Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2019 14:15 Samgöngur til og frá Seyðisfirði um Fjarðarheiði geta verið strembnar á öllum árstímum. Vísir/Vilhelm Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. Annars vegar yrðu það göng á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og hins vegar Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Er það mat hópsins að slík hringtenging færi samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnir skýrsluna á opnum íbúafundi á Hótel Héraði á Egilsstöðum kl. 18 í kvöld. Skýrslan var einnig kynnt á fundi með sveitarstjórnarfólki á Austurlandi í morgun. Göng undir Fjarðarheiði yrðu lengstu göng Íslands, eða 13,4 km. Verkefnishópurinn áætlar að kostnaður vegna þeirra geti numið um 33-34 milljörðum króna en nákvæm kostnaðargreining hefur ekki verið unnin. Heildarkostnaður við hringtengingu með göngum undir Fjarðarheiði og síðar yfir í Mjóafjörð og Norðfjörð er áætlaður um 64 milljarðar kr. Samanlögð lengd þriggja ganga í hringtengingu er 25,7 km. Vegir utan ganga yrðu samtals um 6-8 km. Með því væri hægt að fara láglendisveg alla leið til Egilsstaða í stað leiðarinnar um Fagradal auk þess sem vegalengdir styttast fyrir byggðir á fjörðunum. Í skýrslu sinni telur hópurinn veggjöld vera fýsileg fyrir göng af þessu tagi og að íbúar hafi lýst sig reiðubúna til að greiða veggjöld. Verkefnishópurinn telur tekjur af veggjaldi geta staðið undir rekstri og viðhaldi ganganna en myndu skila litlu sem engu í stofnkostnað. Verkefnishópurinn mat fjóra ólíka valkosti um mögulegar samgöngubætur í skýrslu sinni. Þessar greiningar fylgja skýrslunni. Valkostirnir fjórir voru:Valkostur 1 – Jarðgöng undir Fjarðarheiði.Valkostur 2 – Jarðgöng undir Fjarðarheiði ásamt göngum til Mjóafjarðar og göngum þaðan til Norðfjarðar.Valkostur 3 – Jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar, önnur undir Mjóafjarðarheiði milli Mjóafjarðar og Héraðs og þau þriðju milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar.Valkostur 4 – Jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og önnur milli Mjóafjarðar og Héraðs. Verkefnishópurinn fól ráðgjafafyrirtækinu KPMG að gera sérstaka könnun á samfélagslegum áhrifum þar sem gerð er grein fyrir sviðsmyndum um áhrif ólíkra valkosta jarðgangagerðar. Tekin voru viðtöl við íbúa og hagsmunaaðila á Austurlandi haustið 2018 og fram á þetta ár. Þar kom fram að vilji Austfirðinga standi til þess að Fjarðarheiðargöng verði sett í forgang. Í því væri m.a. horft til þess að síðar verði hægt að grafa önnur göng til að mynda hringtengingu. Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) ályktaði haustið 2018 að jarðgöng undir Fjarðarheiði væru „forgangsverkefni í jarðgangagerð á Austurlandi, enda aðstæður íbúa á Seyðisfirði slíkar á vetrum að ekki verður við það unað lengur.“ Rannsóknir á jarðfræðilegum aðstæðum lágu fyrir vegna fyrri athugana á jarðgangakostum. Verkefnishópurinn lét á hinn bóginn gera athugun á veðuraðstæðum við helstu jarðgangakosti. Í verkefnishópnum sátu Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri fram til 1. júlí 2018 , formaður, Adolf Guðmundsson, lögfræðingur, Arnbjörg Sveinsdóttir, sem var forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar fram til 2018, Jóna Árný Þórðardóttir, löggiltur endurskoðandi og Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður hjá Byggðastofnun. Með hópnum störfuðu Sigurbergur Björnsson skrifstofustjóri og Friðfinnur Skaftason sérfræðingur úr samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Valtýr Þórisson, forstöðumaður áætlana hjá Vegagerðinni.Skýrsluna má sjá hér. Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. Annars vegar yrðu það göng á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og hins vegar Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Er það mat hópsins að slík hringtenging færi samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnir skýrsluna á opnum íbúafundi á Hótel Héraði á Egilsstöðum kl. 18 í kvöld. Skýrslan var einnig kynnt á fundi með sveitarstjórnarfólki á Austurlandi í morgun. Göng undir Fjarðarheiði yrðu lengstu göng Íslands, eða 13,4 km. Verkefnishópurinn áætlar að kostnaður vegna þeirra geti numið um 33-34 milljörðum króna en nákvæm kostnaðargreining hefur ekki verið unnin. Heildarkostnaður við hringtengingu með göngum undir Fjarðarheiði og síðar yfir í Mjóafjörð og Norðfjörð er áætlaður um 64 milljarðar kr. Samanlögð lengd þriggja ganga í hringtengingu er 25,7 km. Vegir utan ganga yrðu samtals um 6-8 km. Með því væri hægt að fara láglendisveg alla leið til Egilsstaða í stað leiðarinnar um Fagradal auk þess sem vegalengdir styttast fyrir byggðir á fjörðunum. Í skýrslu sinni telur hópurinn veggjöld vera fýsileg fyrir göng af þessu tagi og að íbúar hafi lýst sig reiðubúna til að greiða veggjöld. Verkefnishópurinn telur tekjur af veggjaldi geta staðið undir rekstri og viðhaldi ganganna en myndu skila litlu sem engu í stofnkostnað. Verkefnishópurinn mat fjóra ólíka valkosti um mögulegar samgöngubætur í skýrslu sinni. Þessar greiningar fylgja skýrslunni. Valkostirnir fjórir voru:Valkostur 1 – Jarðgöng undir Fjarðarheiði.Valkostur 2 – Jarðgöng undir Fjarðarheiði ásamt göngum til Mjóafjarðar og göngum þaðan til Norðfjarðar.Valkostur 3 – Jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar, önnur undir Mjóafjarðarheiði milli Mjóafjarðar og Héraðs og þau þriðju milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar.Valkostur 4 – Jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og önnur milli Mjóafjarðar og Héraðs. Verkefnishópurinn fól ráðgjafafyrirtækinu KPMG að gera sérstaka könnun á samfélagslegum áhrifum þar sem gerð er grein fyrir sviðsmyndum um áhrif ólíkra valkosta jarðgangagerðar. Tekin voru viðtöl við íbúa og hagsmunaaðila á Austurlandi haustið 2018 og fram á þetta ár. Þar kom fram að vilji Austfirðinga standi til þess að Fjarðarheiðargöng verði sett í forgang. Í því væri m.a. horft til þess að síðar verði hægt að grafa önnur göng til að mynda hringtengingu. Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) ályktaði haustið 2018 að jarðgöng undir Fjarðarheiði væru „forgangsverkefni í jarðgangagerð á Austurlandi, enda aðstæður íbúa á Seyðisfirði slíkar á vetrum að ekki verður við það unað lengur.“ Rannsóknir á jarðfræðilegum aðstæðum lágu fyrir vegna fyrri athugana á jarðgangakostum. Verkefnishópurinn lét á hinn bóginn gera athugun á veðuraðstæðum við helstu jarðgangakosti. Í verkefnishópnum sátu Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri fram til 1. júlí 2018 , formaður, Adolf Guðmundsson, lögfræðingur, Arnbjörg Sveinsdóttir, sem var forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar fram til 2018, Jóna Árný Þórðardóttir, löggiltur endurskoðandi og Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður hjá Byggðastofnun. Með hópnum störfuðu Sigurbergur Björnsson skrifstofustjóri og Friðfinnur Skaftason sérfræðingur úr samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Valtýr Þórisson, forstöðumaður áætlana hjá Vegagerðinni.Skýrsluna má sjá hér.
Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira