Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. ágúst 2019 13:15 Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, undirbúa sig fyrir skoðunarverð um Hellisheiðarvirkjun. Í bakgrunn má sjá Håkan Juholt, sendirherra Svíþjóðar hér á landi. Mynd/Stjórnarráðið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í morgun. Stefan er fyrstur nokkurra þjóðarleiðtoga sem nú streyma til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. Auk forsætisráðherra Norðurlandanna verða þar leiðtogar Grænlands, Álandseyja og Færeyja auk Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem verður þar sérstakur gestur. Fjölmiðlamenn, Katrín og fylgdarlið hennar þurftu að bíða ögn eftir Sænska forsætisráðherranum en honum seinkaði um tæpan hálftíma. Það sakaði þó ekki. Vel fór á með ráðherrunum enda hafa þau Katrín og Löfven hist nokkrum sinnum. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tók á móti ráðherrunum í anddyri Hellisheiðarvirkjunar og veitti þeim leiðsögn um svæðið. Ekki er óalgengt að erlendir ráðamenn kynni sér jarðvarmavirkjanir á Íslandi í opinberum heimsóknum sínum. Að leiðsögninni lokinni héldu Katrín og Löfven til Hveragerðis þar sem þau snæddu hádegisverð og ræddu stjórnmálaástandið í heiminum og samskipti ríkjanna. Síðdegis, klukkan hálf fimm, tekur Katrín svo á móti Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Að því loknu heldur hún á Þingvelli þar sem hún tekur á móti Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, á Hakinu klukkan sjö. Í kjölfarið munu þær svo halda blaðamannafund í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. Streymt verður frá fundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, á Vísi klukkan 19:45. Finnland Svíþjóð Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09 Leiðtogar koma til landsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. 19. ágúst 2019 06:30 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í morgun. Stefan er fyrstur nokkurra þjóðarleiðtoga sem nú streyma til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. Auk forsætisráðherra Norðurlandanna verða þar leiðtogar Grænlands, Álandseyja og Færeyja auk Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem verður þar sérstakur gestur. Fjölmiðlamenn, Katrín og fylgdarlið hennar þurftu að bíða ögn eftir Sænska forsætisráðherranum en honum seinkaði um tæpan hálftíma. Það sakaði þó ekki. Vel fór á með ráðherrunum enda hafa þau Katrín og Löfven hist nokkrum sinnum. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tók á móti ráðherrunum í anddyri Hellisheiðarvirkjunar og veitti þeim leiðsögn um svæðið. Ekki er óalgengt að erlendir ráðamenn kynni sér jarðvarmavirkjanir á Íslandi í opinberum heimsóknum sínum. Að leiðsögninni lokinni héldu Katrín og Löfven til Hveragerðis þar sem þau snæddu hádegisverð og ræddu stjórnmálaástandið í heiminum og samskipti ríkjanna. Síðdegis, klukkan hálf fimm, tekur Katrín svo á móti Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Að því loknu heldur hún á Þingvelli þar sem hún tekur á móti Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, á Hakinu klukkan sjö. Í kjölfarið munu þær svo halda blaðamannafund í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. Streymt verður frá fundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, á Vísi klukkan 19:45.
Finnland Svíþjóð Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09 Leiðtogar koma til landsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. 19. ágúst 2019 06:30 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09
Leiðtogar koma til landsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. 19. ágúst 2019 06:30
Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24