Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 14:50 Kaczynski og félagar í Lögum og réttlæti beina spjótum sínum nú í auknum mæli að hinsegin fólki. Áður barðist flokkurinn helst gegn innflytjendum og flóttafólki. Vísir/EPA Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, íhaldsflokksins sem stýrir Póllandi, fordæmir gleðigöngur þar sem krafist er réttinda hinsegin fólks og segir Pólverjar verða að streitast gegn þeim. Flokkurinn elur nú á andúð á hinsegin fólki til að tryggja sér endurkjör í kosningum í haust. Þegar Lög og réttlæti komst fyrst til valda var það meðal annars vegna baráttu flokksins gegn innflytjendum og flóttafólki. Í aðdraganda þingkosninga sem fara fram 13. október hefur flokkurinn ákveðið að gera réttindi hinsegin fólks að skotspóni sínum til að laða að stuðnings íhaldssamra kjósenda. „Harða atlagan, þessi ferðasirkus sem birtist í fjölda borga til að ögra og gráta svo…við erum þau sem verðum fyrir skaða af þessu, það verður að afhjúpa þetta og vísa frá,“ sagði Kaczynski í lautarferð á vegum flokksins í bænum Stalowa Wola í dag. Sagði hann að framfylgja þyrfti lögum til þess ítrasta „til að koma reglum yfir þetta“ án þess að skýra frekar hvað hann ætti við, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Málflutningur stjórnarflokksins er studdur af kaþólsku kirkjunni í Póllandi. Erkibiskup kirkjunnar sagði fyrr í þessum mánuði að „regnbogaplága“ baráttufólks fyrir réttindum hinsegin fólks sæti nú um Pólland. Líkti hann þeim við leiðtoga Kommúnistaflokksins sem áður réði ríkjum í landinu. Kaczynski sagði Lög og réttlæti eina flokkinn sem gæti komið kaþólsku kirkjunni til varnar fyrir árásum á „fjölskyldugildi“ frá vesturlöndum. Stjórnarandstæðingar hafa deilt á stjórnarflokkinn fyrir að ýta undir ofbeldi gegn hinsegin fólki undanfarnar vikur. Ráðist var á þátttakendur í gleðigöngu í borginni Bialystok í síðasta mánuði. Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Þátttakendur grýttir í gleðigöngu Haldin var fyrsta Gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. 21. júlí 2019 17:56 Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, íhaldsflokksins sem stýrir Póllandi, fordæmir gleðigöngur þar sem krafist er réttinda hinsegin fólks og segir Pólverjar verða að streitast gegn þeim. Flokkurinn elur nú á andúð á hinsegin fólki til að tryggja sér endurkjör í kosningum í haust. Þegar Lög og réttlæti komst fyrst til valda var það meðal annars vegna baráttu flokksins gegn innflytjendum og flóttafólki. Í aðdraganda þingkosninga sem fara fram 13. október hefur flokkurinn ákveðið að gera réttindi hinsegin fólks að skotspóni sínum til að laða að stuðnings íhaldssamra kjósenda. „Harða atlagan, þessi ferðasirkus sem birtist í fjölda borga til að ögra og gráta svo…við erum þau sem verðum fyrir skaða af þessu, það verður að afhjúpa þetta og vísa frá,“ sagði Kaczynski í lautarferð á vegum flokksins í bænum Stalowa Wola í dag. Sagði hann að framfylgja þyrfti lögum til þess ítrasta „til að koma reglum yfir þetta“ án þess að skýra frekar hvað hann ætti við, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Málflutningur stjórnarflokksins er studdur af kaþólsku kirkjunni í Póllandi. Erkibiskup kirkjunnar sagði fyrr í þessum mánuði að „regnbogaplága“ baráttufólks fyrir réttindum hinsegin fólks sæti nú um Pólland. Líkti hann þeim við leiðtoga Kommúnistaflokksins sem áður réði ríkjum í landinu. Kaczynski sagði Lög og réttlæti eina flokkinn sem gæti komið kaþólsku kirkjunni til varnar fyrir árásum á „fjölskyldugildi“ frá vesturlöndum. Stjórnarandstæðingar hafa deilt á stjórnarflokkinn fyrir að ýta undir ofbeldi gegn hinsegin fólki undanfarnar vikur. Ráðist var á þátttakendur í gleðigöngu í borginni Bialystok í síðasta mánuði.
Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Þátttakendur grýttir í gleðigöngu Haldin var fyrsta Gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. 21. júlí 2019 17:56 Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Þátttakendur grýttir í gleðigöngu Haldin var fyrsta Gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. 21. júlí 2019 17:56
Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07