Búist við fjölmenni í miðbænum vegna Gleðigöngunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2019 12:10 Frá Gleðigöngu síðasta árs. Vísir/Friðrik Hinsegin dagar ná hápunkti sínum í dag þegar Gleðigangan verður farin frá Skólavörðuholti. Gangan er sú stærsta frá upphafi og er búist er við miklu fjölmenni í miðbæ Reykjavíkur. Mikið hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks en baráttunni er hvergi nærri lokið segir einn göngustjóra. Hinsegin dagar hafa vaxið með miklum hraða undanfarin ár og hefur hinsegin fólk, fjölskyldur þess og vinir fylkt liði í gleðigöngu um miðborgina og endað með útitónleikum. Í dag er Gleðigangan orðin ein af þremur stærstu viðburðum borgarinnar þar sem þátttakendur hlaupa á tugum þúsunda. Steinunn Natasha Daníelsdóttir segir að gangan í dag verði með breyttu sniði. „Hún verður stór og hún fer nýja leið. Þetta verður nýtt og spennandi fyrir marga, okkur líka og það verða atriði sem við höfum ekki séð áður. Atriði sem hafa tekið sé pásu og eru að koma aftur og svo auðvitað gamli góði Palli,“ segir Steina. Um fjörutíu atriði verða í Gleðigöngunni í ár sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö. Hluti þeirra sem taka þátt eru erlendir gestir. „Við fáum alltaf á hverju ári alveg slatta af fólki sem vill annað hvort vera sjálfboðaliðar og hjálpa okkur eða vill fá að komast inn í atriðið hjá okkur og það er alltaf opið fyrir flesta í þessum helstu félagasamtökum eins og Samtökunum 78 og fleirum, þannig að við reynum að koma öllum fyrir þar sem þeim finnst þeir eiga heima,“ segir Steina. Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið er góð og gerir Steina ráð fyrir miklu fjölmenni í bænum. „Þetta hefur verið svona sjötíu þúsund og jafnvel upp í níutíu þúsund sem koma að horfa þannig að það fer svolítið eftir veðri og vindum bara en þetta lítur vel út,“ segir Steina. Mikið hefur áunnist í réttindabaráttu Hinsegin fólks á undanförnum árum. Steina segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Ég held að aðaláhersluatriðin núna sé á intersex réttindi og líka á hinsegin flóttafólk. Það er svona það sem er helst á stefnuskránni hjá Samtökunum 78 eins og er núna nýlegustu lagabreytingarnar voru settar í gegn með því að klippa kafla um intersex börn. Þannig að við viljum halda áfram að berjast fyrir því. Svo er alltaf mikilvægt að halda við þeim réttindum sem þegar eru komin. Við höfum séð það, til dæmis í Bandaríkjunum að þessi réttindi eru að ganga til baka,“ segir Steina. Gleðiganga Hinsegin daga fer að þessu sinni frá Skólavörðuholti, niður Skólavörðustíg og Bankastræti, suður Lækjargötu, Fríkirkjuveg og Sóleyjargötu að Hljómskálagarðinum. Gleðigangan og útitónleikarnir eru hápunktur Hinsegin daga sem farið hafa fram í Reykjavík frá 8. ágúst. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega í bæinn. Hinsegin Reykjavík Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Hinsegin dagar ná hápunkti sínum í dag þegar Gleðigangan verður farin frá Skólavörðuholti. Gangan er sú stærsta frá upphafi og er búist er við miklu fjölmenni í miðbæ Reykjavíkur. Mikið hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks en baráttunni er hvergi nærri lokið segir einn göngustjóra. Hinsegin dagar hafa vaxið með miklum hraða undanfarin ár og hefur hinsegin fólk, fjölskyldur þess og vinir fylkt liði í gleðigöngu um miðborgina og endað með útitónleikum. Í dag er Gleðigangan orðin ein af þremur stærstu viðburðum borgarinnar þar sem þátttakendur hlaupa á tugum þúsunda. Steinunn Natasha Daníelsdóttir segir að gangan í dag verði með breyttu sniði. „Hún verður stór og hún fer nýja leið. Þetta verður nýtt og spennandi fyrir marga, okkur líka og það verða atriði sem við höfum ekki séð áður. Atriði sem hafa tekið sé pásu og eru að koma aftur og svo auðvitað gamli góði Palli,“ segir Steina. Um fjörutíu atriði verða í Gleðigöngunni í ár sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö. Hluti þeirra sem taka þátt eru erlendir gestir. „Við fáum alltaf á hverju ári alveg slatta af fólki sem vill annað hvort vera sjálfboðaliðar og hjálpa okkur eða vill fá að komast inn í atriðið hjá okkur og það er alltaf opið fyrir flesta í þessum helstu félagasamtökum eins og Samtökunum 78 og fleirum, þannig að við reynum að koma öllum fyrir þar sem þeim finnst þeir eiga heima,“ segir Steina. Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið er góð og gerir Steina ráð fyrir miklu fjölmenni í bænum. „Þetta hefur verið svona sjötíu þúsund og jafnvel upp í níutíu þúsund sem koma að horfa þannig að það fer svolítið eftir veðri og vindum bara en þetta lítur vel út,“ segir Steina. Mikið hefur áunnist í réttindabaráttu Hinsegin fólks á undanförnum árum. Steina segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Ég held að aðaláhersluatriðin núna sé á intersex réttindi og líka á hinsegin flóttafólk. Það er svona það sem er helst á stefnuskránni hjá Samtökunum 78 eins og er núna nýlegustu lagabreytingarnar voru settar í gegn með því að klippa kafla um intersex börn. Þannig að við viljum halda áfram að berjast fyrir því. Svo er alltaf mikilvægt að halda við þeim réttindum sem þegar eru komin. Við höfum séð það, til dæmis í Bandaríkjunum að þessi réttindi eru að ganga til baka,“ segir Steina. Gleðiganga Hinsegin daga fer að þessu sinni frá Skólavörðuholti, niður Skólavörðustíg og Bankastræti, suður Lækjargötu, Fríkirkjuveg og Sóleyjargötu að Hljómskálagarðinum. Gleðigangan og útitónleikarnir eru hápunktur Hinsegin daga sem farið hafa fram í Reykjavík frá 8. ágúst. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega í bæinn.
Hinsegin Reykjavík Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög