Carnegie metur Arion 7,5 prósentum yfir markaðsgengi Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 15. ágúst 2019 06:00 Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni. Fréttablaðið/Stefán Greinendur sænska fjárfestingarbankans Carnegie meta gengi hlutabréfa í Arion banka á 6,4 sænskar krónur á hlut sem er um 7,5 prósentum yfir markaðsgengi. Þetta kemur fram í verðmati Carnegie sem Markaðurinn hefur undir höndum. Greinendur bankans segja að kostnaðartölur á öðrum ársfjórðungi hafi verið jákvæðar. Laun hafi vissulega hækkað en í upplýsingatækni og öðrum deildum hafi starfsfólki fækkað. Telja þeir að með nýlegum forstjóraskiptum í bankanum verði lögð meiri áhersla á að skera niður kostnað. Þá segir að vert sé að bíða eftir að salan á dótturfélaginu Valitor klárist en söluferlið hafi engu að síðu tekið of langan tíma. „Salan á Valitor er enn í skoðun en við höfum hana ekki með í verðmatinu. Við teljum að það sé of mikil óvissa í kringum mögulega sölu á fyrirtækinu en óhætt er að gera ráð fyrir að 14,2 milljarða króna bókfært virði Valitors séu neðri mörk söluverðsins,“ segir í verðmatinu. „Auk þess er Valitor rekið með tapi þannig að með því að selja fyrirtæki á bókfærðu verði eða hærra og greiða arð til hluthafa eykst arðsemi bankans. Sala á Valitor hefði því jákvæð áhrif á verðmat okkar á bankanum.“ Í uppgjöri Arion banka fyrir annan ársfjórðung kom fram að Valitor hefði tapað hátt í 2,8 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaður samstæðu Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2019 nam 2,1 milljarði króna samanborið við 3,1 milljarðs hagnað í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 4,3 prósent á fjórðungnum samanborið við 5,9 prósent á sama tímabili árið 2018. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Greinendur sænska fjárfestingarbankans Carnegie meta gengi hlutabréfa í Arion banka á 6,4 sænskar krónur á hlut sem er um 7,5 prósentum yfir markaðsgengi. Þetta kemur fram í verðmati Carnegie sem Markaðurinn hefur undir höndum. Greinendur bankans segja að kostnaðartölur á öðrum ársfjórðungi hafi verið jákvæðar. Laun hafi vissulega hækkað en í upplýsingatækni og öðrum deildum hafi starfsfólki fækkað. Telja þeir að með nýlegum forstjóraskiptum í bankanum verði lögð meiri áhersla á að skera niður kostnað. Þá segir að vert sé að bíða eftir að salan á dótturfélaginu Valitor klárist en söluferlið hafi engu að síðu tekið of langan tíma. „Salan á Valitor er enn í skoðun en við höfum hana ekki með í verðmatinu. Við teljum að það sé of mikil óvissa í kringum mögulega sölu á fyrirtækinu en óhætt er að gera ráð fyrir að 14,2 milljarða króna bókfært virði Valitors séu neðri mörk söluverðsins,“ segir í verðmatinu. „Auk þess er Valitor rekið með tapi þannig að með því að selja fyrirtæki á bókfærðu verði eða hærra og greiða arð til hluthafa eykst arðsemi bankans. Sala á Valitor hefði því jákvæð áhrif á verðmat okkar á bankanum.“ Í uppgjöri Arion banka fyrir annan ársfjórðung kom fram að Valitor hefði tapað hátt í 2,8 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaður samstæðu Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2019 nam 2,1 milljarði króna samanborið við 3,1 milljarðs hagnað í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 4,3 prósent á fjórðungnum samanborið við 5,9 prósent á sama tímabili árið 2018.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent