Hlandfýlan Gunnar Örn Ingólfsson skrifar 19. ágúst 2019 15:00 Sem barni þá var mér fyrst kennt að sitja á klósettinu til að venjast af bleyjunni. Sem vaxandi ungum dreng, sem vildi sem fyrst verða að fullvaxta karlmanni, þá var mér kennt að standa upp og pissa. Hvergi var það rætt hvaða tilgangi þetta þjónaði eða hvort að það væri einhver afleiðing af þessari breytingu. Meira að segja móðir mín sagði ekkert, sem ég veit nú að þreif sífellt upp eftir mig og aðra þegjandi og þakkarlaust. Það voru þrír bræður, einn faðir og um fimm til tíu aðrir karlkyns vinir eða vandamenn sem pissuðu hvern einasta dag í sama klósettið. Líklega ekki margir sem gáfu því gaum hvort að klósettið, umliggjandi gólf eða veggir lyktuðu af hlandi eður ei. Mig grunar nú sterklega að mamma hafi þrifið hvert einasta kvöld, því ekki kom ég að klósettinu illa lyktandi á morgnanna. Þessa þegjandi þrautseigju á ég hreinlega erfitt með að skilja. Það tók mig nær 20 ár að uppgötva samhengi milli hlandfýlu og fjölda þrifa. Þessi þróun kom til vegna þess að ég fór sjálfur að sjá um þrifin á klósettinu sem ég notaði. Einhverju síðar benti góður vinur minn mér á að prufa að setjast á klósettið á meðan ég væri að pissa. Mér fannst það undarleg hugmynd og sá ég mig ekki fyrir mér gera slíkt, það var jú ekki karlmanna háttur. Sem þenkjandi einstaklingur varð ég hugsi yfir þessum viðbrögðum mínum og velti því fyrir mér hvort það væri partur af birtingarmynd karlmennskunnar að standa við þvaglát og fyllast stolti til að mynda yfir því að öðlast gott mið. Á endanum ákvað ég þó að prófa þetta og hef ég ekki pissað standandi síðan. Það eru einungis tvær kringumstæður sem kalla á það að ég pissi standandi; ef ég er utandyra og get pissað með vindinum (og græt nokkrum krókódílatárum í leiðinni vegna þess að ég veit að skórnir mínir munu án efa fá nokkra hlanddropa á sig) og ef ég er við þvagskál, eða klósett sem á vantar setu eða er svo illa útileikið að þrif setunnar þarf hanska. Nokkrir kostir þess að sitja og pissa: - Auðveldara að tæma blöðruna (vísindarannsókn hér að baki) - Sterkari þvagbuna (sama vísindarannsókn) - Aðdráttarafl jarðar hefur styttri tíma til að auka hröðun dropa - Þvagstraumur og dropar mynda minna rask á yfirborði vatns og minna endurkast - Hlandið helst neðar í skálinni, sem sturtast svo í burtu með vatni í stað þess að sitja á stöðum sem sturtun nær ekki til - Minnkar líkur þess að pissa á brún eða útfyrir - Auðveldara að slaka á í minni hlandfýlu - Aðrir sem nota klósettið og girnast ekki hlandlykt eða pissfruss eiga auðveldara með að eiga góða stund Með þessari grein vil ég hvetja þá karlmenn sem enn standa og pissa til að hugsa sinn gang. Sér í lagi þá sem ekki búa einir og deila salernisaðstöðu með öðrum, og sjá ekki um þrifin. Þó verð ég að segja að þeir karlmenn sem þrífa klósettið eftir sig og pissa standandi eru búnir að taka rökrétt skref í að leiðrétta ákveðið kynbundið óréttlæti. Hinsvegar hljótum við að sjá að rök leiða í þá átt að betra sé, félagslega, líkamlega og tilfinningalega að pissa sitjandi. Athugið, þjóðfélagsbreytingar sem þessar geta tekið tíma því breytingar eru okkur misauðveldar. Þó flestir okkar vilji meina að við séum rökverur, þá erum við víst með tilfinningar líka, þrátt fyrir tilhneigingu til afneitunar. Kæru íslensku karlmenn, væri ekki næs að vera bestir í heimi í þessu líka? