Cole, sem er 38 ára, lék lengst af með Arsenal og Chelsea. Hann varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með Arsenal og einu sinni með Chelsea.
Þá vann hann ensku bikarkeppnina sjö sinnum, oftar en nokkur leikmaður. Hann varð bikarmeistari með Arsenal 2002, 2003 og 2005 og Chelsea 2007, 2009, 2010 og 2012.
Cole var í sigurliði Chelsea í Meistaradeild Evrópu 2012 og Evrópudeildinni 2013.
Premier League
FA Cup
League Cup
Champions League
Europa League@TheRealAC3 has announced his retirement from professional football.
What a career he had.pic.twitter.com/lsKlj9dMl9
— B/R Football (@brfootball) August 18, 2019
Cole yfirgaf Chelsea 2014 og gekk í raðir Roma. Hann fór til Los Angeles Galaxy 2016 og lék svo sína síðustu leiki á ferlinum með Derby County á síðasta tímabili.
Cole lék 107 leiki fyrir enska landsliðið og er leikjahæsti bakvörður þess frá upphafi. Hann lék með Englandi á þremur heimsmeistaramótum og tveimur Evrópumótum.