Mikil úrkoma stöðvaði ekki í tugir þúsunda mótmælenda í að koma saman í miðborg Hong Kong í dag. Mótmælin hafa nú staðið yfir í tíu vikur en harðnandi átök við lögreglu hefur sett svip sinn á þau undanfarið. Skipuleggjendurnir segjast vonast eftir að mótmæli dagsins verði friðsamleg.
Lögreglan í borginni gaf leyfi fyrir samkomunni í garði í miðborginni en bannað hvers kyns göngur mótmælenda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Upphaflega beindust mótmælin að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á íbúum Hong Kong til kínverskra stjórnvalda. Hong Kong nýtur sjálfstjórnar innan Kína og eru íbúar þar því frjálsari en Kínverjar á meginlandinu. Eftir að frumvarpið var lagt til hliðar hafa mótmælin beinst að því að verja frelsi og lýðræði í Hong Kong.
Kínversk stjórnvöld hafa líkt mótmælunum í Hong Kong sem svo að þau jaðri við hryðjuverkastarfsemi.
Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram
Kjartan Kjartansson skrifar