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sem barni þá var mér fyrst kennt að sitja á klósettinu til að venjast af bleyjunni. Sem vaxandi ungum dreng, sem vildi sem fyrst verða að fullvaxta karlmanni, þá var mér kennt að standa upp og pissa. Hvergi var það rætt hvaða tilgangi þetta þjónaði eða hvort að það væri einhver afleiðing af þessari breytingu. Meira að segja móðir mín sagði ekkert, sem ég veit nú að þreif sífellt upp eftir mig og aðra þegjandi og þakkarlaust. Það voru þrír bræður, einn faðir og um fimm til tíu aðrir karlkyns vinir eða vandamenn sem pissuðu hvern einasta dag í sama klósettið. Líklega ekki margir sem gáfu því gaum hvort að klósettið, umliggjandi gólf eða veggir lyktuðu af hlandi eður ei. Mig grunar nú sterklega að mamma hafi þrifið hvert einasta kvöld, því ekki kom ég að klósettinu illa lyktandi á morgnanna. Þessa þegjandi þrautseigju á ég hreinlega erfitt með að skilja. Það tók mig nær 20 ár að uppgötva samhengi milli hlandfýlu og fjölda þrifa. Þessi þróun kom til vegna þess að ég fór sjálfur að sjá um þrifin á klósettinu sem ég notaði. Einhverju síðar benti góður vinur minn mér á að prufa að setjast á klósettið á meðan ég væri að pissa. Mér fannst það undarleg hugmynd og sá ég mig ekki fyrir mér gera slíkt, það var jú ekki karlmanna háttur. Sem þenkjandi einstaklingur varð ég hugsi yfir þessum viðbrögðum mínum og velti því fyrir mér hvort það væri partur af birtingarmynd karlmennskunnar að standa við þvaglát og fyllast stolti til að mynda yfir því að öðlast gott mið. Á endanum ákvað ég þó að prófa þetta og hef ég ekki pissað standandi síðan. Það eru einungis tvær kringumstæður sem kalla á það að ég pissi standandi; ef ég er utandyra og get pissað með vindinum (og græt nokkrum krókódílatárum í leiðinni vegna þess að ég veit að skórnir mínir munu án efa fá nokkra hlanddropa á sig) og ef ég er við þvagskál, eða klósett sem á vantar setu eða er svo illa útileikið að þrif setunnar þarf hanska. Nokkrir kostir þess að sitja og pissa: - Auðveldara að tæma blöðruna (vísindarannsókn hér að baki) - Sterkari þvagbuna (sama vísindarannsókn) - Aðdráttarafl jarðar hefur styttri tíma til að auka hröðun dropa - Þvagstraumur og dropar mynda minna rask á yfirborði vatns og minna endurkast - Hlandið helst neðar í skálinni, sem sturtast svo í burtu með vatni í stað þess að sitja á stöðum sem sturtun nær ekki til - Minnkar líkur þess að pissa á brún eða útfyrir - Auðveldara að slaka á í minni hlandfýlu - Aðrir sem nota klósettið og girnast ekki hlandlykt eða pissfruss eiga auðveldara með að eiga góða stund Með þessari grein vil ég hvetja þá karlmenn sem enn standa og pissa til að hugsa sinn gang. Sér í lagi þá sem ekki búa einir og deila salernisaðstöðu með öðrum, og sjá ekki um þrifin. Þó verð ég að segja að þeir karlmenn sem þrífa klósettið eftir sig og pissa standandi eru búnir að taka rökrétt skref í að leiðrétta ákveðið kynbundið óréttlæti. Hinsvegar hljótum við að sjá að rök leiða í þá átt að betra sé, félagslega, líkamlega og tilfinningalega að pissa sitjandi. Athugið, þjóðfélagsbreytingar sem þessar geta tekið tíma því breytingar eru okkur misauðveldar. Þó flestir okkar vilji meina að við séum rökverur, þá erum við víst með tilfinningar líka, þrátt fyrir tilhneigingu til afneitunar. Kæru íslensku karlmenn, væri ekki næs að vera bestir í heimi í þessu líka?
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar