Telur að frumvarp til lyfjalaga geri lítið úr lyfjafræðingum Sveinn Arnarsson skrifar 19. ágúst 2019 08:00 Ný lyfjalög eiga að leysa af hólmi lög frá 1994 sem eru að mati sérfræðinga barn síns tíma. Fréttablaðið/Anton Brink Fyrrverandi deildarstjóri hjá Lyfjastofnunsegir frumvarp heilbrigðisráðherra um ný lyfjalög hroðvirknislega unnið. Höfundar hafi ekki djúpa þekkingu á lyfjamálum. Frumvarpið verður líklegast lagt fram í vetur.Frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra lyfjalaga er hroðvirknislega unnið og mislukkað tækifæri til að endurskrifa lög sem úr sér eru gengin. Þetta er mat fyrrverandi deildarstjóra hjá Lyfjastofnun sem hefur áratuga reynslu af vinnu við fagið, bæði á Landakoti og hjá Lyfjastofnun.Til stendur að leggja fram frumvarp á næsta þingi þar sem lyfjalög eru endurskoðuð. Eldri lögin eru að sögn orðin úr sér gengin og ný tækni og þekking hafa gjörbreytt umhverfi lyfjamála.Mímir Arnórsson starfaði lengi hjá Lyfjastofnun og finnur margt að frumvarpi ráðherra.Mímir Arnórsson.„Til að byrja með þá stendur í fyrstu grein að lyfjadreifing sé órjúfanlegur hluti heilbrigðisþjónustu. Það eru einmitt til lög um heilbrigðisþjónustu og maður skyldi þá ætla að lög um heilbrigðisþjónustu myndu minnast á lyfjadreifingu. Hins vegar er ekki minnst á það í þeim lögum,“ segir Mímir. Einnig segir Mímir að í frumvarpi ráðherra séu fjölmörg hugtök sem ekki séu útskýrð nánar og ekki liggi í augum uppi hvað þýða. „Því verður erfitt að fara eftir þessum lögum,“ segir hann. Frumvarpið hefur sjálft verið í vinnslu í stjórnkerfinu í fjögur ár og á að koma í stað eldri lyfjalaga frá árinu 1994. Mímir segir mikilvægt að nýtt frumvarp verði að veruleika en telur þessa tilraun misheppnaða. „Lyfjalögin frá árinu 1994 eru orðin gömul og mjög erfitt fyrir lyfjafræðinga og þá sem starfa eftir þeim að fylgja lögunum. Svo þegar tækifæri gefst til að endursemja þetta allt saman þá er það gert hroðvirknislega, og ég tala nú ekki um málfarslega,“ segir Mímir. Í athugasemd við frumvarpið segir Mímir lítið gert úr lyfjafræðingum. „Enn fremur er ekki tryggt að lyfjafræðingur veiti Lyfjastofnun forstöðu eða stofnunin hafi lyfjafræðing í þjónustu sinni líkt og tryggt er að læknir sinni Embætti landlæknis eða dýralæknir sé staðgengill forstjóri Matvælastofnunar. Með frumvarpinu er gert lítið úr lyfjafræðingum og þar með framlagi heillar deildar innan Háskóla Íslands. Frumvarpið er hroðvirknislega unnið og höfunda þess skortir yfirsýn og djúpa innsýn í lyfjamál,“ segir í athugasemd Mímis Arnórssonar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Fyrrverandi deildarstjóri hjá Lyfjastofnunsegir frumvarp heilbrigðisráðherra um ný lyfjalög hroðvirknislega unnið. Höfundar hafi ekki djúpa þekkingu á lyfjamálum. Frumvarpið verður líklegast lagt fram í vetur.Frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra lyfjalaga er hroðvirknislega unnið og mislukkað tækifæri til að endurskrifa lög sem úr sér eru gengin. Þetta er mat fyrrverandi deildarstjóra hjá Lyfjastofnun sem hefur áratuga reynslu af vinnu við fagið, bæði á Landakoti og hjá Lyfjastofnun.Til stendur að leggja fram frumvarp á næsta þingi þar sem lyfjalög eru endurskoðuð. Eldri lögin eru að sögn orðin úr sér gengin og ný tækni og þekking hafa gjörbreytt umhverfi lyfjamála.Mímir Arnórsson starfaði lengi hjá Lyfjastofnun og finnur margt að frumvarpi ráðherra.Mímir Arnórsson.„Til að byrja með þá stendur í fyrstu grein að lyfjadreifing sé órjúfanlegur hluti heilbrigðisþjónustu. Það eru einmitt til lög um heilbrigðisþjónustu og maður skyldi þá ætla að lög um heilbrigðisþjónustu myndu minnast á lyfjadreifingu. Hins vegar er ekki minnst á það í þeim lögum,“ segir Mímir. Einnig segir Mímir að í frumvarpi ráðherra séu fjölmörg hugtök sem ekki séu útskýrð nánar og ekki liggi í augum uppi hvað þýða. „Því verður erfitt að fara eftir þessum lögum,“ segir hann. Frumvarpið hefur sjálft verið í vinnslu í stjórnkerfinu í fjögur ár og á að koma í stað eldri lyfjalaga frá árinu 1994. Mímir segir mikilvægt að nýtt frumvarp verði að veruleika en telur þessa tilraun misheppnaða. „Lyfjalögin frá árinu 1994 eru orðin gömul og mjög erfitt fyrir lyfjafræðinga og þá sem starfa eftir þeim að fylgja lögunum. Svo þegar tækifæri gefst til að endursemja þetta allt saman þá er það gert hroðvirknislega, og ég tala nú ekki um málfarslega,“ segir Mímir. Í athugasemd við frumvarpið segir Mímir lítið gert úr lyfjafræðingum. „Enn fremur er ekki tryggt að lyfjafræðingur veiti Lyfjastofnun forstöðu eða stofnunin hafi lyfjafræðing í þjónustu sinni líkt og tryggt er að læknir sinni Embætti landlæknis eða dýralæknir sé staðgengill forstjóri Matvælastofnunar. Með frumvarpinu er gert lítið úr lyfjafræðingum og þar með framlagi heillar deildar innan Háskóla Íslands. Frumvarpið er hroðvirknislega unnið og höfunda þess skortir yfirsýn og djúpa innsýn í lyfjamál,“ segir í athugasemd Mímis Arnórssonar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira