Eftir lánssamninginn eiga þeir þýsku forkaupsrétt á Brassanum en hann mun þá kosta tæplega 110 milljónir punda vilji Bayern kaupa hann.
Bayern borgar tæplega átta milljónir punda fyrir lánið en þeir sjá einnig um að borga Coutinho launin hans.
"I can't wait to pull on this shirt and play" @Phil_Coutinho is officially an #FCBayern player #ServusCoutinhopic.twitter.com/3ovigYxuA7
— FC Bayern English (@FCBayernEN) August 19, 2019
Coutinho mun leika í treyju númer tíu hjá Bayern en hann gekkst undir læknisskoðun hjá Bayern í gær.
Það eru einungis átján mánuðir síðan að Barcelona borgaði 146 milljónir punda fyrir Coutinho er hann kom frá Liverpool.