Fannst látinn morguninn eftir fyrsta leikinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 09:30 Archie Bruce Mynd/Twitter/Batley Bulldogs RLFC Batley Bulldogs gaf ungum nýliða sitt fyrsta tækifæri í leik á laugardaginn og sá hinn sami geislaði af gleði eftir leik. Aðeins tuttugu klukkutímum seinna var líf hans á enda. Ungur leikmaður sem var að stíga sín fyrstu spor með liði Batley Bulldogs fannst látinn á hótelherbergi í Toulouse í suður Frakklandi. Archie Bruce lék sinn fyrsta leik með Batley Bulldogs daginn áður eða aðeins tuttugu klukkutímum áður en hann fannst. Batley Bulldogs tilkynnti um lát leikmanns síns. „Fjölskylda Archie var látin vita. Batley Bulldogs, Rugby Football Leagu og RFL Benevolent sjóðurinn munu styðja við fjölskyldu hans,“ segir í tilkynningu frá Batley Bulldogs.20-year-old Batley Bulldogs player Archie Bruce has been found dead the morning after making his debut in Toulouse. More: https://t.co/VcB5dX3EZu#bbcrlpic.twitter.com/KgpKV8ZqID — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Rannsókn er farin í gang í Frakklandi en í fyrstu fréttum kom ekkert fram um dánarorsök. „Bruce fjölskyldan hefur beðið um að fá að syrgja í friði á þessum erfiða tíma,“ sagði Kevin Nicholas, stjórnarformaður Batley Bulldogs í samtali við BBC. Archie Bruce spilaði áður með áhugamannafélaginu Dewsbury Moor en var þarna að fá sitt fyrsta tækifæri með atvinnumannafélagi. Hann kom inná sem varamaður í tapleik á móti franska félaginu Toulouse á laugardaginn. Archie Bruce var í framtíðarplönum Batley Bulldogs en félagið var meira að undirbúa hann fyrir 2020 tímabilið en ekki 2019 tímabilið. Þjálfarinn Matt Diskin ákvað að leyfa honum að fá fyrsta leikinn þökk sé áhuga hans og orku á æfingum. Í grein Guardian kemur fram að Archie Bruce hafi átt nokkru flott hlaup með boltann í leiknum og það sáu allir eftir leikinn hvað hann var ánægður með að hafa fengið að spila. Archie Bruce er lýst sem gáfuðum, kurteisum, fyndnum og sérstaklega viðkunnanlegum strák. Það er því mikil sorg í herbúðum Batley Bulldogs eftir þessar hræðilegu fréttir.The RFL Benevolent fund have created a Just Giving Page in memory of Archie Bruce. Details at...https://t.co/e7MBglUPY4pic.twitter.com/6mfzmxZ7ng — Batley Bulldogs RLFC (@BatleyRLFC) August 18, 2019 Andlát Bretland England Frakkland Rugby Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Sjá meira
Batley Bulldogs gaf ungum nýliða sitt fyrsta tækifæri í leik á laugardaginn og sá hinn sami geislaði af gleði eftir leik. Aðeins tuttugu klukkutímum seinna var líf hans á enda. Ungur leikmaður sem var að stíga sín fyrstu spor með liði Batley Bulldogs fannst látinn á hótelherbergi í Toulouse í suður Frakklandi. Archie Bruce lék sinn fyrsta leik með Batley Bulldogs daginn áður eða aðeins tuttugu klukkutímum áður en hann fannst. Batley Bulldogs tilkynnti um lát leikmanns síns. „Fjölskylda Archie var látin vita. Batley Bulldogs, Rugby Football Leagu og RFL Benevolent sjóðurinn munu styðja við fjölskyldu hans,“ segir í tilkynningu frá Batley Bulldogs.20-year-old Batley Bulldogs player Archie Bruce has been found dead the morning after making his debut in Toulouse. More: https://t.co/VcB5dX3EZu#bbcrlpic.twitter.com/KgpKV8ZqID — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Rannsókn er farin í gang í Frakklandi en í fyrstu fréttum kom ekkert fram um dánarorsök. „Bruce fjölskyldan hefur beðið um að fá að syrgja í friði á þessum erfiða tíma,“ sagði Kevin Nicholas, stjórnarformaður Batley Bulldogs í samtali við BBC. Archie Bruce spilaði áður með áhugamannafélaginu Dewsbury Moor en var þarna að fá sitt fyrsta tækifæri með atvinnumannafélagi. Hann kom inná sem varamaður í tapleik á móti franska félaginu Toulouse á laugardaginn. Archie Bruce var í framtíðarplönum Batley Bulldogs en félagið var meira að undirbúa hann fyrir 2020 tímabilið en ekki 2019 tímabilið. Þjálfarinn Matt Diskin ákvað að leyfa honum að fá fyrsta leikinn þökk sé áhuga hans og orku á æfingum. Í grein Guardian kemur fram að Archie Bruce hafi átt nokkru flott hlaup með boltann í leiknum og það sáu allir eftir leikinn hvað hann var ánægður með að hafa fengið að spila. Archie Bruce er lýst sem gáfuðum, kurteisum, fyndnum og sérstaklega viðkunnanlegum strák. Það er því mikil sorg í herbúðum Batley Bulldogs eftir þessar hræðilegu fréttir.The RFL Benevolent fund have created a Just Giving Page in memory of Archie Bruce. Details at...https://t.co/e7MBglUPY4pic.twitter.com/6mfzmxZ7ng — Batley Bulldogs RLFC (@BatleyRLFC) August 18, 2019
Andlát Bretland England Frakkland Rugby Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Sjá meira