir Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segir lögregluna óska eftir upptökum og vitnum vegna þess að athugasemdir hafa verið gerðar við handtökuna. „Málið er því sett í ákveðna skoðun samkvæmt ferli eins og ávallt þegar koma upp mál af þessu tagi. LRH er þar af leiðandi að fara yfir málsatvik og óskar eftir upptökum af handtökunni til að varpa ljósi á atvik málsins. Embættið mun jafnframt upplýsa nefnd um eftirlit með störfum lögreglu um málið. Eftir að atvik þess liggja fyrir sem og afstaða embættisins mun LRH upplýsa nefnd um eftirlit með lögreglu um niðurstöðu þess,“ segir Helgi. Nefnd um eftirlit með lögreglu er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd. Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar er að taka við tilkynningum frá borgurum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi starfsmanns lögreglu, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu.Var Elínborg handtekin í Gleðigöngunni.Vísir/Jóhann K.Elínborg er meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún sagði í samtali við Vísi að ekkert hafi legið að baki handtöku hennar, annað en að lögreglan kannaðist við hana. Hún sagðist hafa hlaupið niður Skólavörðustíginn til að hitta vini sína haldandi á skilti sem stóð á „Queer Liberation“. Sagðist hún hafa gengið í flasið á fjórum lögreglumönnum sem gripu hana og sögðu hana vera á lokuðu svæði. Sögðu þeir henni að fara út af svæðinu og taka af sér grímuna. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu lögreglu borist ábendingar um að hópur aktívista ætlaði sér að leggjast fyrir Gleðigönguna í mótmælaskyni. Af því skýrðist aukinn viðbúnaður lögreglu. Elínborg þvertekur fyrir að hafa ætlað sér að taka þátt í hvers kyns mótmælum og vísar því alfarið á bug að No Borders hafi skipulagt slík mótmæli. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi að Elínborg hefði mótmælt við gönguna og neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Því hafi hún verið handtekin. Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Hörpu Önundardóttur á Gleðigöngu Hinsegin daganna í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Þetta staðfestir Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segir lögregluna óska eftir upptökum og vitnum vegna þess að athugasemdir hafa verið gerðar við handtökuna. „Málið er því sett í ákveðna skoðun samkvæmt ferli eins og ávallt þegar koma upp mál af þessu tagi. LRH er þar af leiðandi að fara yfir málsatvik og óskar eftir upptökum af handtökunni til að varpa ljósi á atvik málsins. Embættið mun jafnframt upplýsa nefnd um eftirlit með störfum lögreglu um málið. Eftir að atvik þess liggja fyrir sem og afstaða embættisins mun LRH upplýsa nefnd um eftirlit með lögreglu um niðurstöðu þess,“ segir Helgi. Nefnd um eftirlit með lögreglu er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd. Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar er að taka við tilkynningum frá borgurum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi starfsmanns lögreglu, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu.Var Elínborg handtekin í Gleðigöngunni.Vísir/Jóhann K.Elínborg er meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún sagði í samtali við Vísi að ekkert hafi legið að baki handtöku hennar, annað en að lögreglan kannaðist við hana. Hún sagðist hafa hlaupið niður Skólavörðustíginn til að hitta vini sína haldandi á skilti sem stóð á „Queer Liberation“. Sagðist hún hafa gengið í flasið á fjórum lögreglumönnum sem gripu hana og sögðu hana vera á lokuðu svæði. Sögðu þeir henni að fara út af svæðinu og taka af sér grímuna. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu lögreglu borist ábendingar um að hópur aktívista ætlaði sér að leggjast fyrir Gleðigönguna í mótmælaskyni. Af því skýrðist aukinn viðbúnaður lögreglu. Elínborg þvertekur fyrir að hafa ætlað sér að taka þátt í hvers kyns mótmælum og vísar því alfarið á bug að No Borders hafi skipulagt slík mótmæli. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi að Elínborg hefði mótmælt við gönguna og neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Því hafi hún verið handtekin.
Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrir huguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. 17. ágúst 2019 16:33