

Óheilbrigðiskerfið
Áður en lengra er haldið er rétt og skylt að taka fram að greinarhöfundur hefur mikla trú og traust á öllum þeim fjölda frábærra starfsmanna sem vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu og vinna störf sín af alúð og ábyrgð þó núverandi ráðherra geri þeim erfitt um vik. Heilbrigðisráðherra hefur kosið að efna til átaka við sjálfstætt starfandi lækna, draga lappirnar í samningagerð við þá og jafnframt sigað aðstoðarmanni sínum á þá. Hafa sjálfstætt starfandi læknar þannig þurft að sitja undir köpuryrðum og aðdróttunum um að þeir hugsi fyrst og fremst um sína hagsmuni en ekki sjúklinga sinna. Þessi framkoma ráðherrans og aðstoðarmanns hennar í garð sérfræðilækna er óboðleg.
Fjölmargar stofnanir og sjálfstæð félög sem sinna heilbrigðismálum eru nú rekin án samninga og „framlengd“ frá mánuði til mánaðar. Þar má nefna sem dæmi Reykjalund sem hefur ekki haft langtímasamning um nokkra hríð. Loks nú fyrir skömmu skrifaði ráðherra undir nýjan samning við RKÍ um rekstur sjúkrabíla eftir að hafa dregið nauðsynlega endurnýjun bílanna allt frá því að hún settist í hástól sinn og haldið Rauða krossinum í óvissu með örstuttum framlengingum til að halda uppá 90 ára rekstur RKÍ á sjúkrabílum. Plássleysið og úrræðaleysið tekur á sig nýja og nýja mynd. Nú síðast að konur sem hafa orðið fyrir fósturmissi og/eða hafa látið eyða fóstri sitja nú í sömu biðstofu og verðandi mæður. Þvílík grimmd. Nú í sumar eru fáheyrðar lokanir á Landspítalanum sem koma harðast niður á geðsjúkum og þeim sem skipa biðlista eftir aðgerðum. Við þessar kringumstæður hefur ráðherra kosið að hrúga verkefnum inn á spítalann vitandi að Landspítalinn ræður ekki við þau. Ráðherra hefur hingað til þvertekið fyrir að nauðsynlegar aðgerðir s.s. liðskiptaaðgerðir séu gerðar á sjúkrastofnunum í einkarekstri. Jafnframt hefur ráðherra nýlega endað samstarf við sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem sinnt hafa augasteinaaðgerðum með góðum árangri og mikilli heilsubót fyrir stóran hóp sjúklinga.
Afleiðingar þessa eru biðlistar sem eru óþolandi langir og valda sjúklingum þjáningum yfir langan tíma sem auðveldlega væri hægt að stytta svo um munar. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur ráðherra ákveðið að fært sé að senda sjúklinga til aðgerða á sjálfstætt starfandi sjúkrastofnun í útlöndum með margföldum kostnaði fyrir ríkissjóð ásamt óþægindum fyrir sjúklinga. Þversumman af öllu þessu er sú að þeir sem geta borgað sjálfir fyrir aðgerðir borga sig þannig fram fyrir í röðinni. Þeir sem þola álagið sem fylgir utanlandsferð vegna aðgerðar leggja það á sig en eftir sitja þeir sem eru veikburða og aldraðir ásamt þeim sem minnst hafa milli handanna.
Þetta er óþolandi ástand og til álita hlýtur að koma að kanna hvort ákvarðanir ráðherra standist sjúklingalög og lög um fjárreiður ríkisins. Það er mjög brýnt að bjarga heilbrigðiskerfinu. Einmitt núna er mikilvægast að bjarga því frá heilbrigðisráðherra.
Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður
Skoðun

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson,Helgi Hólm skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar

Malað dag eftir dag eftir dag
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að velja friðinn fram yfir réttlætið
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar?
Guðrún Högnadóttir skrifar

Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna
Jóhanna Jakobsdóttir skrifar

Heilbrigðisþjónusta á krossgötum?
Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur
Rúnar Sigurjónsson skrifar

Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland?
Stefán Jón Hafstein skrifar

Lífeyrir skal fylgja launum
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar