„Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 18. ágúst 2019 19:46 Ok er ekki lengur jökull. Það var fjölmennt við minningarathöfnina í dag Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Hópur fólks minntist þess í dag að jökullinn Ok hefði misst sinn sess og teldist ekki lengur vera einn af jöklum Íslands. Forsætisráðherra segir aðgerðir í loftslagsmálum skipta meira máli en yfirlýsingar um neyðarástand. Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. Hópur vísinda- og listamanna með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Mary Robinsson, fyrrverandi forseta Írlands í broddi fylkingar fór að rótum hins fyrrverandi jökuls í Kaldadal í morgun þar sem hann var formlega kvaddur og við það tækifæri afhjúpaður minnisvarði um jökul sem áður var. Með hvarfi Oks jökuls, sem áður taldi um 15 ferkílómetra og var um 50 metra þykkur, er komið nýtt vatn sem er hæsta stöðuvatn landsins og hefur hlotið nafnið Blávatn.Sjá einnig: „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok“ 56 smájöklar á norðurhluta Íslands hafa horfið en þeir voru alls 300 talsins árið 2014. Það að Ok jökull sé horfinn er skýr birtingarmynd hnattrænnar hlýnunar. „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við henni því að það munu koma alvarlegar afleiðingar af því fyrir allt mannkyn sem að við getum ekki stoppað. En við verðum að bregðast eins hratt við og við getum til þess að minnka þessi áhrif,“ segir Oddur Sigurðsson jöklasérfræðingur sem las upp dánarvottorð Ok jökuls við athöfnina í dag en það var hann sem úrskurðaði Ok ekki lengur jökul árið 2014.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands.Mynd/Facebook-síða Katrínar Jakobsdóttur„Við þurfum auðvitað að bæði standa okkar vakt, en við þurfum líka að taka þessi mál upp á alþjóðavettvangi í miklu ríkari mæli en við höfum gert,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. En telur hún ástæðu fyrir Íslendinga til að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsmála? „Mín skoðun er sú að í þessu máli skipti aðgerðir meiru en orð,“ svarar Katrín. „Við erum að sjá neyðarástand víða um heim vegna loftslagsbreytinga. Stóra málið er, hvað ætlum við að gera til að bregðast við því?“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tekur í sama streng. „Það er líka mikilvægt, að land eins og Ísland sem að hefur þessa fallegu táknrænu jökla, sendi út skýr skilaboð um það, eiginlega bara „hingað og ekki lengra,“ nú er þörf á að allir taki höndum saman, Ísland, Norðurlöndin, og öll önnur ríki,“ segir Guðmundur Ingi. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11 Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum Þegar Andri Snær Magnason rithöfundur var beðinn um að skrifa texta á minnismerki um Ok, jökulinn sem hvarf, hélt hann sig vera að skrifa fyrir örfáa einstaklinga. Nú er þetta líklega orðið hans mest lesni texti frá upphafi. 17. ágúst 2019 07:45 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Hópur fólks minntist þess í dag að jökullinn Ok hefði misst sinn sess og teldist ekki lengur vera einn af jöklum Íslands. Forsætisráðherra segir aðgerðir í loftslagsmálum skipta meira máli en yfirlýsingar um neyðarástand. Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. Hópur vísinda- og listamanna með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Mary Robinsson, fyrrverandi forseta Írlands í broddi fylkingar fór að rótum hins fyrrverandi jökuls í Kaldadal í morgun þar sem hann var formlega kvaddur og við það tækifæri afhjúpaður minnisvarði um jökul sem áður var. Með hvarfi Oks jökuls, sem áður taldi um 15 ferkílómetra og var um 50 metra þykkur, er komið nýtt vatn sem er hæsta stöðuvatn landsins og hefur hlotið nafnið Blávatn.Sjá einnig: „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok“ 56 smájöklar á norðurhluta Íslands hafa horfið en þeir voru alls 300 talsins árið 2014. Það að Ok jökull sé horfinn er skýr birtingarmynd hnattrænnar hlýnunar. „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við henni því að það munu koma alvarlegar afleiðingar af því fyrir allt mannkyn sem að við getum ekki stoppað. En við verðum að bregðast eins hratt við og við getum til þess að minnka þessi áhrif,“ segir Oddur Sigurðsson jöklasérfræðingur sem las upp dánarvottorð Ok jökuls við athöfnina í dag en það var hann sem úrskurðaði Ok ekki lengur jökul árið 2014.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands.Mynd/Facebook-síða Katrínar Jakobsdóttur„Við þurfum auðvitað að bæði standa okkar vakt, en við þurfum líka að taka þessi mál upp á alþjóðavettvangi í miklu ríkari mæli en við höfum gert,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. En telur hún ástæðu fyrir Íslendinga til að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsmála? „Mín skoðun er sú að í þessu máli skipti aðgerðir meiru en orð,“ svarar Katrín. „Við erum að sjá neyðarástand víða um heim vegna loftslagsbreytinga. Stóra málið er, hvað ætlum við að gera til að bregðast við því?“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tekur í sama streng. „Það er líka mikilvægt, að land eins og Ísland sem að hefur þessa fallegu táknrænu jökla, sendi út skýr skilaboð um það, eiginlega bara „hingað og ekki lengra,“ nú er þörf á að allir taki höndum saman, Ísland, Norðurlöndin, og öll önnur ríki,“ segir Guðmundur Ingi.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11 Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum Þegar Andri Snær Magnason rithöfundur var beðinn um að skrifa texta á minnismerki um Ok, jökulinn sem hvarf, hélt hann sig vera að skrifa fyrir örfáa einstaklinga. Nú er þetta líklega orðið hans mest lesni texti frá upphafi. 17. ágúst 2019 07:45 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
„Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32
Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18
Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11
Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum Þegar Andri Snær Magnason rithöfundur var beðinn um að skrifa texta á minnismerki um Ok, jökulinn sem hvarf, hélt hann sig vera að skrifa fyrir örfáa einstaklinga. Nú er þetta líklega orðið hans mest lesni texti frá upphafi. 17. ágúst 2019 07:45
Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24