Alvöru sveitaball í Laugardalnum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 15. ágúst 2019 06:00 Jón Ólafsson segir að hann og fleiri úr Laugardalnum vilji bjóða upp á alvöru sveitaball í miðri borginni. Fréttablaðið/Ernir Næstkomandi laugardag, 17. ágúst, verður haldið alvöru sveitaball í félagsheimili Þróttar í Laugardalnum. Fram koma nokkrar helstu kempur Íslendinga í sveitaballasenunni. Þeirra á meðal er Jón Ólafsson, tónlistar- og sjónvarpsmaður. „Það stefnir allt í fullt hús, miðasalan gengur mjög vel í forsölunni. Þetta lítur mjög vel út,“ segir Jón. „Maður er svo mikið þarna niður frá þar sem við erum með flottan sal sem hentar vel í tónleikahald sem þetta. Svo eru svo margir menningarlega sinnaðir þarna í og úr Laugardalnum, mikið af tónlistarfólki og leikurum. Gunni Helga, Halldór Gylfa, Björn Hlynur og ég. Svo er fullt af músíköntum, og við erum dugleg að halda viðburði.“ Hann segist hafa fengið hugmyndina að því að halda sveitaball að hluta til vegna þess að böll með hljómsveitum séu á ákveðnu undanhaldi. „Staðir sem bjóða upp á slík böll eru nánast horfnir. Okkur datt í hug að það væri gaman að prófa þetta um sumar og hvort fólk væri ekki til í að skella sér á ball.“ Sveitaballið var haldið í fyrsta sinn í fyrra og það við gífurlega góðar undirtektir. „Þá vorum við ekki mikið að auglýsa þetta og vorum meira að stíla inn á fólkið í hverfinu. Þá var eiginlega alveg fullt hús. Við ákváðum strax að endurtaka leikinn og vonandi verður þetta árlegur viðburður,“ segir Jón. Hann segir sveitaböll nú til dags tengjast meira bæjarhátíðum. „Það eru írskir dagar, franskir dagar, danskir og grænlenskir. Öll pláss með einhverja daga til að fá fólk til að koma í bæjarfélagið. Þá eru haldin sveitaböll. Ég fór ekki í sumarfrí í mörg ár því ég var að spila allar helgar, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga.“ Hann segist hafa spilað mun sjaldnar á böllum sem þessum í borginni, þau hafi meira og minna öll verið úti á landi. Því hafi þeim þótt kjörið að bjóða upp á alvöru sveitaball í hjarta borgarinnar.Helgi Björnsson er einn þeirra sem stígur á svið.„Í fyrra fylltum við salinn af heyböggum. Við fórum bara út í sveit og náðum í fullt af heyi og ætlum að gera það aftur í ár. Ásýnd hússins breytist mikið bara með því að setja hey út um allt. Þér líður ekki þannig að þú þurfir að vera í jakkafötum og rosa fínn. Við viljum endilega að fólk sé bara frjálslega klætt og láti sér líða vel.“ Hann segir enn óákveðið hvaða óheppna manneskja fari í það verk að þrífa upp allt heyið. „Við förum í það sem náum ekki að stinga af. Nei, nei, margar hendur vinna létt verk og við gerum það í sameiningu. Þessu verður bara sópað upp. En við geymdum ekki heyið frá því í fyrra, þetta verður alveg nýtt hey,“ segir Jón hlæjandi. Til að tryggja að þetta yrði alvöru var konungur sveitaballanna, Helgi Björnsson, fenginn til að koma fram ásamt öðru einvala liði. „Hann ætlar að syngja með okkur ásamt Hildi Völu, Dóra Gylfa og Bödda í Dalton. Svo mun fréttamaðurinn Jóhann Bjarni Kolbeinsson þeyta skífum.“ Jón ítrekar samt að viðburðurinn sé opinn öllum og engan veginn hugsaður sérstaklega fyrir fólk úr Laugardalnum eða Þróttara. „Það eru allir velkomnir. Við vonumst bara eftir því að sjá sem flesta,“ segir Jón glaður í bragði. Miða á sveitaballið er hægt að nálgast á tix.is á sérstöku forsöluverði. Einnig verður hægt að kaupa miða við hurð. