Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. ágúst 2019 13:15 Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, undirbúa sig fyrir skoðunarverð um Hellisheiðarvirkjun. Í bakgrunn má sjá Håkan Juholt, sendirherra Svíþjóðar hér á landi. Mynd/Stjórnarráðið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í morgun. Stefan er fyrstur nokkurra þjóðarleiðtoga sem nú streyma til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. Auk forsætisráðherra Norðurlandanna verða þar leiðtogar Grænlands, Álandseyja og Færeyja auk Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem verður þar sérstakur gestur. Fjölmiðlamenn, Katrín og fylgdarlið hennar þurftu að bíða ögn eftir Sænska forsætisráðherranum en honum seinkaði um tæpan hálftíma. Það sakaði þó ekki. Vel fór á með ráðherrunum enda hafa þau Katrín og Löfven hist nokkrum sinnum. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tók á móti ráðherrunum í anddyri Hellisheiðarvirkjunar og veitti þeim leiðsögn um svæðið. Ekki er óalgengt að erlendir ráðamenn kynni sér jarðvarmavirkjanir á Íslandi í opinberum heimsóknum sínum. Að leiðsögninni lokinni héldu Katrín og Löfven til Hveragerðis þar sem þau snæddu hádegisverð og ræddu stjórnmálaástandið í heiminum og samskipti ríkjanna. Síðdegis, klukkan hálf fimm, tekur Katrín svo á móti Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Að því loknu heldur hún á Þingvelli þar sem hún tekur á móti Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, á Hakinu klukkan sjö. Í kjölfarið munu þær svo halda blaðamannafund í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. Streymt verður frá fundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, á Vísi klukkan 19:45. Finnland Svíþjóð Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09 Leiðtogar koma til landsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. 19. ágúst 2019 06:30 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í morgun. Stefan er fyrstur nokkurra þjóðarleiðtoga sem nú streyma til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. Auk forsætisráðherra Norðurlandanna verða þar leiðtogar Grænlands, Álandseyja og Færeyja auk Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem verður þar sérstakur gestur. Fjölmiðlamenn, Katrín og fylgdarlið hennar þurftu að bíða ögn eftir Sænska forsætisráðherranum en honum seinkaði um tæpan hálftíma. Það sakaði þó ekki. Vel fór á með ráðherrunum enda hafa þau Katrín og Löfven hist nokkrum sinnum. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tók á móti ráðherrunum í anddyri Hellisheiðarvirkjunar og veitti þeim leiðsögn um svæðið. Ekki er óalgengt að erlendir ráðamenn kynni sér jarðvarmavirkjanir á Íslandi í opinberum heimsóknum sínum. Að leiðsögninni lokinni héldu Katrín og Löfven til Hveragerðis þar sem þau snæddu hádegisverð og ræddu stjórnmálaástandið í heiminum og samskipti ríkjanna. Síðdegis, klukkan hálf fimm, tekur Katrín svo á móti Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Að því loknu heldur hún á Þingvelli þar sem hún tekur á móti Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, á Hakinu klukkan sjö. Í kjölfarið munu þær svo halda blaðamannafund í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. Streymt verður frá fundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, á Vísi klukkan 19:45.
Finnland Svíþjóð Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09 Leiðtogar koma til landsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. 19. ágúst 2019 06:30 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09
Leiðtogar koma til landsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. 19. ágúst 2019 06:30
Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24