Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 20:00 Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Vísir/Tryggvi Páll Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. Líkt og komið hefur fram í fréttum er lagt til í stefnumótandi áætlun sveitarfélaga til næstu fimmtán ára að fjöldi sveitarfélaga fækki og að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi árið 2026. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að stilla lágmarksfjöldann við eitt þúsund íbúa markið, ekki síst hjá minni sveitarfélögum.Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir.Í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð búa um fjögur hundruð íbúar, flestir í þéttbýlinu Grenivík. Ólíklegt er því að sveitarfélagið nái upp fyrir þúsund íbúa markið á næstu sjö árum. Þar á bæ líst mönnum illa á tillögurnar. „Það er enginn rök fyrir þessari tölu, þessum þúsund íbúum,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.Hræddur um að sameining jaðarsetji sveitarfélög Í tillögunum segir meðal annars að markmiðið með að hækka lögbundin lágmarksíbúafjölda sé að að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni. „Þessi breyting að stækka sveitarfélögin upp í þúsund, hún leysir það ekki. Við höfum mikla sannfæringu fyrir því hér að ef við verðum sameinuð verðum við ævinlega jaðarsvæði og það kemur fram í undirgögnum þessarar tillögu og víða annarstaðar að jaðarsvæði eiga jafnan undir högg að sækja. Hér höfum við mikla sannfæringu fyrir því að þjónustan muni ekki batna, en mjög mikil hætta á að hún muni versna,“ segir Þröstur.Þið viljið fá að ráða ykkar málum sjálf frekar en að vera hluti af stærra sveitarfélagi þar sem þið hafið minna að segja um ykkar málefni? „Já, það er mjög hætt við því að smám saman muni fjara undan þjónustunni og þar með búsetunni.“Þannig geti þessi stefna haft slæm áhrif á byggðaþróun í landinu„Ef að það er undirliggjandi markmið að þétta byggð í landinu og auka landsvæði sem eru í eyði, þá er þessi þúsund íbúa tala vel til þess fallin. Það er mikil hætta á að slík þróun haldi áfram og verði hraðari en verið hefur,“ segir Þröstur og bætir við að að hreppurinn hafi komið fram athugaemdum á öllum stigum málsins, án árangurs.„Við höfum talið okkur gera það með rökum en það hefur ekkert verið hlustað á það. Grýtubakkahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30 „Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00 Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum Sett er fram tillaga um að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026. 13. ágúst 2019 16:31 Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. 14. ágúst 2019 12:04 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. Líkt og komið hefur fram í fréttum er lagt til í stefnumótandi áætlun sveitarfélaga til næstu fimmtán ára að fjöldi sveitarfélaga fækki og að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi árið 2026. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að stilla lágmarksfjöldann við eitt þúsund íbúa markið, ekki síst hjá minni sveitarfélögum.Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir.Í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð búa um fjögur hundruð íbúar, flestir í þéttbýlinu Grenivík. Ólíklegt er því að sveitarfélagið nái upp fyrir þúsund íbúa markið á næstu sjö árum. Þar á bæ líst mönnum illa á tillögurnar. „Það er enginn rök fyrir þessari tölu, þessum þúsund íbúum,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.Hræddur um að sameining jaðarsetji sveitarfélög Í tillögunum segir meðal annars að markmiðið með að hækka lögbundin lágmarksíbúafjölda sé að að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni. „Þessi breyting að stækka sveitarfélögin upp í þúsund, hún leysir það ekki. Við höfum mikla sannfæringu fyrir því hér að ef við verðum sameinuð verðum við ævinlega jaðarsvæði og það kemur fram í undirgögnum þessarar tillögu og víða annarstaðar að jaðarsvæði eiga jafnan undir högg að sækja. Hér höfum við mikla sannfæringu fyrir því að þjónustan muni ekki batna, en mjög mikil hætta á að hún muni versna,“ segir Þröstur.Þið viljið fá að ráða ykkar málum sjálf frekar en að vera hluti af stærra sveitarfélagi þar sem þið hafið minna að segja um ykkar málefni? „Já, það er mjög hætt við því að smám saman muni fjara undan þjónustunni og þar með búsetunni.“Þannig geti þessi stefna haft slæm áhrif á byggðaþróun í landinu„Ef að það er undirliggjandi markmið að þétta byggð í landinu og auka landsvæði sem eru í eyði, þá er þessi þúsund íbúa tala vel til þess fallin. Það er mikil hætta á að slík þróun haldi áfram og verði hraðari en verið hefur,“ segir Þröstur og bætir við að að hreppurinn hafi komið fram athugaemdum á öllum stigum málsins, án árangurs.„Við höfum talið okkur gera það með rökum en það hefur ekkert verið hlustað á það.
Grýtubakkahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30 „Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00 Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum Sett er fram tillaga um að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026. 13. ágúst 2019 16:31 Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. 14. ágúst 2019 12:04 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30
„Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00
Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum Sett er fram tillaga um að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026. 13. ágúst 2019 16:31
Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. 14. ágúst 2019 12:04