Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2019 19:30 Ekki verður tekin afstaða til almennra krafna í þrotabú WOW air þar sem forgangskröfur í þrotabúið eru of háar. Skiptastjóri telur líklegt að ágreiningur um kröfur í búið muni enda fyrir dómstólum. Þetta kom fram á fyrsta skiptafundi WOW air sem var haldinn í dag með helstu kröfuhöfum. Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. „Við fórum yfir það að það er verið að vinna á fullu í kröfuskránni og að afgreiða þessa bunka af forgangskröfum áfram til Ábyrgðarsjóðs launa,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri í þrotabúi WOW air. Á fundinum var kröfuhöfum gerð grein fyrir því að afstaða væri ekki tekin til almennra krafna þar sem forgangskröfur í búið væru það háar. En fást almennar kröfur greiddar að einhverju leyti eða munu forgangskröfur tæma búið? „Mér sýnist staðan vera sú að við eigum í fullu fangi með að greiða upp í forgangskröfur,“ sagði Sveinn Andri. Í skýrslu skiptastjóra kemur fram að fjárfestingafélagið Títan, sem er að fullu í eigu Skúla Mogensen og heldur utan um eignarhlut hans í WOW air, hafi hafnað kröfu skiptastjóra um að endurgreiða þrotabúi flugfélagsins tæpar 108 milljónir. Málið varðar kaup WOW air á hlutaféi sem Títan átti í fraktflutningafélaginu Cargo Express. Samningurinn var gerður í júní í fyrra. Skiptastjórar eru með viðskiptin til skoðunar þar sem WOW air greiddi Títan tæpar 108 milljónir króna þremur mánuðum fyrir umsaminn gjalddaga og sjö vikum fyrir gjaldþrot WOW air. Sveinn segir ágreining vera um einhverjar kröfur sem gæti endað fyrir dómstólum. „Já, alveg án efa. Þetta eru sex þúsund kröfur og forgangskröfurnar eru einnig kröfur utan Skipta. Þarna er ágreiningur um sem vonandi leysist að mestu en ef ekki þá gera lögin ráð fyrir því að skiptastjórar vísi slíkum kröfum til úrlausnar hjá Héraðsdómi ef ekki næst sátt,“ sagði Sveinn Andri. Þá kom það fram á fundinum að þóknun skiptastjóranna tveggja og fulltrúa þeirra nemi 33.3 milljónum króna. Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Ekki verður tekin afstaða til almennra krafna í þrotabú WOW air þar sem forgangskröfur í þrotabúið eru of háar. Skiptastjóri telur líklegt að ágreiningur um kröfur í búið muni enda fyrir dómstólum. Þetta kom fram á fyrsta skiptafundi WOW air sem var haldinn í dag með helstu kröfuhöfum. Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. „Við fórum yfir það að það er verið að vinna á fullu í kröfuskránni og að afgreiða þessa bunka af forgangskröfum áfram til Ábyrgðarsjóðs launa,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri í þrotabúi WOW air. Á fundinum var kröfuhöfum gerð grein fyrir því að afstaða væri ekki tekin til almennra krafna þar sem forgangskröfur í búið væru það háar. En fást almennar kröfur greiddar að einhverju leyti eða munu forgangskröfur tæma búið? „Mér sýnist staðan vera sú að við eigum í fullu fangi með að greiða upp í forgangskröfur,“ sagði Sveinn Andri. Í skýrslu skiptastjóra kemur fram að fjárfestingafélagið Títan, sem er að fullu í eigu Skúla Mogensen og heldur utan um eignarhlut hans í WOW air, hafi hafnað kröfu skiptastjóra um að endurgreiða þrotabúi flugfélagsins tæpar 108 milljónir. Málið varðar kaup WOW air á hlutaféi sem Títan átti í fraktflutningafélaginu Cargo Express. Samningurinn var gerður í júní í fyrra. Skiptastjórar eru með viðskiptin til skoðunar þar sem WOW air greiddi Títan tæpar 108 milljónir króna þremur mánuðum fyrir umsaminn gjalddaga og sjö vikum fyrir gjaldþrot WOW air. Sveinn segir ágreining vera um einhverjar kröfur sem gæti endað fyrir dómstólum. „Já, alveg án efa. Þetta eru sex þúsund kröfur og forgangskröfurnar eru einnig kröfur utan Skipta. Þarna er ágreiningur um sem vonandi leysist að mestu en ef ekki þá gera lögin ráð fyrir því að skiptastjórar vísi slíkum kröfum til úrlausnar hjá Héraðsdómi ef ekki næst sátt,“ sagði Sveinn Andri. Þá kom það fram á fundinum að þóknun skiptastjóranna tveggja og fulltrúa þeirra nemi 33.3 milljónum króna.
Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37