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Næstkomandi laugardag, 17. ágúst, verður haldið alvöru sveitaball í félagsheimili Þróttar í Laugardalnum. Fram koma nokkrar helstu kempur Íslendinga í sveitaballasenunni. Þeirra á meðal er Jón Ólafsson, tónlistar- og sjónvarpsmaður. „Það stefnir allt í fullt hús, miðasalan gengur mjög vel í forsölunni. Þetta lítur mjög vel út,“ segir Jón. „Maður er svo mikið þarna niður frá þar sem við erum með flottan sal sem hentar vel í tónleikahald sem þetta. Svo eru svo margir menningarlega sinnaðir þarna í og úr Laugardalnum, mikið af tónlistarfólki og leikurum. Gunni Helga, Halldór Gylfa, Björn Hlynur og ég. Svo er fullt af músíköntum, og við erum dugleg að halda viðburði.“ Hann segist hafa fengið hugmyndina að því að halda sveitaball að hluta til vegna þess að böll með hljómsveitum séu á ákveðnu undanhaldi. „Staðir sem bjóða upp á slík böll eru nánast horfnir. Okkur datt í hug að það væri gaman að prófa þetta um sumar og hvort fólk væri ekki til í að skella sér á ball.“ Sveitaballið var haldið í fyrsta sinn í fyrra og það við gífurlega góðar undirtektir. „Þá vorum við ekki mikið að auglýsa þetta og vorum meira að stíla inn á fólkið í hverfinu. Þá var eiginlega alveg fullt hús. Við ákváðum strax að endurtaka leikinn og vonandi verður þetta árlegur viðburður,“ segir Jón. Hann segir sveitaböll nú til dags tengjast meira bæjarhátíðum. „Það eru írskir dagar, franskir dagar, danskir og grænlenskir. Öll pláss með einhverja daga til að fá fólk til að koma í bæjarfélagið. Þá eru haldin sveitaböll. Ég fór ekki í sumarfrí í mörg ár því ég var að spila allar helgar, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga.“ Hann segist hafa spilað mun sjaldnar á böllum sem þessum í borginni, þau hafi meira og minna öll verið úti á landi. Því hafi þeim þótt kjörið að bjóða upp á alvöru sveitaball í hjarta borgarinnar.Helgi Björnsson er einn þeirra sem stígur á svið.„Í fyrra fylltum við salinn af heyböggum. Við fórum bara út í sveit og náðum í fullt af heyi og ætlum að gera það aftur í ár. Ásýnd hússins breytist mikið bara með því að setja hey út um allt. Þér líður ekki þannig að þú þurfir að vera í jakkafötum og rosa fínn. Við viljum endilega að fólk sé bara frjálslega klætt og láti sér líða vel.“ Hann segir enn óákveðið hvaða óheppna manneskja fari í það verk að þrífa upp allt heyið. „Við förum í það sem náum ekki að stinga af. Nei, nei, margar hendur vinna létt verk og við gerum það í sameiningu. Þessu verður bara sópað upp. En við geymdum ekki heyið frá því í fyrra, þetta verður alveg nýtt hey,“ segir Jón hlæjandi. Til að tryggja að þetta yrði alvöru var konungur sveitaballanna, Helgi Björnsson, fenginn til að koma fram ásamt öðru einvala liði. „Hann ætlar að syngja með okkur ásamt Hildi Völu, Dóra Gylfa og Bödda í Dalton. Svo mun fréttamaðurinn Jóhann Bjarni Kolbeinsson þeyta skífum.“ Jón ítrekar samt að viðburðurinn sé opinn öllum og engan veginn hugsaður sérstaklega fyrir fólk úr Laugardalnum eða Þróttara. „Það eru allir velkomnir. Við vonumst bara eftir því að sjá sem flesta,“ segir Jón glaður í bragði. Miða á sveitaballið er hægt að nálgast á tix.is á sérstöku forsöluverði. Einnig verður hægt að kaupa miða við hurð.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira